Framkvæmdastjóri Capacent furðar sig á útskýringum Ara Trausta Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2020 13:00 Halldór framkvæmdastjóri telur það ómaklegt og furðu sæta af hálfu þingmanna að vilja skella skuldinni á Capacent. Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóri Capacent segir að sér komi afstaða meirihluta Þingvallanefndar vegna Ólínu-málsins svokallaðs mjög á óvart. Ólínu Þorvarðardóttur voru dæmdar bætur sem nemur 20 milljónum í kjölfar þess að jafnréttisnefnd taldi á henni brotið þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, en hún sótti um starfið. Allt Capacent að kenna Páll Magnússon þingmaður situr í nefndinni og hann sagði í samtali við Vísi, að hann teldi hugsanlegt að ríkissjóður ætti kröfu á hendur Capacent, sem annaðist umsóknarferlið. Páll sagði að láðst hafi að færa til bókar hið huglæga mat meirihluta nefndarinnar sem lá til grundvallar þegar hún ákvað að ráða heldur Einar Á. E. Sæmundsen til að gegna stöðunni. Og það skrifist á Capacent. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, tók í sama streng og sagði að hann væri algerlega blautur á bak við eyrun í því sem snýr að opinberum ráðningum; hann hafi alveg treyst á Capacent í þessum efnum. Þingvallanefnd efndi til sérstaks fundar vegna Ólínu-málsins. Ari Trausti lýsti því yfir eftir fundinn að hann væri alveg reynslulaus á þessu sviði og hafi því alveg treyst á Capacent.Vísir/Egill Halldór undrast það mjög að Ari Trausti vilji með þessum hætti skella skuldinni á Capacent. Aðkoma fyrirtækisins að ráðningum og ráðningarferli sé alveg skýrt. Hún sé ráðgefandi en það sé viðskiptavina að taka ákvörðun. „Við teljum að það sé skýrt hvað felst í aðkomu okkar hverju sinni.“Þannig að þessar útskýringar Ara Trausta koma þér þá í opna skjöldu?„Já, þær gerðu það, mjög svo, verulega,“ segir Halldór og útskýrir að hann og þau hjá Capacent séu sannfærð um ágæti aðkomu fyrirtækisins. Að biðjast aldrei afsökunar Afstaða og útskýringar Þingvallanefndar hefur verið til umfjöllunar á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um þær. Þannig hefur Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus, sem hefur langa reynslu af starfi innan hins opinbera, talið málið til marks um þá almennu viðleitni sem ríkir meðal kjörinna fulltrúa, að vilja varpa frá sér ábyrgð. Almennt sé þeim fyrirmunað að játa á sig mistök eða skipta um skoðun. „Að biðjast aldrei afsökunar er í raun og veru bara ein birtingarmynd miklu djúprættara og alvarlegra vandamáls í íslenskri stjórmála- og samskiptamenningu: Að viðurkenna aldrei mistök. Alveg sama þótt allir viti að maður hefur gert mistök, og alveg sama þótt maður viti að allir viti að maður gerði mistök - maður viðurkennir það ekki. Það væri veikleikamerki. Maður sem viðurkennir mistök er búinn að vera - virðast margir halda,“ segir Eiríkur. Páll Magnússon telur það vert að skoða hvort Capacent sé ekki bótaskylt gagnvart ríkissjóði, þar sem þeir áttu að hafa umsjón með umsóknarferlinu.visir/vilhelm Eiríkur segir jafnframt að ef menn geri aldrei mistök, þá þurfi auðvitað aldrei að biðjast afsökunar. Af sjálfu leiði. „Í stað þess að viðurkenna mistök kennir maður öðrum um. Formaður Þingvallanefndar kennir ráðningarstofu um og varaformaðurinn vill gera minnihlutann samábyrgan. Formaðurinn vísar líka til eigin reynsluleysis í ráðningarmálum, eins og það sé einhver afsökun - hann er formaður stjórnsýslunefndar sem hefur tiltekið hlutverk og á að setja sig inn í málin.“ Pistill Eiríks hefur vakið mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að dreifa honum áfram um samfélagsmiðilinn. Starfsmönnum Capacent sárnar að vera kennt um „Við höfum komið að svona verkefnum í áratugi,“ segir Halldór. „Hér er fólk sem hefur langan starfsaldur og mikla reynslu af ferlum sem þessum. Halldór hjá Capacent telur að staða fyrirtæksins hafi alltaf legið ljós fyrir, þeirra væri að veita ráðgjöf en ekki að taka ákvörðun né þá heldur bera ábyrgð á því hvernig að málum væri staðið. Þetta kemur vissulega á óvart og fólk hér tekur svona nærri sér.“ Halldór bendir jafnframt á að Capacent hafi um áratugaskeið veitt ráðgjöf í tengslum við opinberar ráðningar. „Það samstarf, við hina ýmsu fulltrúa hins opinbera, hefur verið afskaplega farsælt. Ávallt er farið yfir það með viðskiptavinum í tengslum við opinberar ráðningar hvað í þjónustu fyrirtækisins felst áður en ráðgjöf er veitt. Capacent veitir ekki lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningar. Þá er það ávallt á valdsviði opinberra aðila að taka ákvörðun á öllum stigum í ráðningarferli hverju sinni.