Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2020 10:40 Myndin var birt af írönskum stjórnvöldum og er sögð sýna eftirköst drónaárásar Bandaríkjamanna sem drap íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani. Vísir/AP Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að hinn háttsetti íranski hershöfðingi Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra á svæðinu neita því að þeir standi á bak við árásina. AP fréttastofan hefur eftir írönskum embættismanni að árásin hafi beinst að tveimur bifreiðum norður af Baghdad. Um borð voru meðlimir hersveitar sem nýtur stuðnings Íransstjórnar. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um það hverjir létust í árásinni.Sjá einnig: Óttast hættulegri heim eftir morðið á SoleimaniEinnig hefur íranska ríkissjónvarpið og fjölmiðlaarmur sveitar vopnaðra sjálfboðaliða, sem kallast PopularMobilisationForces, greint frá árásinni. Forsvarsmenn írösku sveitarinnar segja að engir háttsettir leiðtogar hafi fallið í árásinni. Þeir fullyrða að bifreiðarnar hafi einungis flutt heilbrigðisstarfsfólk en ekki leiðtoga líkt og fjölmiðlar hefðu greint frá. Morð Bandaríkjamanna á Soleimani hefur valdið miklum óróleika á svæðinu. Hershöfðinginn var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Í Íran var litið á hann sem þjóðhetju en Bandaríkjamenn skilgreindu Quds-hersveitir hans sem hryðjuverkahóp. Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið og allt er á suðupunkti vegna átaka ríkjanna tveggja. Soleimani var á leið frá flugvellinum í íröksku höfuðborginni Bagdad þegar dróni Bandaríkjahers skaut á bílalest hans og er hann talinn hafa látist samstundis. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að árásin hafi gerð til þess að „stöðva stríð.“ Á svipuðum tíma greindi bandaríska dagblaðið TheNew York Times frá því í gær að bandarísk stjórnvöld væru byrjuð að flytja fjögur þúsund hermenn til Mið-Austurlanda. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð Katrín Jakobsdóttir segir að koma þurfi í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa. 4. janúar 2020 00:04 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að hinn háttsetti íranski hershöfðingi Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra á svæðinu neita því að þeir standi á bak við árásina. AP fréttastofan hefur eftir írönskum embættismanni að árásin hafi beinst að tveimur bifreiðum norður af Baghdad. Um borð voru meðlimir hersveitar sem nýtur stuðnings Íransstjórnar. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um það hverjir létust í árásinni.Sjá einnig: Óttast hættulegri heim eftir morðið á SoleimaniEinnig hefur íranska ríkissjónvarpið og fjölmiðlaarmur sveitar vopnaðra sjálfboðaliða, sem kallast PopularMobilisationForces, greint frá árásinni. Forsvarsmenn írösku sveitarinnar segja að engir háttsettir leiðtogar hafi fallið í árásinni. Þeir fullyrða að bifreiðarnar hafi einungis flutt heilbrigðisstarfsfólk en ekki leiðtoga líkt og fjölmiðlar hefðu greint frá. Morð Bandaríkjamanna á Soleimani hefur valdið miklum óróleika á svæðinu. Hershöfðinginn var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Í Íran var litið á hann sem þjóðhetju en Bandaríkjamenn skilgreindu Quds-hersveitir hans sem hryðjuverkahóp. Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið og allt er á suðupunkti vegna átaka ríkjanna tveggja. Soleimani var á leið frá flugvellinum í íröksku höfuðborginni Bagdad þegar dróni Bandaríkjahers skaut á bílalest hans og er hann talinn hafa látist samstundis. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að árásin hafi gerð til þess að „stöðva stríð.“ Á svipuðum tíma greindi bandaríska dagblaðið TheNew York Times frá því í gær að bandarísk stjórnvöld væru byrjuð að flytja fjögur þúsund hermenn til Mið-Austurlanda.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð Katrín Jakobsdóttir segir að koma þurfi í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa. 4. janúar 2020 00:04 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51
Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45
Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð Katrín Jakobsdóttir segir að koma þurfi í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa. 4. janúar 2020 00:04
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30