Samherjaþátturinn birtur Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 09:31 Þátturinn ber heitið Skýrslan sem aldrei var gerð. skjáskot Fyrsti vefþáttur Samherja hefur verið birtur. Þátturinn ber heitið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ og er það vísað til skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010. Skýrslan var þungamiðjan í umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, félagið hafi selt dótturfélagi sínu afla á undirverði. Það hafi svo orðið kveikjan að umfangsmikilli húsleit í höfuðstöðvum félagsins árið 2012. Samherji segir Verðlagsstofuna hins vegar hafa staðfest með skriflegu svari í apríl á þessu ári að umrædd skýrsla hafi aldrei verið gerð. Það sé því niðurstaða útgerðarfélagsins að Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hafi falsað umrædd gögn. Því til staðfestingar birtir Samherji í þætti sínum hljóðbrot af fundi Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns, og Helga þar sem heyra má fréttamanninn segjast hafa átt í erfiðleikum með að sannreyna umrædda skýrslu. Helgi segist þó hafa staðið í þeirri trú að skýrslan væri „legit“ - hún væri góð og gild. Heill þáttur af „röngum upplýsingum“ „Tölurnar sem Helgi Seljan þurfti að „tékka af“ eru rangar enda tók hann heldur ekki tillit til ólíkra söluskilmála, stærðar gullkarfans eða sölutíma. Helgi Seljan byggði því heilan þátt á röngum upplýsingum,“ segir í myndbandi Samherja. Í þættinum er meðal annars rætt við fyrrnefndan Jón Óttar og Jóhannes Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri framleiðslu og markaðsmála Síldarvinnslunnar sem Samherji á að stórum hluta, sem segist hafa varað Helga Seljan við því að fullyrðingar hans um afurðasöluna væru að líkindum ekki á rökum reistar. Að sama skapi segir Garðar Gíslason lögmaður Samherja í þættinum að húsleit Seðlabankans, sem sagt er að ráðist hafi verið í út af þessari afurðasölu, hafi verið „illa undirbúin“ og hálfgerð „veiðiferð stjórnvalds.“ Það hafi á endanum verið mat sérstaks saksóknara sem hafði þessi mál til skoðunar að Samherji hafi staðið skil á gjaldeyristekjum „af kostgæfni.“ Von er á viðbrögðum frá Ríkisútvarpinu síðar í dag vegna þeirra ásakana sem bornar eru á miðilinn í þættinum. Vefþátt Samherja má sjá hér að neðan. Útgerðarfélagið hefur boðað útgáfu fleiri þátta þegar fram líða stundir. Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Fyrsti vefþáttur Samherja hefur verið birtur. Þátturinn ber heitið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ og er það vísað til skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010. Skýrslan var þungamiðjan í umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, félagið hafi selt dótturfélagi sínu afla á undirverði. Það hafi svo orðið kveikjan að umfangsmikilli húsleit í höfuðstöðvum félagsins árið 2012. Samherji segir Verðlagsstofuna hins vegar hafa staðfest með skriflegu svari í apríl á þessu ári að umrædd skýrsla hafi aldrei verið gerð. Það sé því niðurstaða útgerðarfélagsins að Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hafi falsað umrædd gögn. Því til staðfestingar birtir Samherji í þætti sínum hljóðbrot af fundi Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns, og Helga þar sem heyra má fréttamanninn segjast hafa átt í erfiðleikum með að sannreyna umrædda skýrslu. Helgi segist þó hafa staðið í þeirri trú að skýrslan væri „legit“ - hún væri góð og gild. Heill þáttur af „röngum upplýsingum“ „Tölurnar sem Helgi Seljan þurfti að „tékka af“ eru rangar enda tók hann heldur ekki tillit til ólíkra söluskilmála, stærðar gullkarfans eða sölutíma. Helgi Seljan byggði því heilan þátt á röngum upplýsingum,“ segir í myndbandi Samherja. Í þættinum er meðal annars rætt við fyrrnefndan Jón Óttar og Jóhannes Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri framleiðslu og markaðsmála Síldarvinnslunnar sem Samherji á að stórum hluta, sem segist hafa varað Helga Seljan við því að fullyrðingar hans um afurðasöluna væru að líkindum ekki á rökum reistar. Að sama skapi segir Garðar Gíslason lögmaður Samherja í þættinum að húsleit Seðlabankans, sem sagt er að ráðist hafi verið í út af þessari afurðasölu, hafi verið „illa undirbúin“ og hálfgerð „veiðiferð stjórnvalds.“ Það hafi á endanum verið mat sérstaks saksóknara sem hafði þessi mál til skoðunar að Samherji hafi staðið skil á gjaldeyristekjum „af kostgæfni.“ Von er á viðbrögðum frá Ríkisútvarpinu síðar í dag vegna þeirra ásakana sem bornar eru á miðilinn í þættinum. Vefþátt Samherja má sjá hér að neðan. Útgerðarfélagið hefur boðað útgáfu fleiri þátta þegar fram líða stundir.
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03