Trufluðu fyrirtöku í máli Twitter-hakkara með klámi Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2020 22:12 Fyrirtakan fór fram í gegnum fjarfundarforritið Zoom sem hefur notið mikilla vinsælda á tímum kórónuveirufaraldursins. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldin í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi. Fyrirtakan fór fram með Zoom-fjarfundarforritinu vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki þurfti lykilorð til að komst inn á fundinn og því gátu notendur forritsins komist óboðnir á hann með því að þykjast vera starfsmenn fjölmiðla eins og CNN og breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar boðflennurnar spiluðu tónlist en aðrar spiluðu klámefni inn á fundinn. Það varð til þess að dómarinn frestaði fundi tímabundið. Tölvuöryggissérfræðingur segir fyrirsjáanlegt að fyrirtakan hafi verið trufluð og furðar sig á að ekki hafi hvarflað að dómaranum að koma í veg fyrir að aðrir notendur gætu tekið yfir það sem birtist sem aðalmynd á fundinum, að sögn BBC. „Dómarar sem halda fyrirtökur á Zoom þurfa að bæta ráð sitt,“ segir Brian Krebs. Tryggingargjaldið sem pilturinn, sem er sautján ára, þarf að greiða var ákveðið 750.000 dollarar, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Hann er sakaður um fjársvik þegar hann notaði auðkenni Twitter-starfsmanna sem hann komst yfir með blekkingum til þess að taka yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og biðja fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Auk piltsins, sem neitar sök, eru nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall Bandaríkjamaður ákærðir fyrir aðild að innbrotinu og svikum. Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldin í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi. Fyrirtakan fór fram með Zoom-fjarfundarforritinu vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki þurfti lykilorð til að komst inn á fundinn og því gátu notendur forritsins komist óboðnir á hann með því að þykjast vera starfsmenn fjölmiðla eins og CNN og breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar boðflennurnar spiluðu tónlist en aðrar spiluðu klámefni inn á fundinn. Það varð til þess að dómarinn frestaði fundi tímabundið. Tölvuöryggissérfræðingur segir fyrirsjáanlegt að fyrirtakan hafi verið trufluð og furðar sig á að ekki hafi hvarflað að dómaranum að koma í veg fyrir að aðrir notendur gætu tekið yfir það sem birtist sem aðalmynd á fundinum, að sögn BBC. „Dómarar sem halda fyrirtökur á Zoom þurfa að bæta ráð sitt,“ segir Brian Krebs. Tryggingargjaldið sem pilturinn, sem er sautján ára, þarf að greiða var ákveðið 750.000 dollarar, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Hann er sakaður um fjársvik þegar hann notaði auðkenni Twitter-starfsmanna sem hann komst yfir með blekkingum til þess að taka yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og biðja fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Auk piltsins, sem neitar sök, eru nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall Bandaríkjamaður ákærðir fyrir aðild að innbrotinu og svikum.
Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01