Eiður Smári: Fannst eins og það hafi verið kippt undan manni fótunum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. ágúst 2020 09:30 Eiður Smári í viðtalinu. vísir/skjáskot Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðaþjálfari FH, segir að það hafi verið eins og kippt hafi verið undan honum fótunum er Pepsi Max-deild karla hafi verið sett á pásu, skömmu eftir að Eiður tók við starfinu. Eiður Smári og Logi Ólafsson náðu einungis þremur deildarleikjum og einum bikarleik áður en allt var sett á pásu vegna kórónuveirunnar. Eiður ræddi við Guðmund Hilmarsson hjá Fésbókar-síðu FHingar um að Pepsi Max-deildin sé að snúa aftur eftir pásu og hvernig FH-ingar hafa nýtt hana. „Ég var tiltölulega nýkominn og nýbyrjaður í starfi og þá var aðeins kippt undan manni fótunum fannst manni. Þetta er því miður heimurinn sem við lifum í, í dag, en ég held að við séum nokkuð sáttir með hvernig við nýttum þessa daga. Við erum fullir tilhlökkunar að byrja að spila,“ sagði Eiður en FH mætir KR í kvöld og Stjörnunni á mánudag. „Við viljum ekki líta of langt fram í tímann þó að það sé stutt á milli. Það skemmtilegasta í boltanum er að spila leiki og við sjáum aðeins hvar við stöndum gegn einu af sterkustu liðunum. Það verður frábær áskorun fyrir okkur, sem þjálfarateymi, og sem lið.“ Leikirnir eru mikilvægir fyrir FH-liðið ætli liðið að berjast í hópi þeirra bestu í sumar. „Það er eitt af því sem við höfum talað um. Hverjir erum við og hvar ætlum við að vera sem lið. Þú kemst ekki á toppinn nema að taka á móti sterkustu liðunum. Þetta er spennandi og skemmtilegt og eru leikirnir sem við viljum spila.“ FH hefur fengið tvo nýja leikmenn frá því að Eiður og Logi tóku við. Eggert Gunnþór Jónsson kom heim frá Danmörku og Ólafur Karl Finsen kemur að láni frá Val. „Eggert hefur komið frábærlega inn í þetta og maður hefur nánast ekki tekið eftir honum sem er gott. Í því samhengi að okkur liður eins og hann sé búinn að vera hérna alltaf. Hann hefur komið inn í klefann og náð að aðlagast tiltölulega fljótt. Við vitum alveg hvað við fráum frá Eggerti, ekki bara í næstu leikjum heldur á næstu árum.“ „Svo kemur Óli sem er sérstök týpa en við vitum hvað hann kann í fótbolta. Ef að það verða fyrirsagnirnar hversu góður hann er í fótbolta þá höfum við unnið okkar starf.“ Þetta er fyrsta þjálfarastarf Eiðs hjá félagsliði og hann þrífst í þessu.. „Allar mínar efasemdir áður en ég tók þetta að mér, hvort ég væri tilbúinn í þetta dags daglega, eru allar farnar. Þetta verður skemmtilegra og skemmtilegra með hverjum deginum,“ en gæti hann hugsað sér að vera lengur hjá FH en út þessa leiktíð? „Það er leikur á morgun,“ sagði Eiður léttur. Leikur FH og KR hefst klukkan 18.00 í kvöld í beinni útsendingu en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðaþjálfari FH, segir að það hafi verið eins og kippt hafi verið undan honum fótunum er Pepsi Max-deild karla hafi verið sett á pásu, skömmu eftir að Eiður tók við starfinu. Eiður Smári og Logi Ólafsson náðu einungis þremur deildarleikjum og einum bikarleik áður en allt var sett á pásu vegna kórónuveirunnar. Eiður ræddi við Guðmund Hilmarsson hjá Fésbókar-síðu FHingar um að Pepsi Max-deildin sé að snúa aftur eftir pásu og hvernig FH-ingar hafa nýtt hana. „Ég var tiltölulega nýkominn og nýbyrjaður í starfi og þá var aðeins kippt undan manni fótunum fannst manni. Þetta er því miður heimurinn sem við lifum í, í dag, en ég held að við séum nokkuð sáttir með hvernig við nýttum þessa daga. Við erum fullir tilhlökkunar að byrja að spila,“ sagði Eiður en FH mætir KR í kvöld og Stjörnunni á mánudag. „Við viljum ekki líta of langt fram í tímann þó að það sé stutt á milli. Það skemmtilegasta í boltanum er að spila leiki og við sjáum aðeins hvar við stöndum gegn einu af sterkustu liðunum. Það verður frábær áskorun fyrir okkur, sem þjálfarateymi, og sem lið.“ Leikirnir eru mikilvægir fyrir FH-liðið ætli liðið að berjast í hópi þeirra bestu í sumar. „Það er eitt af því sem við höfum talað um. Hverjir erum við og hvar ætlum við að vera sem lið. Þú kemst ekki á toppinn nema að taka á móti sterkustu liðunum. Þetta er spennandi og skemmtilegt og eru leikirnir sem við viljum spila.“ FH hefur fengið tvo nýja leikmenn frá því að Eiður og Logi tóku við. Eggert Gunnþór Jónsson kom heim frá Danmörku og Ólafur Karl Finsen kemur að láni frá Val. „Eggert hefur komið frábærlega inn í þetta og maður hefur nánast ekki tekið eftir honum sem er gott. Í því samhengi að okkur liður eins og hann sé búinn að vera hérna alltaf. Hann hefur komið inn í klefann og náð að aðlagast tiltölulega fljótt. Við vitum alveg hvað við fráum frá Eggerti, ekki bara í næstu leikjum heldur á næstu árum.“ „Svo kemur Óli sem er sérstök týpa en við vitum hvað hann kann í fótbolta. Ef að það verða fyrirsagnirnar hversu góður hann er í fótbolta þá höfum við unnið okkar starf.“ Þetta er fyrsta þjálfarastarf Eiðs hjá félagsliði og hann þrífst í þessu.. „Allar mínar efasemdir áður en ég tók þetta að mér, hvort ég væri tilbúinn í þetta dags daglega, eru allar farnar. Þetta verður skemmtilegra og skemmtilegra með hverjum deginum,“ en gæti hann hugsað sér að vera lengur hjá FH en út þessa leiktíð? „Það er leikur á morgun,“ sagði Eiður léttur. Leikur FH og KR hefst klukkan 18.00 í kvöld í beinni útsendingu en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjá meira