Joe Biden forsetaframbjóðandi Demókrata fyrir komandi kosningar í Bandaríkjunum kom fram á blaðamannafundi í nótt með Kamölu Harris, varaforsetaefni sínu í fyrsta sinn síðan hann tilkynnti um valið á Harris.
Í ræðum síðum gagnrýndu þau Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega og kölluðu hann meðal annars vælukjóa.
Biden sagði að Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir vali sem muni hafa áhrif á þjóðina í langan tíma. Hann átaldi Trump fyrir léleg tök á kórónuveirufaraldrinum, fyrir afstöðu hans í loftslagsmálum og fyrir það sem Biden kallar rasíska umræðu sem kyndi undir klofningi hjá þjóðinni.
Kamala Harris fór síðan í pontu og sagðist reiðubúin til aðvinna fyrir þjóð sína og sagði að þjóðin kalli nú á sterkan leiðtoga, en sitji uppi með forseta sem hafi meiri áhuga á sjálfum sér heldur en fólkinu sem kaus hann til forystu.
Fundurinn fór fram í Delaware, heimaríki Biden, og var hann ekki opinn almenningi.