Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2020 18:14 Carlos Ghosn. Vísir/Getty Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmanns Nissan og renault, frá landinu. Ghosn náði að flýja til Líbanon rétt fyrir áramót eftir að honum hafði verið sleppt úr haldi gegn tryggingu í apríl gegn því skilyrði að hann myndi ekki fara úr landi. Þetta eru fyrstu viðbrögð yfirvalda við flóttanum en Ghosn beið réttarhalda í Japan. Ghosn hafði verið handtekinn á síðasta ári grunaður um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Hann er sagður hafa flúið vegna þess að hann taldi sig ekki fá sanngjörn réttarhöld í Japan. Engin gögn sýna fram á ferðalag frá Japan Interpol hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Ghosn þar sem segir að hann hafi komið ólöglega til landsins. Enn er óljóst hvort Ghosn verði kallaður til yfirheyrslu í Líbanon en ríkisborgarar landsins eru ekki framseldir annarra ríkja. Ghosn er með franskan, líbanskan og brasilískan ríkisborgararétt. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast eftir nokkra mánuði. Engu að síður tókst Ghosn að flýja og er hann sagður hafa yfirgefið land með einkaþotu og á hann að hafa falið sig í hljóðfæratösku. Eiginkona Ghosn, Carole, segir þetta þó ekki vera rétt.Sjá einnig: Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Ghosn komst frá Japan á frönsku vegabréfi en dómstóll í Japan hafði leyft honum að halda öðru af tveimur frönskum vegabréfum sínum. Vegabréfið átti að vera geymt í læstum skáp sem einungis lögmenn hans myndu hafa lykil að. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japan, sagði flótta Ghosn vera ólöglegan og það væri miður að hann hafi náð að flýja land. Engin gögn væru til sem sýndu fram á að hann hafi yfirgefið landið en hún sagðist heita því að málið yrði rannsakað til hlítar. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45 Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58 Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Sjá meira
Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmanns Nissan og renault, frá landinu. Ghosn náði að flýja til Líbanon rétt fyrir áramót eftir að honum hafði verið sleppt úr haldi gegn tryggingu í apríl gegn því skilyrði að hann myndi ekki fara úr landi. Þetta eru fyrstu viðbrögð yfirvalda við flóttanum en Ghosn beið réttarhalda í Japan. Ghosn hafði verið handtekinn á síðasta ári grunaður um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Hann er sagður hafa flúið vegna þess að hann taldi sig ekki fá sanngjörn réttarhöld í Japan. Engin gögn sýna fram á ferðalag frá Japan Interpol hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Ghosn þar sem segir að hann hafi komið ólöglega til landsins. Enn er óljóst hvort Ghosn verði kallaður til yfirheyrslu í Líbanon en ríkisborgarar landsins eru ekki framseldir annarra ríkja. Ghosn er með franskan, líbanskan og brasilískan ríkisborgararétt. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast eftir nokkra mánuði. Engu að síður tókst Ghosn að flýja og er hann sagður hafa yfirgefið land með einkaþotu og á hann að hafa falið sig í hljóðfæratösku. Eiginkona Ghosn, Carole, segir þetta þó ekki vera rétt.Sjá einnig: Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Ghosn komst frá Japan á frönsku vegabréfi en dómstóll í Japan hafði leyft honum að halda öðru af tveimur frönskum vegabréfum sínum. Vegabréfið átti að vera geymt í læstum skáp sem einungis lögmenn hans myndu hafa lykil að. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japan, sagði flótta Ghosn vera ólöglegan og það væri miður að hann hafi náð að flýja land. Engin gögn væru til sem sýndu fram á að hann hafi yfirgefið landið en hún sagðist heita því að málið yrði rannsakað til hlítar.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45 Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58 Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Sjá meira
Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45
Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58
Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45