“ Að öllu þessu samanlögðu hljóti það að vera í verkahring Þingvallanefndar að taka ákvarðanir á öllum stigum í ráðningarferli þjóðgarðsvarðar. Það er mat Capacent að Þingvallanefnd hafi fengið faglega og haldgóða ráðgjöf. Alþingi Stjórnsýsla Þingvellir Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóri Capacent segir að sér komi afstaða meirihluta Þingvallanefndar vegna Ólínu-málsins svokallaðs mjög á óvart. Ólínu Þorvarðardóttur voru dæmdar bætur sem nemur 20 milljónum í kjölfar þess að jafnréttisnefnd taldi á henni brotið þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, en hún sótti um starfið. Allt Capacent að kenna Páll Magnússon þingmaður situr í nefndinni og hann sagði í samtali við Vísi, að hann teldi hugsanlegt að ríkissjóður ætti kröfu á hendur Capacent, sem annaðist umsóknarferlið. Páll sagði að láðst hafi að færa til bókar hið huglæga mat meirihluta nefndarinnar sem lá til grundvallar þegar hún ákvað að ráða heldur Einar Á. E. Sæmundsen til að gegna stöðunni. Og það skrifist á Capacent. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, tók í sama streng og sagði að hann væri algerlega blautur á bak við eyrun í því sem snýr að opinberum ráðningum; hann hafi alveg treyst á Capacent í þessum efnum. Þingvallanefnd efndi til sérstaks fundar vegna Ólínu-málsins. Ari Trausti lýsti því yfir eftir fundinn að hann væri alveg reynslulaus á þessu sviði og hafi því alveg treyst á Capacent.Vísir/Egill Halldór undrast það mjög að Ari Trausti vilji með þessum hætti skella skuldinni á Capacent. Aðkoma fyrirtækisins að ráðningum og ráðningarferli sé alveg skýrt. Hún sé ráðgefandi en það sé viðskiptavina að taka ákvörðun. „Við teljum að það sé skýrt hvað felst í aðkomu okkar hverju sinni.“Þannig að þessar útskýringar Ara Trausta koma þér þá í opna skjöldu?„Já, þær gerðu það, mjög svo, verulega,“ segir Halldór og útskýrir að hann og þau hjá Capacent séu sannfærð um ágæti aðkomu fyrirtækisins. Að biðjast aldrei afsökunar Afstaða og útskýringar Þingvallanefndar hefur verið til umfjöllunar á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um þær. Þannig hefur Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus, sem hefur langa reynslu af starfi innan hins opinbera, talið málið til marks um þá almennu viðleitni sem ríkir meðal kjörinna fulltrúa, að vilja varpa frá sér ábyrgð. Almennt sé þeim fyrirmunað að játa á sig mistök eða skipta um skoðun. „Að biðjast aldrei afsökunar er í raun og veru bara ein birtingarmynd miklu djúprættara og alvarlegra vandamáls í íslenskri stjórmála- og samskiptamenningu: Að viðurkenna aldrei mistök. Alveg sama þótt allir viti að maður hefur gert mistök, og alveg sama þótt maður viti að allir viti að maður gerði mistök - maður viðurkennir það ekki. Það væri veikleikamerki. Maður sem viðurkennir mistök er búinn að vera - virðast margir halda,“ segir Eiríkur. Páll Magnússon telur það vert að skoða hvort Capacent sé ekki bótaskylt gagnvart ríkissjóði, þar sem þeir áttu að hafa umsjón með umsóknarferlinu.visir/vilhelm Eiríkur segir jafnframt að ef menn geri aldrei mistök, þá þurfi auðvitað aldrei að biðjast afsökunar. Af sjálfu leiði. „Í stað þess að viðurkenna mistök kennir maður öðrum um. Formaður Þingvallanefndar kennir ráðningarstofu um og varaformaðurinn vill gera minnihlutann samábyrgan. Formaðurinn vísar líka til eigin reynsluleysis í ráðningarmálum, eins og það sé einhver afsökun - hann er formaður stjórnsýslunefndar sem hefur tiltekið hlutverk og á að setja sig inn í málin.“ Pistill Eiríks hefur vakið mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að dreifa honum áfram um samfélagsmiðilinn. Starfsmönnum Capacent sárnar að vera kennt um „Við höfum komið að svona verkefnum í áratugi,“ segir Halldór. „Hér er fólk sem hefur langan starfsaldur og mikla reynslu af ferlum sem þessum. Halldór hjá Capacent telur að staða fyrirtæksins hafi alltaf legið ljós fyrir, þeirra væri að veita ráðgjöf en ekki að taka ákvörðun né þá heldur bera ábyrgð á því hvernig að málum væri staðið. Þetta kemur vissulega á óvart og fólk hér tekur svona nærri sér.“ Halldór bendir jafnframt á að Capacent hafi um áratugaskeið veitt ráðgjöf í tengslum við opinberar ráðningar. „Það samstarf, við hina ýmsu fulltrúa hins opinbera, hefur verið afskaplega farsælt. Ávallt er farið yfir það með viðskiptavinum í tengslum við opinberar ráðningar hvað í þjónustu fyrirtækisins felst áður en ráðgjöf er veitt. Capacent veitir ekki lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningar. Þá er það ávallt á valdsviði opinberra aðila að taka ákvörðun á öllum stigum í ráðningarferli hverju sinni.“ Að öllu þessu samanlögðu hljóti það að vera í verkahring Þingvallanefndar að taka ákvarðanir á öllum stigum í ráðningarferli þjóðgarðsvarðar. Það er mat Capacent að Þingvallanefnd hafi fengið faglega og haldgóða ráðgjöf.
Alþingi Stjórnsýsla Þingvellir Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05