Vonar að viðurlög hafi fælingarmátt til að forðast lokanir: „Einhverjar tekjur eru betri en engar“ Andri Eysteinsson skrifar 10. ágúst 2020 19:23 Lögreglan er boðin velkomin á Röntgen við Hverfisgötu til þess að taka út sóttvarnaraðgerðir sem staðarhaldarar hafa gripið til að sögn Ásgeirs Guðmundssonar, eins af meðeigendum staðarins. Ásgeir ræddi málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum fækkað borðum og stólum töluvert og við höfum líka takmarkað fjöldann hér inni við 50 til 60 manns, umfram við þær reglur sem okkur hafa verið settar,“ segir Ásgeir um þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til á staðnum sem ekki hefur verið tekinn út af lögreglu í heimsóknum hennar um helgina. Ásgeir segir að þrátt fyrir ráðstafanir barsins sé það enn ekki í eðli mannsins að halda tveggja metra reglu hvor frá öðrum. „Það hefur vissulega verið einhver brotalöm á því. Það er nánd, kærleiki og samkennd í okkar eðli svo þetta er bara regla sem þarf að lærast,“ sagði Ásgeir. Þó að mikið æfing hafi hlotist í framfylgd tveggja metra reglunnar í vor sé um að ræða reglu sem gleymist fljótt. „Núna verður fólk að taka sér aftur smá tíma í að læra regluna upp á nýtt og viðhalda henni eins og best við getum.“ Ásgeir segist telja, og vona, að háar fjársektir og jafnvel boð um lokun staða, ef ekki er staðið sig í stykkinu er kemur að sóttvörnum, hafi með sér fælingarmátt. „Nú þurfum við veitingamenn, sérstaklega í ljósi umræðunnar undanfarna daga að taka höndum saman og virða þessar reglur og gera allt í okkar valdi til að hindra að okkur verði hreinlega gert að loka,“ sagði Ásgeir Guðmundsson hjá Röntgen áður en hann bætti við lokaorðunum. „Einhverjar tekjur eru betri en engar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Lögreglan er boðin velkomin á Röntgen við Hverfisgötu til þess að taka út sóttvarnaraðgerðir sem staðarhaldarar hafa gripið til að sögn Ásgeirs Guðmundssonar, eins af meðeigendum staðarins. Ásgeir ræddi málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum fækkað borðum og stólum töluvert og við höfum líka takmarkað fjöldann hér inni við 50 til 60 manns, umfram við þær reglur sem okkur hafa verið settar,“ segir Ásgeir um þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til á staðnum sem ekki hefur verið tekinn út af lögreglu í heimsóknum hennar um helgina. Ásgeir segir að þrátt fyrir ráðstafanir barsins sé það enn ekki í eðli mannsins að halda tveggja metra reglu hvor frá öðrum. „Það hefur vissulega verið einhver brotalöm á því. Það er nánd, kærleiki og samkennd í okkar eðli svo þetta er bara regla sem þarf að lærast,“ sagði Ásgeir. Þó að mikið æfing hafi hlotist í framfylgd tveggja metra reglunnar í vor sé um að ræða reglu sem gleymist fljótt. „Núna verður fólk að taka sér aftur smá tíma í að læra regluna upp á nýtt og viðhalda henni eins og best við getum.“ Ásgeir segist telja, og vona, að háar fjársektir og jafnvel boð um lokun staða, ef ekki er staðið sig í stykkinu er kemur að sóttvörnum, hafi með sér fælingarmátt. „Nú þurfum við veitingamenn, sérstaklega í ljósi umræðunnar undanfarna daga að taka höndum saman og virða þessar reglur og gera allt í okkar valdi til að hindra að okkur verði hreinlega gert að loka,“ sagði Ásgeir Guðmundsson hjá Röntgen áður en hann bætti við lokaorðunum. „Einhverjar tekjur eru betri en engar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent