Lögreglan á höfuðborginni kveðst í dagbók sinni til fjölmiðla hafa fengið þrjár tilkynningar um líkamsárásir á tímabilinu klukkan fimm í gær til fimm í morgun. Þolendur eru sagðir hafa hlotið andlits- og höfuðáverka og þurftu tveir þeirra að fara með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.
Tvær líkamsárásanna eru sagðar hafa átt sér stað við skemmtistaði og ein við verslun í austurbænum. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði, samkvæmt dagbók hennar.
Þá voru alls fimm grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
„Einnig voru nokkur önnur mál vegna slagsmála og óláta en þau voru yfirstaðin er lögregla kom á staðinn og líklega verða ekki eftirmál,“ segir í niðurlagi dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út snemma í morgun.