Íslenski boltinn

Kvennalið KR aftur í sóttkví

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Meistaravellir þeirra KR-inga.
Meistaravellir þeirra KR-inga.

Kvennalið KR í fótbolta er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna.

Þetta staðfesti Jóhannes Karl Sigsteinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. Að hans sögn verður meirihluti KR-liðsins í sóttkví til 13. ágúst. 

Aðrir leikmenn, þeir sem hafa verið í mestum samskiptum við smitaða einstaklinginn, þurfa að vera lengur í sóttkví. 

Þetta er í annað sinn í sumar sem kvennalið KR þarf að fara í sóttkví. Það gerðist einnig eftir leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deild kvenna. Þá þurfti að fresta tveimur deildarleikjum en KR er búið að spila annan þeirra.

KR er í níunda og næstneðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig eftir sjö leiki.

Í dag var ljóst að öllum leikjum í meistaraflokki og 2. og 3. flokki karla og kvenna yrði frestað til og með 13. ágúst eftir að heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×