Víðir svaraði gagnrýni leikmanna: Hafa meiri heimild en við hin Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2020 14:58 Fótboltinn byrjar aftur að rúlla á morgun en leikmenn þurfa að fara eftir ströngum reglum. VÍSIR/VILHELM Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir sjálfsagt mál að knattspyrnufólk sýni ábyrgð í sínu daglega lífi, til að forðast kórónuveirusmit, í ljósi þeirra forréttinda sem það nýtur varðandi tveggja metra regluna. Víðir benti á þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar staðfesti hann jafnframt að engir áhorfendur yrðu leyfðir á íþróttaleikjum á næstunni, þrátt fyrir að íþróttir með snertingu hefjist að nýju á morgun, eftir misvísandi skilaboð til íþróttahreyfingarinnar varðandi þau mál. Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, hefur gagnrýnt þær kröfur sem lagðar eru á leikmenn í drögum að reglum KSÍ um sóttvarnir. Þar er kveðið á um að leikmenn „lágmarki þá þætti dagslegs lífs sem snúa að öðru en heimilislífi og vinnu“, og nefnt sem dæmi að leikmenn skuli forðast fjölmenna staði eins og verslanir, veitingastaði og bíó. Í Fréttablaðinu sagði Arnar það „ósanngjarna kröfu“ í ljósi þess að leikmenn á Íslandi væru flestir áhugamenn en ekki atvinnumenn í fótbolta. „Í því sambandi viljum við benda á að það er verið að veita íþróttamönnum heimild sem ekki margir aðrir í samfélaginu hafa, til að stunda sína íþrótt,“ sagði Víðir á blaðamannafundinum í dag. „Þetta er meiri heimild en við öll hin höfum. Því fylgir auðvitað mikil ábyrgð sem menn þurfa að sýna,“ sagði Víðir. Víðir benti einnig á að sérsamböndin sem ættu aðild að ÍSÍ þyrftu að fara varlega í að hefja æfingar og keppni. „Það er mjög mikilvægt að allir forsvarsmenn í íþróttahreyfingunni átti sig á því að það verður ekki heimilt að hefja æfingar eða keppni í íþróttagreinum fyrr en að fyrir liggja samþykktar reglur. Þetta á að vera öllum félögum skýrt. Við funduðum með þeim í morgun og þau munu leggja sínar reglur fyrir ÍSÍ sem síðan leitar ráðgjafar sóttvarnalæknis um hvort þær séu fullnægjandi eða ekki.“ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir sjálfsagt mál að knattspyrnufólk sýni ábyrgð í sínu daglega lífi, til að forðast kórónuveirusmit, í ljósi þeirra forréttinda sem það nýtur varðandi tveggja metra regluna. Víðir benti á þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar staðfesti hann jafnframt að engir áhorfendur yrðu leyfðir á íþróttaleikjum á næstunni, þrátt fyrir að íþróttir með snertingu hefjist að nýju á morgun, eftir misvísandi skilaboð til íþróttahreyfingarinnar varðandi þau mál. Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, hefur gagnrýnt þær kröfur sem lagðar eru á leikmenn í drögum að reglum KSÍ um sóttvarnir. Þar er kveðið á um að leikmenn „lágmarki þá þætti dagslegs lífs sem snúa að öðru en heimilislífi og vinnu“, og nefnt sem dæmi að leikmenn skuli forðast fjölmenna staði eins og verslanir, veitingastaði og bíó. Í Fréttablaðinu sagði Arnar það „ósanngjarna kröfu“ í ljósi þess að leikmenn á Íslandi væru flestir áhugamenn en ekki atvinnumenn í fótbolta. „Í því sambandi viljum við benda á að það er verið að veita íþróttamönnum heimild sem ekki margir aðrir í samfélaginu hafa, til að stunda sína íþrótt,“ sagði Víðir á blaðamannafundinum í dag. „Þetta er meiri heimild en við öll hin höfum. Því fylgir auðvitað mikil ábyrgð sem menn þurfa að sýna,“ sagði Víðir. Víðir benti einnig á að sérsamböndin sem ættu aðild að ÍSÍ þyrftu að fara varlega í að hefja æfingar og keppni. „Það er mjög mikilvægt að allir forsvarsmenn í íþróttahreyfingunni átti sig á því að það verður ekki heimilt að hefja æfingar eða keppni í íþróttagreinum fyrr en að fyrir liggja samþykktar reglur. Þetta á að vera öllum félögum skýrt. Við funduðum með þeim í morgun og þau munu leggja sínar reglur fyrir ÍSÍ sem síðan leitar ráðgjafar sóttvarnalæknis um hvort þær séu fullnægjandi eða ekki.“
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26
Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56