Ósáttir með ráðherra: „Þegar hann vaknar á morgun mun honum líða eins og mesta fífli Danmerkur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. ágúst 2020 09:30 Mattias Tesfaye á fundi. Hann er ekki vinsælasti maðurinn í Danmörku. vísir/getty Forráðamenn FCK voru allt annað en sáttir við tíst Mattias Tesfaye, útlendinga- og aðlögunaráðherra, og hafa krafið hann um afsökunarbeiðni sem þeir hafa nú fengið. Mattias er stuðningsmaður AGF í Danmörku og hann lét eftirfarandi tíst í loftið skömmu fyrir leik FCK gegn Manchester United í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „FCK-United? Gæti aldrei dreymt um að þessi félög myndu vinna fótboltaleik. En hvort liðið vona ég mest að tapi? Ég vona að Judas Stage og Kamil Paycheck tapi,“ skrifaði Mattias. FCK tager afstand fra Mattias Tesfayes tweet https://t.co/uE2POLeJNs— Jes Mortensen (@JesMortensen) August 10, 2020 Síðar eyddi Mattias tístinu sínu en Jens Stage kom frá AGF til FCK og Kamil Wilczek, sem áður spilaði með erkifjendunum í Bröndby, spilar nú með FCK. FCK birti svo yfirlýsingu fyrir leikinn í gærkvöldi þar sem þeir kröfðu ráðherrann um afsökunarbeiðni en báðir leikmenn hafa setið undir hótunum frá bæði stuðningsmönnum AGF og Bröndby. „Það er eitt að stuðnigsmenn sendi hvorum öðrum pillu en að ráðherra noti svona tón finnst okkur óskiljanlegt og óafsakanlegt,“ en Mattias sendi frá sér yfirlýsingu í morgun. „Í staðinn gæti ráðherrann kannski glaðst yfir að ungur maður eins og Mohamed Daramy, sem fékk ríkisborgararétt nýlega, getur í kvöld spilað gegn nokkrum af bestu fótboltamönnum í heimi, sem er afrakstur mikillar vinnu,“ sagði enn fremur í yfirlýsingu FCK. Ståle Solbakken, þjálfari FCK, er ekki vanur að sitja á sínum skoðunum og hann hafði þetta að segja um málið. „Þegar hann vaknar á morgun, mun honum líða eins og mesta fífli Danmerkur,“ sagði kjarnyrtur Norðmaðurinn í gær. Ståle Solbakken skulle lige have forklaret, hvad sagen med @mattiastesfaye handlede om, inden han svarede, som Ståle nu kan svare: https://t.co/Q2JwnmRGm9— Daniel Nøjsen Fallah (@danielnojsen) August 10, 2020 Evrópudeild UEFA Danmörk Danski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjá meira
Forráðamenn FCK voru allt annað en sáttir við tíst Mattias Tesfaye, útlendinga- og aðlögunaráðherra, og hafa krafið hann um afsökunarbeiðni sem þeir hafa nú fengið. Mattias er stuðningsmaður AGF í Danmörku og hann lét eftirfarandi tíst í loftið skömmu fyrir leik FCK gegn Manchester United í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „FCK-United? Gæti aldrei dreymt um að þessi félög myndu vinna fótboltaleik. En hvort liðið vona ég mest að tapi? Ég vona að Judas Stage og Kamil Paycheck tapi,“ skrifaði Mattias. FCK tager afstand fra Mattias Tesfayes tweet https://t.co/uE2POLeJNs— Jes Mortensen (@JesMortensen) August 10, 2020 Síðar eyddi Mattias tístinu sínu en Jens Stage kom frá AGF til FCK og Kamil Wilczek, sem áður spilaði með erkifjendunum í Bröndby, spilar nú með FCK. FCK birti svo yfirlýsingu fyrir leikinn í gærkvöldi þar sem þeir kröfðu ráðherrann um afsökunarbeiðni en báðir leikmenn hafa setið undir hótunum frá bæði stuðningsmönnum AGF og Bröndby. „Það er eitt að stuðnigsmenn sendi hvorum öðrum pillu en að ráðherra noti svona tón finnst okkur óskiljanlegt og óafsakanlegt,“ en Mattias sendi frá sér yfirlýsingu í morgun. „Í staðinn gæti ráðherrann kannski glaðst yfir að ungur maður eins og Mohamed Daramy, sem fékk ríkisborgararétt nýlega, getur í kvöld spilað gegn nokkrum af bestu fótboltamönnum í heimi, sem er afrakstur mikillar vinnu,“ sagði enn fremur í yfirlýsingu FCK. Ståle Solbakken, þjálfari FCK, er ekki vanur að sitja á sínum skoðunum og hann hafði þetta að segja um málið. „Þegar hann vaknar á morgun, mun honum líða eins og mesta fífli Danmerkur,“ sagði kjarnyrtur Norðmaðurinn í gær. Ståle Solbakken skulle lige have forklaret, hvad sagen med @mattiastesfaye handlede om, inden han svarede, som Ståle nu kan svare: https://t.co/Q2JwnmRGm9— Daniel Nøjsen Fallah (@danielnojsen) August 10, 2020
Evrópudeild UEFA Danmörk Danski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjá meira