Starship flogið á loft og lent aftur Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 15:29 Starship á flugi yfir strönd Texas í Bandaríkjunum. Vísir/SpaceX Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. Geimfarið fór einungis í 150 metra hæð áður en það lenti og tók flugið einungis 45 sekúndur. Eftir að SpaceX varð fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim í síðasta mánuði var ákvörðun tekin um að setja þróun Starship í forgang. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og Mars. Frumgerðin sem um ræðir er sú fimmta sem SpaceX þróar en hinar hafa allar sprungið í loft upp. Fyrirtækið hefur markað sér mikla sérstöðu með því að þróa áreiðanlegar eldflaugar sem bera farm á braut um jörðu, snúa aftur við og lenda aftur. Þá er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik við annað geimskot, eins og SpaceX hefur margsinnis gert. Þannig hefur SpaceX tekist að framkvæma geimskot með mun minni kostnaði en önnur fyrirtæki og stofnanir, þar sem eldflaugar eru iðulega látnar brenna upp í gufuhvolfinu og/eða hrapa í hafið. Elon Musk, stofnandi SpaceX, segir á Twitter að þróun Starship hafi náð auknum hraða og að til standi að framkvæma frekari prófanir á næstunni. Þróunin er þó langt á eftir þeirri áætlun sem Musk setti fyrirtækinu í september. Þá sagði Musk í fyrra að Starship ætti að fljúga innan nokkurra mánaða og að geimfarið ætti að ná á braut jörðu á hálfu ári Hann ítrekaði þó að sú áætlun væri mjög svo bjartsýn. Jafnvel galin. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan virðist sem að flugferðin í gær hafi ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Í upphafi virðist brak takast á loft og þegar geimfarið lendir virðist sem að eldur hafi kviknaði í vélinni. SpaceX hefur þó lítið sagt um tilraunaflugið í gær. SpaceX Geimurinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. Geimfarið fór einungis í 150 metra hæð áður en það lenti og tók flugið einungis 45 sekúndur. Eftir að SpaceX varð fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim í síðasta mánuði var ákvörðun tekin um að setja þróun Starship í forgang. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og Mars. Frumgerðin sem um ræðir er sú fimmta sem SpaceX þróar en hinar hafa allar sprungið í loft upp. Fyrirtækið hefur markað sér mikla sérstöðu með því að þróa áreiðanlegar eldflaugar sem bera farm á braut um jörðu, snúa aftur við og lenda aftur. Þá er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik við annað geimskot, eins og SpaceX hefur margsinnis gert. Þannig hefur SpaceX tekist að framkvæma geimskot með mun minni kostnaði en önnur fyrirtæki og stofnanir, þar sem eldflaugar eru iðulega látnar brenna upp í gufuhvolfinu og/eða hrapa í hafið. Elon Musk, stofnandi SpaceX, segir á Twitter að þróun Starship hafi náð auknum hraða og að til standi að framkvæma frekari prófanir á næstunni. Þróunin er þó langt á eftir þeirri áætlun sem Musk setti fyrirtækinu í september. Þá sagði Musk í fyrra að Starship ætti að fljúga innan nokkurra mánaða og að geimfarið ætti að ná á braut jörðu á hálfu ári Hann ítrekaði þó að sú áætlun væri mjög svo bjartsýn. Jafnvel galin. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan virðist sem að flugferðin í gær hafi ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Í upphafi virðist brak takast á loft og þegar geimfarið lendir virðist sem að eldur hafi kviknaði í vélinni. SpaceX hefur þó lítið sagt um tilraunaflugið í gær.
SpaceX Geimurinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira