Kári vill loka landinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2020 10:53 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg ef ná á utan um þessa aðra bylgju kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. „Ég persónulega kýs að loka landinu á þessu augnabliki og reyna að ná utan um þann faraldur sem er í gangi núna og taka svo ákvörðun að því loknu,“ sagði Kári í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Að hans mati verði veiran viðvarandi hér í íslensku samfélagi í nokkurn tíma. Meta þurfi hvort halda eigi áfram á sömu braut og taka þeim afleiðingum sem það geti haft í för með sér eða hvort loka eigi landinu eða grípa til hertari aðgerða á landamærum. Skimun á landamærum gengið vel en er ekki nóg „Ég held að stóra spurningin sem við verðum að horfast í augu við er hvort við eigum að halda áfram að takast á við þetta svona, taka þeim áföllum sem felast í því þegar blossa upp smit af þessari gerð og takast á við það. Það felst meðal annars í því að við getum ekki lifað því menningarlífi sem við viljum lifa, það verður erfitt að halda skólum opnum með þeim hætti sem við erum vön og svo framvegis,“ segir Kári. „Eða eigum við að loka landinu, krefjast þess að allir sem koma hingað fari fyrst í skimun, fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Prísinn sem við myndum borga fyrir það er að ferðaþjónustan myndi gjalda en þetta er valið sem við verðum að horfast í augu við.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur beðið stjórnvöld um að gera upp hvaða fjárhagslegu afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa.Vísir/Vilhelm Hann segir jafnframt að þó að skimun á landamærum hafi gengið vel hafi smit borist hingað til lands þrátt fyrir varúðarráðstafanir. Það sé aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að veiran geti borist hingað aftur ef landamærin eru opin. Hefur óskað eftir uppgjöri um fjárhagslegt tjón „Allt í einu er hér smit sem liggur lítill vafi á að rekja má til eins einstaklings sem hefur komið hingað inn. Það er veira með eina samsetningu af stökkbreytingu og það eru 32 hópar sem ekki er hægt að rekja saman sem hafa smitast af sömu veirunni.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var einnig til viðtals í Sprengisandi og segir hann að að hans mati þurfi stjórnvöld að gera upp hvaða afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hingað til hafi. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilarann hér að neðan. Sprengisandur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. 6. ágúst 2020 14:21 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. „Ég persónulega kýs að loka landinu á þessu augnabliki og reyna að ná utan um þann faraldur sem er í gangi núna og taka svo ákvörðun að því loknu,“ sagði Kári í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Að hans mati verði veiran viðvarandi hér í íslensku samfélagi í nokkurn tíma. Meta þurfi hvort halda eigi áfram á sömu braut og taka þeim afleiðingum sem það geti haft í för með sér eða hvort loka eigi landinu eða grípa til hertari aðgerða á landamærum. Skimun á landamærum gengið vel en er ekki nóg „Ég held að stóra spurningin sem við verðum að horfast í augu við er hvort við eigum að halda áfram að takast á við þetta svona, taka þeim áföllum sem felast í því þegar blossa upp smit af þessari gerð og takast á við það. Það felst meðal annars í því að við getum ekki lifað því menningarlífi sem við viljum lifa, það verður erfitt að halda skólum opnum með þeim hætti sem við erum vön og svo framvegis,“ segir Kári. „Eða eigum við að loka landinu, krefjast þess að allir sem koma hingað fari fyrst í skimun, fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Prísinn sem við myndum borga fyrir það er að ferðaþjónustan myndi gjalda en þetta er valið sem við verðum að horfast í augu við.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur beðið stjórnvöld um að gera upp hvaða fjárhagslegu afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa.Vísir/Vilhelm Hann segir jafnframt að þó að skimun á landamærum hafi gengið vel hafi smit borist hingað til lands þrátt fyrir varúðarráðstafanir. Það sé aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að veiran geti borist hingað aftur ef landamærin eru opin. Hefur óskað eftir uppgjöri um fjárhagslegt tjón „Allt í einu er hér smit sem liggur lítill vafi á að rekja má til eins einstaklings sem hefur komið hingað inn. Það er veira með eina samsetningu af stökkbreytingu og það eru 32 hópar sem ekki er hægt að rekja saman sem hafa smitast af sömu veirunni.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var einnig til viðtals í Sprengisandi og segir hann að að hans mati þurfi stjórnvöld að gera upp hvaða afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hingað til hafi. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilarann hér að neðan.
Sprengisandur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. 6. ágúst 2020 14:21 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03
Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04
Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. 6. ágúst 2020 14:21