Heldur einkennilegt atvik átti sér stað í almenningsgarði í Teufelssee í Þýskalandi á dögunum þegar villisvín stal tösku af nöktum manni sem var að njóta lífsins í garðinum.
Í töskunni var fartölva mannsins og því upphófst mikill eltingaleikur um garðinn. Adele Landauer, leikari, reif þá upp símann og náði nokkrum myndum af manninum hlaupandi um garðinn, nakinn, á eftir svíninu.
Hún fékk leyfi frá honum til að birta þessar stórgóðu myndir og fjallar BBC um málið á vefsíðu sinni.