Lokuðu í miðjum faraldri og opna ekki aftur Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 09:00 Búið er að byrgja fyrir glugga rýmisins við Hagamel þar sem Fisherman var til húsa. Þar áður var ritfangaverslunin Úlfarsfell rekin í rýminu. Vísir/Stína Fiskisjoppan Fisherman við Hagamel hefur skellt í lás til frambúðar. Staðnum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins í vor og opnaði ekki aftur. Framkvæmdastjóri Fisherman segir um að ræða rekstrarlega ákvörðun sem skrifist algjörlega á faraldurinn. Rekstrarumhverfi veitingastaða hefur verið einkar erfitt nú á tímum tveggja metra reglu, samkomubanns og brotthvarfs erlendra ferðamanna. Veitingamenn hafa margir þurft að loka stöðum sínum tímabundið – og sumir um ókomna tíð. Faraldurinn hefur leikið veitingamenn í miðbænum einkar grátt, líkt og fram kom í samantekt ViðskiptaMoggans í júní. Þá hafði minnst tuttugu og átta veitingastöðum verið lokað á svæðinu vegna veirunnar. Veiruáhrifanna gætir einnig í Vesturbænum en þar hefur fiskisjoppu Fisherman, fiskverslun og matsölustað í gamalgrónum kjarna við Hagamel, verið lokað. Staðurinn var opnaður árið 2017 og átti miklum vinsældum að fagna. Þannig sat hann á tímabili í öðru sæti á vef TripAdvisor yfir bestu veitingastaði í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis stendur nú til að opna annan matsölustað í rýminu sem áður hýsti Fisherman. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman. Drógu sig úr harkinu Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Fisherman segir í samtali við Vísi að fiskisjoppunni hafi verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins strax á vormánuðum. Ákveðið hafi verið að opna ekki aftur og leigusamningurinn framseldur. „Við ákváðum að draga okkur úr veitingaharkinu, á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Elías. „Þetta er algjörlega Covid-aðgerð vegna þess að uppistaða viðskiptavinanna var erlendir gestir. Ekki spennandi rekstrarumhverfi fyrir svona stað á þessum tímum meðan gengur vel hjá okkur í öðru.“ Með lokun fiskisjoppunnar snýr rekstur Fisherman nú alfarið að framleiðslu og sölu á fiski og tengdum vörum. Reksturinn er á tveimur stöðum; Fiskislóð í Reykjavík og á Suðureyri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Fiskisjoppan Fisherman við Hagamel hefur skellt í lás til frambúðar. Staðnum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins í vor og opnaði ekki aftur. Framkvæmdastjóri Fisherman segir um að ræða rekstrarlega ákvörðun sem skrifist algjörlega á faraldurinn. Rekstrarumhverfi veitingastaða hefur verið einkar erfitt nú á tímum tveggja metra reglu, samkomubanns og brotthvarfs erlendra ferðamanna. Veitingamenn hafa margir þurft að loka stöðum sínum tímabundið – og sumir um ókomna tíð. Faraldurinn hefur leikið veitingamenn í miðbænum einkar grátt, líkt og fram kom í samantekt ViðskiptaMoggans í júní. Þá hafði minnst tuttugu og átta veitingastöðum verið lokað á svæðinu vegna veirunnar. Veiruáhrifanna gætir einnig í Vesturbænum en þar hefur fiskisjoppu Fisherman, fiskverslun og matsölustað í gamalgrónum kjarna við Hagamel, verið lokað. Staðurinn var opnaður árið 2017 og átti miklum vinsældum að fagna. Þannig sat hann á tímabili í öðru sæti á vef TripAdvisor yfir bestu veitingastaði í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis stendur nú til að opna annan matsölustað í rýminu sem áður hýsti Fisherman. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman. Drógu sig úr harkinu Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Fisherman segir í samtali við Vísi að fiskisjoppunni hafi verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins strax á vormánuðum. Ákveðið hafi verið að opna ekki aftur og leigusamningurinn framseldur. „Við ákváðum að draga okkur úr veitingaharkinu, á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Elías. „Þetta er algjörlega Covid-aðgerð vegna þess að uppistaða viðskiptavinanna var erlendir gestir. Ekki spennandi rekstrarumhverfi fyrir svona stað á þessum tímum meðan gengur vel hjá okkur í öðru.“ Með lokun fiskisjoppunnar snýr rekstur Fisherman nú alfarið að framleiðslu og sölu á fiski og tengdum vörum. Reksturinn er á tveimur stöðum; Fiskislóð í Reykjavík og á Suðureyri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent