Innlent

Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu.
Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. vísir/vilhelm

Stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér ályktun eftir hádegi þar sem vakin er athygli á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalanum er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir.

„Nýlegar fréttir af atvikum á bráðamóttöku sýna því miður fram á hve viðkvæmt ástandið getur verið. Það hlýtur að vera forgangsmál að tryggja öryggi bráðveikra sjúklinga,“ segir í ályktuninni.

Í síðustu viku sagði yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við.

Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. Heilbrigðiskerfið sé hornsteinn nútímasamfélags, því skjóti það skökku við að fjármögnun til heilbrigðismála á Íslandi sé enn undir meðaltali hinna Norðurlandanna.

Stjórn læknaráðs skorar á heilbrigðisyfirvöld að auka fjárveitingar til Landspítalans þegar í stað. Þá skorar hún einnig á framkvæmdastjórn Landspítalans að grípa strax til nauðsynlegra aðgerða sem mögulegar eru miðað við núverandi fjárveitingar.

Ályktunin lýkur með orðunum: „Endurreisn heilbrigðiskerfisins þolir enga bið“.


Tengdar fréttir

Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni

Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×