Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 21:01 Innbrotið var það vandræðalegasta fyrir Twitter. Þrjótarnir blekktu starfsmenn til þess að komast yfir auðkenni sem gaf þeim aðgang að innra kerfi samfélagsmiðilsins. AP/Matt Rourke Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. Sá eða þeir sem stóðu að innbrotinu komust tímabundið yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og notuðu þá til að svíkja fé út úr fylgjendum þeirra. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, voru á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á innbrotinu. Tölvuþrjótarnir komust í reikningana með því að brjótast inn í innra kerfi Twitter. Pilturinn er sakaður um fjársvik og var handtekinn í Tampa á föstudag. Hann er sagður hafa komist yfir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 13,6 milljóna króna, með því að gabba fylgjendur þekktu einstaklingana til að senda honum fé í rafmyntinni bitcoin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall karlmaður í Orlando á Flórída eru einnig ákærðir fyrir aðild að árásinni, sögn bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Twitter hefur greint frá því að þrjótarnir hafi líklega lesið persónuleg skilaboð einhverra einstaklinganna, þar á meðal hollensks stjórnmálamanns. Pilturinn er sakaður um að hafa blekkt starfsmann Twitter sem hélt að hann væri samstarfsmaður sinn. Fékk pilturinn starfsmanninn til þess að fá sér auðkenni til þess að komast inn í innra kerfi Twitter. Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. 31. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. Sá eða þeir sem stóðu að innbrotinu komust tímabundið yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og notuðu þá til að svíkja fé út úr fylgjendum þeirra. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, voru á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á innbrotinu. Tölvuþrjótarnir komust í reikningana með því að brjótast inn í innra kerfi Twitter. Pilturinn er sakaður um fjársvik og var handtekinn í Tampa á föstudag. Hann er sagður hafa komist yfir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 13,6 milljóna króna, með því að gabba fylgjendur þekktu einstaklingana til að senda honum fé í rafmyntinni bitcoin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall karlmaður í Orlando á Flórída eru einnig ákærðir fyrir aðild að árásinni, sögn bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Twitter hefur greint frá því að þrjótarnir hafi líklega lesið persónuleg skilaboð einhverra einstaklinganna, þar á meðal hollensks stjórnmálamanns. Pilturinn er sakaður um að hafa blekkt starfsmann Twitter sem hélt að hann væri samstarfsmaður sinn. Fékk pilturinn starfsmanninn til þess að fá sér auðkenni til þess að komast inn í innra kerfi Twitter.
Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. 31. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Handtóku ungling vegna árásar á vinsæla Twitter-aðganga Unglingur í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna netárásar á vinsæla Twitter-aðganga fyrr í mánuðinum. 31. júlí 2020 20:00