Sex sækjast eftir starfi ríkissáttasemjara Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2020 17:45 Vísir/Egill Félagsmálaráðuneytið hefur birt lista yfir umsækjendur um starf ríkissáttasemjara. Ráðuneytið auglýsti þann 5. desember síðastliðinn embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar. Umsóknarfrestur var til og með 20. desember síðastliðinn. Eins og kom fram á Vísi í gær hefur Helga Jónsdóttir tekið við starfi ríkissáttasemjara þar til búið er að ráða í stöðuna. „Í auglýsingunni sagði að ríkissáttasemjari starfi á grundvelli laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með síðari breytingum. Hann annist sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar. Skal þess því gætt að afstaða hans sé slík að telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Enn fremur er lögð áhersla á forystuhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Eftirtaldar umsóknir bárust um embættið: Aðalsteinn Leifsson framkvæmdastjóri Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur Herdís Hallmarsdóttir lögmaður Lara De Stefano þjónn Ólafur Þorsteinn Kjartansson ráðgjafi Rannveig S. Sigurðardóttir hagfræðingur „Umsóknirnar verða nú metnar af sérstakri ráðgefandi hæfnisnefnd sem félags- og barnamálaráðherra mun skipa. Eftirtaldir hafa verið tilnefndir til setu í nefndinni: Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Auk þess mun ráðherra skipa Gissur Pétursson ráðuneytisstjóra formann nefndarinnar. Bjarnheiður Gautadóttir, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, mun starfa með nefndinni.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun skipa í embættið til fimm ára þegar hann hefur fengið tillögur nefndarinnar í hendur. Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur birt lista yfir umsækjendur um starf ríkissáttasemjara. Ráðuneytið auglýsti þann 5. desember síðastliðinn embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar. Umsóknarfrestur var til og með 20. desember síðastliðinn. Eins og kom fram á Vísi í gær hefur Helga Jónsdóttir tekið við starfi ríkissáttasemjara þar til búið er að ráða í stöðuna. „Í auglýsingunni sagði að ríkissáttasemjari starfi á grundvelli laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með síðari breytingum. Hann annist sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar. Skal þess því gætt að afstaða hans sé slík að telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Enn fremur er lögð áhersla á forystuhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Eftirtaldar umsóknir bárust um embættið: Aðalsteinn Leifsson framkvæmdastjóri Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur Herdís Hallmarsdóttir lögmaður Lara De Stefano þjónn Ólafur Þorsteinn Kjartansson ráðgjafi Rannveig S. Sigurðardóttir hagfræðingur „Umsóknirnar verða nú metnar af sérstakri ráðgefandi hæfnisnefnd sem félags- og barnamálaráðherra mun skipa. Eftirtaldir hafa verið tilnefndir til setu í nefndinni: Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Auk þess mun ráðherra skipa Gissur Pétursson ráðuneytisstjóra formann nefndarinnar. Bjarnheiður Gautadóttir, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, mun starfa með nefndinni.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun skipa í embættið til fimm ára þegar hann hefur fengið tillögur nefndarinnar í hendur.
Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira