Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2020 18:14 Carlos Ghosn. Vísir/Getty Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmanns Nissan og renault, frá landinu. Ghosn náði að flýja til Líbanon rétt fyrir áramót eftir að honum hafði verið sleppt úr haldi gegn tryggingu í apríl gegn því skilyrði að hann myndi ekki fara úr landi. Þetta eru fyrstu viðbrögð yfirvalda við flóttanum en Ghosn beið réttarhalda í Japan. Ghosn hafði verið handtekinn á síðasta ári grunaður um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Hann er sagður hafa flúið vegna þess að hann taldi sig ekki fá sanngjörn réttarhöld í Japan. Engin gögn sýna fram á ferðalag frá Japan Interpol hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Ghosn þar sem segir að hann hafi komið ólöglega til landsins. Enn er óljóst hvort Ghosn verði kallaður til yfirheyrslu í Líbanon en ríkisborgarar landsins eru ekki framseldir annarra ríkja. Ghosn er með franskan, líbanskan og brasilískan ríkisborgararétt. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast eftir nokkra mánuði. Engu að síður tókst Ghosn að flýja og er hann sagður hafa yfirgefið land með einkaþotu og á hann að hafa falið sig í hljóðfæratösku. Eiginkona Ghosn, Carole, segir þetta þó ekki vera rétt.Sjá einnig: Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Ghosn komst frá Japan á frönsku vegabréfi en dómstóll í Japan hafði leyft honum að halda öðru af tveimur frönskum vegabréfum sínum. Vegabréfið átti að vera geymt í læstum skáp sem einungis lögmenn hans myndu hafa lykil að. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japan, sagði flótta Ghosn vera ólöglegan og það væri miður að hann hafi náð að flýja land. Engin gögn væru til sem sýndu fram á að hann hafi yfirgefið landið en hún sagðist heita því að málið yrði rannsakað til hlítar. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45 Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58 Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmanns Nissan og renault, frá landinu. Ghosn náði að flýja til Líbanon rétt fyrir áramót eftir að honum hafði verið sleppt úr haldi gegn tryggingu í apríl gegn því skilyrði að hann myndi ekki fara úr landi. Þetta eru fyrstu viðbrögð yfirvalda við flóttanum en Ghosn beið réttarhalda í Japan. Ghosn hafði verið handtekinn á síðasta ári grunaður um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Hann er sagður hafa flúið vegna þess að hann taldi sig ekki fá sanngjörn réttarhöld í Japan. Engin gögn sýna fram á ferðalag frá Japan Interpol hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Ghosn þar sem segir að hann hafi komið ólöglega til landsins. Enn er óljóst hvort Ghosn verði kallaður til yfirheyrslu í Líbanon en ríkisborgarar landsins eru ekki framseldir annarra ríkja. Ghosn er með franskan, líbanskan og brasilískan ríkisborgararétt. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast eftir nokkra mánuði. Engu að síður tókst Ghosn að flýja og er hann sagður hafa yfirgefið land með einkaþotu og á hann að hafa falið sig í hljóðfæratösku. Eiginkona Ghosn, Carole, segir þetta þó ekki vera rétt.Sjá einnig: Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Ghosn komst frá Japan á frönsku vegabréfi en dómstóll í Japan hafði leyft honum að halda öðru af tveimur frönskum vegabréfum sínum. Vegabréfið átti að vera geymt í læstum skáp sem einungis lögmenn hans myndu hafa lykil að. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japan, sagði flótta Ghosn vera ólöglegan og það væri miður að hann hafi náð að flýja land. Engin gögn væru til sem sýndu fram á að hann hafi yfirgefið landið en hún sagðist heita því að málið yrði rannsakað til hlítar.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45 Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58 Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45
Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58
Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45