Íbúðalán mokast út enda fjör á fasteignamarkaði Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 09:55 Fasteignamarkaðurinn er á fullu gasi ef eitthvað er að marka tölur HMS. Vísir/Vilhelm Hlutfall fyrstu fasteignakaupenda á fyrri helmingi þessa árs hefur aldrei verið hærra svo langt aftur sem gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) ná. Stofnunin telur mikið líf á fasteignamarkaði, ef marka má tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna. Er það rakið til skarpra vaxtalækana á íbúðalánum undanfarið en júní síðastliðinn var umsvifamesti einstaki mánuðurinn í hreinum nýjum íbúðalánum hjá bönkunum „að minnsta kosti frá árinu 2013,“ að sögn HMS. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem stofnunin segir gefa vísbendingu um mikinn áhuga svarenda á fasteignakaupum á næstu mánuðum. „Sér í lagi hefur áhuginn aukist meðal fólks sem býr í foreldrahúsum en 26% þeirra segjast vera í fasteignahugleiðingum. Nokkuð hefur dregið úr framboði á íbúðum til sölu en nú eru um 1700 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en voru ríflega 2000 í maí síðastliðnum. Einnig hefur dregið úr framboði á landsbyggðinni,“ segir í mánaðarskýrslunni. Þar að auki segist sífellt færri leigjendur sjá fyrir sér að vera áfram á leigumarkaði eftir sex mánuði. Hlutfall leigjenda sem töldu það líklegt hefur lækkað um 5-6 prósentustig á síðustu mánuðum og hlutfall leigjenda sem töldu það ólíklegt hafði tvöfaldast í 12 prósent. HMS segir breytingu hafa jafnramt orðið á meðalsölutíma íbúða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Sölutími nýrra íbúða á landsbyggðinni hafi dregist talsvert saman á milli ára, en sölutími annarra íbúða lengst. Á höfuðborgarsvæðinu hafi meðalsölutími nýrra íbúða lengst lítillega en meðalsölutími annarra íbúða á því svæði styst. Annan mánuðinn í röð á leiguverð á höfuðborgarsvæðinu jafnframt að hafa lækkað. „Tólf mánaða hækkunartaktur leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hratt lækkandi frá fyrstu þremur mánuðum ársins, þegar hann nam á bilinu 4,3-4,8%, niður í 2,5% í maí og nú 1,1% í júní. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á öðrum svæðum á landsbyggðinni,“ segir HMS. Samhliða þessu hafi orðið nokkur aukning á þinglýstum leigusamningum fyrir íbúðarhúsnæði í júní samanborið við sama mánuð í fyrra. Hækkunin á öðrum ársfjórðungi var þannig 16 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá fyrra ári, 15 prósent í nágrannasveitarfélögum og 17 prósent á öðrum svæðum á landsbyggðinni. HMS bendir jafnframt á í mánaðarskýrslu sinni að nýliðinn júnímánuður hafi verið sá umsvifamesti í a.m.k. sjö ár þegar kemur að nýjum íbúðalánum hjá bökunum. „Alls voru í þeim mánuði lánuð út ný óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum að upphæð ríflega 31 milljarði króna, að frádregnum uppgreiðslum, innan bankanna.“ Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Sjá meira
Hlutfall fyrstu fasteignakaupenda á fyrri helmingi þessa árs hefur aldrei verið hærra svo langt aftur sem gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) ná. Stofnunin telur mikið líf á fasteignamarkaði, ef marka má tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna. Er það rakið til skarpra vaxtalækana á íbúðalánum undanfarið en júní síðastliðinn var umsvifamesti einstaki mánuðurinn í hreinum nýjum íbúðalánum hjá bönkunum „að minnsta kosti frá árinu 2013,“ að sögn HMS. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem stofnunin segir gefa vísbendingu um mikinn áhuga svarenda á fasteignakaupum á næstu mánuðum. „Sér í lagi hefur áhuginn aukist meðal fólks sem býr í foreldrahúsum en 26% þeirra segjast vera í fasteignahugleiðingum. Nokkuð hefur dregið úr framboði á íbúðum til sölu en nú eru um 1700 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en voru ríflega 2000 í maí síðastliðnum. Einnig hefur dregið úr framboði á landsbyggðinni,“ segir í mánaðarskýrslunni. Þar að auki segist sífellt færri leigjendur sjá fyrir sér að vera áfram á leigumarkaði eftir sex mánuði. Hlutfall leigjenda sem töldu það líklegt hefur lækkað um 5-6 prósentustig á síðustu mánuðum og hlutfall leigjenda sem töldu það ólíklegt hafði tvöfaldast í 12 prósent. HMS segir breytingu hafa jafnramt orðið á meðalsölutíma íbúða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Sölutími nýrra íbúða á landsbyggðinni hafi dregist talsvert saman á milli ára, en sölutími annarra íbúða lengst. Á höfuðborgarsvæðinu hafi meðalsölutími nýrra íbúða lengst lítillega en meðalsölutími annarra íbúða á því svæði styst. Annan mánuðinn í röð á leiguverð á höfuðborgarsvæðinu jafnframt að hafa lækkað. „Tólf mánaða hækkunartaktur leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hratt lækkandi frá fyrstu þremur mánuðum ársins, þegar hann nam á bilinu 4,3-4,8%, niður í 2,5% í maí og nú 1,1% í júní. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á öðrum svæðum á landsbyggðinni,“ segir HMS. Samhliða þessu hafi orðið nokkur aukning á þinglýstum leigusamningum fyrir íbúðarhúsnæði í júní samanborið við sama mánuð í fyrra. Hækkunin á öðrum ársfjórðungi var þannig 16 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá fyrra ári, 15 prósent í nágrannasveitarfélögum og 17 prósent á öðrum svæðum á landsbyggðinni. HMS bendir jafnframt á í mánaðarskýrslu sinni að nýliðinn júnímánuður hafi verið sá umsvifamesti í a.m.k. sjö ár þegar kemur að nýjum íbúðalánum hjá bökunum. „Alls voru í þeim mánuði lánuð út ný óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum að upphæð ríflega 31 milljarði króna, að frádregnum uppgreiðslum, innan bankanna.“ Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Sjá meira