„Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu svokallaða í morgun. „Það er alveg ljóst að við gripum inn í með tiltölulega afgerandi hætti með þeim aðgerðum sem tóku gildi á föstudag, þannig að við vorum bara aðeins að fara yfir stöðu mála og mat manna á því hvort það muni duga til,“ segir Katrín. Hún útilokar ekki að herða þurfi aðgerðir. „Við erum auðvitað meðvituð um það að ef að ekki næst að ná tökum á þessu ástandi sem er núna þá kann að þurfa að herða aðgerðir. En við viljum líka bíða og sjá hverju þessar aðgerðir munu skila. Það mun taka einhvern tíma,“ segir Katrín. „Við metum það svo að til þess að ná tökum á aðstæðum þá er betra að grípa inn í með mjög afgerandi hætti þannig að þá sé hægt að slaka á aftur. En um leið erum við meðvituð um það að þessi veira, hún er í gríðarlegum uppgangi núna í Evrópu, fyrir utan bara víða annars staðar í heiminum, þannig að það er alveg ljóst að við þurfum að búa okkur undir að þurfa að grípa inn í með nokkuð reglulegum hætti. Fram hefur komið að það sé til skoðunar hvort setja eigi einhver þeirra sex ríkja sem talin eru örugg, aftur á hættulista. Það gæti þýtt að takmarka þurfi fjölda ferðamanna sem koma til landsins, í ljósi takmarkaðar afkastagetu við skimun á landamærum. „Það kann að koma til þess,“ segir Katrín. Skólastarf hefst á flestum skólastigum um eða upp úr miðjum þessum mánuði. „Ég held að það hafi verið lykilatriði að það tókst að halda skólahaldi gangandi hér á Íslandi ólíkt mjög mörgum öðrum löndum. Bæði þegar kemur að leik- og grunnskólum og síðan var kennsla færð að miklu leiti yfir í fjarnám í framhaldsskólum sem var vel að verki staðið,“ segir Katrín. „Ég veit að það verður forgangsmál að halda skólastarfi gangandi áfram. Því það skiptir máli ekki bara fyrir menntun unga fólksins okkar heldur skiptir það máli bara fyrir samfélagið allt, fjölskyldurnar í landinu og auðvitað atvinnulífið.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu svokallaða í morgun. „Það er alveg ljóst að við gripum inn í með tiltölulega afgerandi hætti með þeim aðgerðum sem tóku gildi á föstudag, þannig að við vorum bara aðeins að fara yfir stöðu mála og mat manna á því hvort það muni duga til,“ segir Katrín. Hún útilokar ekki að herða þurfi aðgerðir. „Við erum auðvitað meðvituð um það að ef að ekki næst að ná tökum á þessu ástandi sem er núna þá kann að þurfa að herða aðgerðir. En við viljum líka bíða og sjá hverju þessar aðgerðir munu skila. Það mun taka einhvern tíma,“ segir Katrín. „Við metum það svo að til þess að ná tökum á aðstæðum þá er betra að grípa inn í með mjög afgerandi hætti þannig að þá sé hægt að slaka á aftur. En um leið erum við meðvituð um það að þessi veira, hún er í gríðarlegum uppgangi núna í Evrópu, fyrir utan bara víða annars staðar í heiminum, þannig að það er alveg ljóst að við þurfum að búa okkur undir að þurfa að grípa inn í með nokkuð reglulegum hætti. Fram hefur komið að það sé til skoðunar hvort setja eigi einhver þeirra sex ríkja sem talin eru örugg, aftur á hættulista. Það gæti þýtt að takmarka þurfi fjölda ferðamanna sem koma til landsins, í ljósi takmarkaðar afkastagetu við skimun á landamærum. „Það kann að koma til þess,“ segir Katrín. Skólastarf hefst á flestum skólastigum um eða upp úr miðjum þessum mánuði. „Ég held að það hafi verið lykilatriði að það tókst að halda skólahaldi gangandi hér á Íslandi ólíkt mjög mörgum öðrum löndum. Bæði þegar kemur að leik- og grunnskólum og síðan var kennsla færð að miklu leiti yfir í fjarnám í framhaldsskólum sem var vel að verki staðið,“ segir Katrín. „Ég veit að það verður forgangsmál að halda skólastarfi gangandi áfram. Því það skiptir máli ekki bara fyrir menntun unga fólksins okkar heldur skiptir það máli bara fyrir samfélagið allt, fjölskyldurnar í landinu og auðvitað atvinnulífið.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira