Frægur leðurjakki ljósmyndarans Spessa er komin í leitirnar.
„Já, þessi Facebook-færsla sem fór væral og umfjöllun Vísis gerði að verkum að það vissi nánast öll þjóðin að Lucky-jakkanum mínum var stolið. Það leiddi svo til þess að þegar jakkinn flaut uppá yfirborðið rataði hann til mín,“ segir Spessi ánægður í samtali við Vísi.
Eins og ljósmyndarinn nefnir fjallaði Vísir um það í lok maí á síðasta ári að óprúttinn aðili hafi gert sér lítið fyrir og brotist inn í baukhús Spessa og stolið þaðan borvélum tveimur og svo Lucky Stike-jakkanum umrædda.
„Ef einhver er að reyna koma þessum jakka í verð þá látið mig vita hér í prívat skilaboðum. Endilega deilið. Mér er alveg sama um borvélarnar, þú sem framdir þennan verknað skilaðu Lucky jakkanum, vinur,“ sagði Spessi þá.
Þetta vakti mikla athygli enda um afar sérstaka flík að ræða. Einn vinur Spessa fann til með honum, gerði sér lítið fyrir og gaf Spessa Marlboro-jakka ef það mætti verða til að hugga ljósmyndarann.
„Og nokkrum mánuðum seinna hafði annar vinur minn samband og sá hafði keypt gulan Lucky Strike og færði mér. Svona getur nú lífið verið skemmtilegt,“ segir Spessi sem er alsæll með það að jakkinn sé kominn í hús. Nú á hann þrjá leðurjakka sem hver um sig er hnausþykkur leðurjakki og lífstíðareign.
Lucky Strike-jakki Spessa kominn í leitirnar

Tengdar fréttir

Skilaðu Lucky-jakkanum vinur
Óljóst hvað þjófurinn ætlar að gera við hið einstaka þýfi.