Sevilla og Leverkusen örugglega áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2020 18:55 Úr leik Sevilla og Roma í kvöld. Wolfgang Rattay/Getty Images Sevilla og Bayer Leverkusen komust örugglega áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar með sigrum í kvöld. Sevilla vann Roma 2-0 og Leverkusen lagði Rangers 1-0 eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-1. Sevilla mætti Roma í Duisburg í Þýskalandi í kvöld. Var þetta eini leikur liðanna í 16-liða úrslitum þar sem fyrri leik liðanna fór ekki fram vegna kórónufaraldursins. Sevilla fór verðskuldað áfram en sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Sergio Reguilon kom þeim á 22. mínútu eftir sendingu frá hinum magnaða Ever Banega. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Youssef En-Nesyri tvöfaldað forystu Sevilla. Roma voru aldrei nálægt því að minnka muninn og þá var mark tekið af Sevilla í síðari hálfleik. Til að kóróna slæman leik Roma lét Gianluca Mancini reka sig út af í þann mund sem uppbótartíminn rann út. Sevilla þar með komið áfram eftir þægilegan 2-0 sigur. Spænska liðið fær annað hvort Olympiakos eða Wolves í 8-liða úrslitum. Moussa Diaby tryggði Leverkusen svo 1-0 sigur með marki í upphafi síðari hálfleiks en þar sem Leverkusen vann fyrri leik liðanna - í Skotlandi - 3-1 þá var sæti þeirra í 8-liða úrslitum aldrei í hættu. Leverkusen mætir Inter Milan í 8-liða úrslitum. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Sevilla og Bayer Leverkusen komust örugglega áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar með sigrum í kvöld. Sevilla vann Roma 2-0 og Leverkusen lagði Rangers 1-0 eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-1. Sevilla mætti Roma í Duisburg í Þýskalandi í kvöld. Var þetta eini leikur liðanna í 16-liða úrslitum þar sem fyrri leik liðanna fór ekki fram vegna kórónufaraldursins. Sevilla fór verðskuldað áfram en sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Sergio Reguilon kom þeim á 22. mínútu eftir sendingu frá hinum magnaða Ever Banega. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Youssef En-Nesyri tvöfaldað forystu Sevilla. Roma voru aldrei nálægt því að minnka muninn og þá var mark tekið af Sevilla í síðari hálfleik. Til að kóróna slæman leik Roma lét Gianluca Mancini reka sig út af í þann mund sem uppbótartíminn rann út. Sevilla þar með komið áfram eftir þægilegan 2-0 sigur. Spænska liðið fær annað hvort Olympiakos eða Wolves í 8-liða úrslitum. Moussa Diaby tryggði Leverkusen svo 1-0 sigur með marki í upphafi síðari hálfleiks en þar sem Leverkusen vann fyrri leik liðanna - í Skotlandi - 3-1 þá var sæti þeirra í 8-liða úrslitum aldrei í hættu. Leverkusen mætir Inter Milan í 8-liða úrslitum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti