Netanyahu segir að Ísrael muni svara fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2020 12:15 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/RONEN ZVULUN Ráðist Íranir á Ísrael, eins og þeir hafa hótað, munu Ísraelar svara fyrir sig og veita Íran þungt högg. Þetta sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í morgun. Hann tjáði sig í kjölfar þess að Íran skaut fjölda eldflauga að tveimur herstöðvum í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til. Þær árásir voru hefndaraðgerðir vegna þess að Bandaríkin felldu íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani í loftárás í síðustu viku. „Við stöndum fast gegn þeim sem vilja drepa okkur. Við stöndum ákveðin og af krafti. Hver sem reynir að ráðast á okkur mun hljóta þungt högg,“ sagði Netanyahu samkvæmt Times of Israel. „Qasem Soleimani var ábyrgur vegna dauðsfalla óteljandi saklausra aðila. Hann gróf undan jafnvægi margra ríkja. Í áratugi, dreifði hann ótta, eymd og sorg og hann var að skipuleggja eitthvað mun verra.“ Þá sagði Netanyahu að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti hrós skilið fyrir að ráða Soleimani af dögum. Lýsti hann hershöfðingjanum sem hryðjuverkamanni og sagði hann hafa skipulagt og stjórnað „hryðjuverkaárásum“ Íran um gervöll Mið-Austurlönd. Forsætisráðherrann lýsti einnig yfir fullum stuðningi við Bandaríkin í átökum þeirra við Íran. Þjóðaröryggisráð Íran kom saman á mánudaginn. Á þeim fundi kom fram að ísraelskir embættismenn teldu afar ólíklegt að Íran ráðist á Ísrael. Bandaríkin Írak Íran Ísrael Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Ráðist Íranir á Ísrael, eins og þeir hafa hótað, munu Ísraelar svara fyrir sig og veita Íran þungt högg. Þetta sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í morgun. Hann tjáði sig í kjölfar þess að Íran skaut fjölda eldflauga að tveimur herstöðvum í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til. Þær árásir voru hefndaraðgerðir vegna þess að Bandaríkin felldu íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani í loftárás í síðustu viku. „Við stöndum fast gegn þeim sem vilja drepa okkur. Við stöndum ákveðin og af krafti. Hver sem reynir að ráðast á okkur mun hljóta þungt högg,“ sagði Netanyahu samkvæmt Times of Israel. „Qasem Soleimani var ábyrgur vegna dauðsfalla óteljandi saklausra aðila. Hann gróf undan jafnvægi margra ríkja. Í áratugi, dreifði hann ótta, eymd og sorg og hann var að skipuleggja eitthvað mun verra.“ Þá sagði Netanyahu að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti hrós skilið fyrir að ráða Soleimani af dögum. Lýsti hann hershöfðingjanum sem hryðjuverkamanni og sagði hann hafa skipulagt og stjórnað „hryðjuverkaárásum“ Íran um gervöll Mið-Austurlönd. Forsætisráðherrann lýsti einnig yfir fullum stuðningi við Bandaríkin í átökum þeirra við Íran. Þjóðaröryggisráð Íran kom saman á mánudaginn. Á þeim fundi kom fram að ísraelskir embættismenn teldu afar ólíklegt að Íran ráðist á Ísrael.
Bandaríkin Írak Íran Ísrael Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03