Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 19:21 Fauci hefur mátt þola harða gagnrýni frá þeim sem hugnast ekki sóttvarnaaðgerðir gegn kórónuveirufaraldrinum. Í sumum tilfellum hafa þær gagnrýnisraddir komið frá Hvíta húsinu sjálfu. AP/Kevin Dietsch Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. Ekki líkar öllum við það sem Fauci hefur að segja um varnir gegn kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur margítrekað lýst sig ósammála áliti sérfræðingsins um mat á ástandi faraldursins og um þær aðgerðir sem gríp þarf til gegn honum. Fauci lýsti því í viðtali við CNN-fréttastöðina að honum hefði aldrei órað fyrir því að fólks sem væri andsnúið undirstöðum lýðheilsuvísinda væru svo hatrammlega á móti þeim að það hefði í hótunum. „Að fá líflátshótanir gegn mér og fjölskyldu minni og að dætur mínar séu áreittar þannig að ég þurfi að ráða öryggisþjónustu er bara ótrúlegt,“ sagði Fauci sem er yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Athygli vakti þegar Hvíta húsið sendi bandarískum blaðamönnum skjal þar sem rakin voru tilfelli þar sem Fauci átti að hafa haft rangt fyrir sér og var ætlað að grafa undan trúverðugleika hans í síðasta mánuði. Kröfðust þeir sem sendu skjalið nafnleyndar og var skjalið sagt í ætt við þau sem eru send út gegn pólitískum andstæðingum. Ummælin sem voru höfð eftir Fauci voru flest frá upphafsdögum faraldursins þegar enn var lítið vitað um eðli hans. Í sumum tilfellum voru ummælin slitin úr samhengi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. Ekki líkar öllum við það sem Fauci hefur að segja um varnir gegn kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur margítrekað lýst sig ósammála áliti sérfræðingsins um mat á ástandi faraldursins og um þær aðgerðir sem gríp þarf til gegn honum. Fauci lýsti því í viðtali við CNN-fréttastöðina að honum hefði aldrei órað fyrir því að fólks sem væri andsnúið undirstöðum lýðheilsuvísinda væru svo hatrammlega á móti þeim að það hefði í hótunum. „Að fá líflátshótanir gegn mér og fjölskyldu minni og að dætur mínar séu áreittar þannig að ég þurfi að ráða öryggisþjónustu er bara ótrúlegt,“ sagði Fauci sem er yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Athygli vakti þegar Hvíta húsið sendi bandarískum blaðamönnum skjal þar sem rakin voru tilfelli þar sem Fauci átti að hafa haft rangt fyrir sér og var ætlað að grafa undan trúverðugleika hans í síðasta mánuði. Kröfðust þeir sem sendu skjalið nafnleyndar og var skjalið sagt í ætt við þau sem eru send út gegn pólitískum andstæðingum. Ummælin sem voru höfð eftir Fauci voru flest frá upphafsdögum faraldursins þegar enn var lítið vitað um eðli hans. Í sumum tilfellum voru ummælin slitin úr samhengi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26
Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54