Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2020 14:21 Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. vísir/vilhelm Stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér ályktun eftir hádegi þar sem vakin er athygli á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalanum er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. „Nýlegar fréttir af atvikum á bráðamóttöku sýna því miður fram á hve viðkvæmt ástandið getur verið. Það hlýtur að vera forgangsmál að tryggja öryggi bráðveikra sjúklinga,“ segir í ályktuninni. Í síðustu viku sagði yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við. Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. Heilbrigðiskerfið sé hornsteinn nútímasamfélags, því skjóti það skökku við að fjármögnun til heilbrigðismála á Íslandi sé enn undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Stjórn læknaráðs skorar á heilbrigðisyfirvöld að auka fjárveitingar til Landspítalans þegar í stað. Þá skorar hún einnig á framkvæmdastjórn Landspítalans að grípa strax til nauðsynlegra aðgerða sem mögulegar eru miðað við núverandi fjárveitingar. Ályktunin lýkur með orðunum: „Endurreisn heilbrigðiskerfisins þolir enga bið“. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér ályktun eftir hádegi þar sem vakin er athygli á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalanum er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. „Nýlegar fréttir af atvikum á bráðamóttöku sýna því miður fram á hve viðkvæmt ástandið getur verið. Það hlýtur að vera forgangsmál að tryggja öryggi bráðveikra sjúklinga,“ segir í ályktuninni. Í síðustu viku sagði yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við. Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. Heilbrigðiskerfið sé hornsteinn nútímasamfélags, því skjóti það skökku við að fjármögnun til heilbrigðismála á Íslandi sé enn undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Stjórn læknaráðs skorar á heilbrigðisyfirvöld að auka fjárveitingar til Landspítalans þegar í stað. Þá skorar hún einnig á framkvæmdastjórn Landspítalans að grípa strax til nauðsynlegra aðgerða sem mögulegar eru miðað við núverandi fjárveitingar. Ályktunin lýkur með orðunum: „Endurreisn heilbrigðiskerfisins þolir enga bið“.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54 Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Tilvik manns sem lést eftir að hafa útskrifast of snemma af LSH ekki skráð sem alvarlegt atvik Tilvik krabbameinsveiks manns sem var sendur heim af bráðamótttöku með blóðtappa í nóvember vegna álags á deildinni og lést skömmu síðar hefur ekki verið flokkað sem alvarlegt atvik á Landspítalanum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttöku er málið í ferli. 6. janúar 2020 12:54
Ráðherra harmar það sem gerðist en getur ekki látið fyrirsagnir stjórna verkefnum dagsins Heilbrigðisráðherra harmar nýlegt andlát krabbameinsveiks manns sem sendur var heim af bráðamóttöku Landspítalans vegna álags á deildinni. Hlutverk ráðherra sé að byggja upp til lengri framtíðar en ekki haga vindum eftir fyrirsögnum fjölmiðlanna hverju sinni. 6. janúar 2020 16:05
Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00
Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30