Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Eiður Þór Árnason skrifar 10. janúar 2020 08:00 Hér sést Öxnadalsheiði við talsvert betri aðstæður en í fyrrakvöld og traktor sambærilegur þeim sem Finnur notaði. Vegagerðin/Aðsend Starfsmenn Finns ehf og Motul á Akureyri létu ófærð ekki stoppa sig þegar ætluðu sér að flýja íslenska veturinn og skella sér í utanlandsferð á meðan óveður gekk yfir landið. Þegar það var útséð að þeir myndu ekki komast frá Akureyri til Keflavíkur vegna ófærðar á Öxnadalsheiði greip yfirmaður þeirra til þess ráðs að ryðja heiðina á eigin vegum. RÚV greindi fyrst frá. Á miðvikudagskvöld gerði Finnur Aðalbjörnsson sér lítið fyrir og fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir Öxnadalsheiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust á EM í handbolta og til Birmingham. Finnur Aðalbjörnsson, eigandi Finns ehf og hluthafi í Motul, kann vel við sig í snjónum.Aðsend Þaulvanur snjónum Finnur er ekki óvanur snjónum en samnefnt fyrirtæki hans er stórtækt í snjómokstri á Norðurlandi. Hann lagði þetta því til við Vegagerðina og var tekið vel í hugmyndina þar á bæ að hans sögn. „Ég þekki strákana sem moka heiðina og það var búið að stoppa þá af í mokstrinum út af veðri og ég talaði náttúrulega við þá líka. Ég ætlaði ekki að fara að gera eitthvað sem hefði verið vont bæði fyrir þá og Vegagerðina. Þetta var allt í fína lagi og allt í sátt og samlyndi.“ Að sögn Finns voru aðstæður á Öxnadalsheiðinni með versta móti þegar hann fór þar í gegn og jafnvel með því versta sem hann hafi séð. „Það var mjög slæmt. Veðrið, mikill snjór og rosa harður.“ Bílunum fjölgaði óvænt Verkið gekk þó vel og áður en hann vissi af var búið að fjölga verulega í bílalestinni. Þegar hann var kominn yfir heiðina taldi Finnur alls 23 bíla á eftir sér. „Ég ætlaði nú bara að fara með þessa fjóra bíla yfir sko, ekki neina fleiri.“ Finnur segist hafa verið um fjóra og hálfan tíma yfir heiðina í fyrra skiptið. Eftir það sneri hann við í Skagafirði og hjálpaði um sjö bílum til baka sem keyrðu á eftir honum norður. „Ég var miklu fljótari til baka því þá gat ég bara mokað sömu slóðina eftir mig. Þó að hún væri orðin full þá var snjórinn orðinn svo léttur að það var gott að blása.“ Vildi ekki skilja neinn eftir Hann segir að flestir bílarnir hafi verið vel búnir en þó hafi verið nokkur vandræði með einn þeirra sem var aðeins búinn eindrifi og fylgdi honum á leiðinni til baka. „Hann var bara alltaf fastur í slóðinni þó að það væri búið að moka, af því að hann sá ekki neitt. Hann keyrði út úr slóðinni og komst ekki inn í hana og við þurftum að hjálpa honum mjög oft á leiðinni.“ „Við gátum náttúrulega ekki skilið hann eftir þarna.“ Kom aftur heim níu klukkustundum síðar Finnur telur að klukkan hafi verið orðin um þrjú eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags þegar hann kom aftur til Akureyrar. Þá hafi verið liðnar um níu klukkustundir frá því að hann lagði af stað að heiman. Aðspurður segist Finnur vel geta hugsað sér að endurtaka leikinn. „Jájájá, það er alltaf gaman að fara í smá ævintýri maður. Það nennir enginn að horfa á vídeó öll kvöld eða DVD, maður verður eitthvað þreyttur á því.“ Akureyri Hörgársveit Samgöngur Veður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Starfsmenn Finns ehf og Motul á Akureyri létu ófærð ekki stoppa sig þegar ætluðu sér að flýja íslenska veturinn og skella sér í utanlandsferð á meðan óveður gekk yfir landið. Þegar það var útséð að þeir myndu ekki komast frá Akureyri til Keflavíkur vegna ófærðar á Öxnadalsheiði greip yfirmaður þeirra til þess ráðs að ryðja heiðina á eigin vegum. RÚV greindi fyrst frá. Á miðvikudagskvöld gerði Finnur Aðalbjörnsson sér lítið fyrir og fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir Öxnadalsheiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust á EM í handbolta og til Birmingham. Finnur Aðalbjörnsson, eigandi Finns ehf og hluthafi í Motul, kann vel við sig í snjónum.Aðsend Þaulvanur snjónum Finnur er ekki óvanur snjónum en samnefnt fyrirtæki hans er stórtækt í snjómokstri á Norðurlandi. Hann lagði þetta því til við Vegagerðina og var tekið vel í hugmyndina þar á bæ að hans sögn. „Ég þekki strákana sem moka heiðina og það var búið að stoppa þá af í mokstrinum út af veðri og ég talaði náttúrulega við þá líka. Ég ætlaði ekki að fara að gera eitthvað sem hefði verið vont bæði fyrir þá og Vegagerðina. Þetta var allt í fína lagi og allt í sátt og samlyndi.“ Að sögn Finns voru aðstæður á Öxnadalsheiðinni með versta móti þegar hann fór þar í gegn og jafnvel með því versta sem hann hafi séð. „Það var mjög slæmt. Veðrið, mikill snjór og rosa harður.“ Bílunum fjölgaði óvænt Verkið gekk þó vel og áður en hann vissi af var búið að fjölga verulega í bílalestinni. Þegar hann var kominn yfir heiðina taldi Finnur alls 23 bíla á eftir sér. „Ég ætlaði nú bara að fara með þessa fjóra bíla yfir sko, ekki neina fleiri.“ Finnur segist hafa verið um fjóra og hálfan tíma yfir heiðina í fyrra skiptið. Eftir það sneri hann við í Skagafirði og hjálpaði um sjö bílum til baka sem keyrðu á eftir honum norður. „Ég var miklu fljótari til baka því þá gat ég bara mokað sömu slóðina eftir mig. Þó að hún væri orðin full þá var snjórinn orðinn svo léttur að það var gott að blása.“ Vildi ekki skilja neinn eftir Hann segir að flestir bílarnir hafi verið vel búnir en þó hafi verið nokkur vandræði með einn þeirra sem var aðeins búinn eindrifi og fylgdi honum á leiðinni til baka. „Hann var bara alltaf fastur í slóðinni þó að það væri búið að moka, af því að hann sá ekki neitt. Hann keyrði út úr slóðinni og komst ekki inn í hana og við þurftum að hjálpa honum mjög oft á leiðinni.“ „Við gátum náttúrulega ekki skilið hann eftir þarna.“ Kom aftur heim níu klukkustundum síðar Finnur telur að klukkan hafi verið orðin um þrjú eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags þegar hann kom aftur til Akureyrar. Þá hafi verið liðnar um níu klukkustundir frá því að hann lagði af stað að heiman. Aðspurður segist Finnur vel geta hugsað sér að endurtaka leikinn. „Jájájá, það er alltaf gaman að fara í smá ævintýri maður. Það nennir enginn að horfa á vídeó öll kvöld eða DVD, maður verður eitthvað þreyttur á því.“
Akureyri Hörgársveit Samgöngur Veður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira