Facebook stendur við að leyfa áfram lygar stjórnmálamanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 13:42 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur verið sakaður um að gera lítið til að draga úr neikvæðum áhrifum miðilsins á þjóðmálaumræðu og stjórnmál. Vísir/EPA Enginn stefnubreyting verður gerð hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook varðandi að leyfa lygar í auglýsingum stjórnmálamanna. Fyrirtækið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða gegn upplýsingafalsi og lygum sem hefur verið dreift víða á miðlinum, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Bandarískir þingmenn eru á meðal þeirra sem hafa þrýst á Facebook að endurskoða stefnu sína gagnvart pólitískum auglýsingum en forsetakosningar fara fram þar í nóvember. Aðdragandi kosninganna árið 2016 einkenndist af straumi villandi upplýsinga sem í sumum tilfellum var liður í markvissri aðgerð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á kosningabaráttuna. Facebook lýsti því yfir í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að gera neinar meiriháttar breytingar á stefnu sinni um pólitískar auglýsingar. Það ætlar heldur ekki að takmarka hvernig notendur miðilsins geta sérsniðið auglýsingar að ákveðnum markhópum. Gagnrýnendur Facebook hafa bent á þá aðferð sem sérstaklega til þess fallna að dreifa fölskum eða misvísandi upplýsingum, að sögn New York Times. Önnur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa ákveðið að breyta reglum sínum til að bregðast við upplýsingafalsi. Twitter bannaði þannig allar pólitískar auglýsingar á miðlinum í október. Google hefur einnig takmarkað slíkar auglýsingar á sumum miðlum sínum. Lygar í pólitískum auglýsingum komu til umræðu í haust þegar framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta birti auglýsingu á Facebook með fölskum ásökunum á hendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og syni hans Hunter Biden. Milljónir manna sáu auglýsinguna en Facebook hafnaði kröfu Biden um að hún yrði tekin niður vegna ósannandi. Á sama tíma og Facebook hefur sætt gagnrýni fyrir að leyfa lygar og rangfærslur hafa bandarískir íhaldsmenn sakað samfélagsmiðilinn um að þagga niður í þeim eða draga úr útbreiðslu efnis hægrisinnaðra notenda. Bandaríkin Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Enginn stefnubreyting verður gerð hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook varðandi að leyfa lygar í auglýsingum stjórnmálamanna. Fyrirtækið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða gegn upplýsingafalsi og lygum sem hefur verið dreift víða á miðlinum, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Bandarískir þingmenn eru á meðal þeirra sem hafa þrýst á Facebook að endurskoða stefnu sína gagnvart pólitískum auglýsingum en forsetakosningar fara fram þar í nóvember. Aðdragandi kosninganna árið 2016 einkenndist af straumi villandi upplýsinga sem í sumum tilfellum var liður í markvissri aðgerð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á kosningabaráttuna. Facebook lýsti því yfir í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að gera neinar meiriháttar breytingar á stefnu sinni um pólitískar auglýsingar. Það ætlar heldur ekki að takmarka hvernig notendur miðilsins geta sérsniðið auglýsingar að ákveðnum markhópum. Gagnrýnendur Facebook hafa bent á þá aðferð sem sérstaklega til þess fallna að dreifa fölskum eða misvísandi upplýsingum, að sögn New York Times. Önnur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa ákveðið að breyta reglum sínum til að bregðast við upplýsingafalsi. Twitter bannaði þannig allar pólitískar auglýsingar á miðlinum í október. Google hefur einnig takmarkað slíkar auglýsingar á sumum miðlum sínum. Lygar í pólitískum auglýsingum komu til umræðu í haust þegar framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta birti auglýsingu á Facebook með fölskum ásökunum á hendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og syni hans Hunter Biden. Milljónir manna sáu auglýsinguna en Facebook hafnaði kröfu Biden um að hún yrði tekin niður vegna ósannandi. Á sama tíma og Facebook hefur sætt gagnrýni fyrir að leyfa lygar og rangfærslur hafa bandarískir íhaldsmenn sakað samfélagsmiðilinn um að þagga niður í þeim eða draga úr útbreiðslu efnis hægrisinnaðra notenda.
Bandaríkin Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent