Lífið

Vilhelm Neto aðstoðar þríeykið að ná til unga fólksins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Spurning hvort Vilhelm nái til unga fólksins með þessu myndbandi.
Spurning hvort Vilhelm nái til unga fólksins með þessu myndbandi.

„Er bara að reyna hjálpa þríeykinu,“ segir leikarinn og uppistandarinn Vilhelm Neto í færslu á Twitter og birtir hann þar myndband og lagastúf.

Vilhelm langar að aðstoða þríeykið Víði Reynisson, Ölmu Möller og Þórólfi Guðnasyni í því að ná til unga fólksins.

Fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í vikunni að reynst hefði erfitt að ná til ungs fólks að fara eftir tveggja metra reglunni.

Margir hafa slegið á létta strengi í kjölfarið á samfélagsmiðlum og vilja sumir meina að samfélagsmiðlar á borð við, TikTok, Instagram, Snapchat og fleiri miðlar séu einmitt leiðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.