Besta helgi ársins varð að þeirri verstu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 21:13 Bergvin Oddsson rekur 900 grillhús og Ösku hostel í Vestmannaeyjum. Aðsend Tekjusamdráttur um verslunarmannahelgina hjá veitingamanni í Vestmannaeyjum er allt að 95 prósent miðað við árin á undan. Hann segir að helgin núna, sem venjulega er sú besta í rekstrinum á ári hverju, stefni í að verða sú versta. Erfið staða blasi við ferðaþjónustunni í Eyjum. Bergvin Oddsson rekur ásamt konu sinni Fannýju Rósu Bjarnadóttur veitingastaðinn 900 grillhús og gistiheimilið Ösku hostel í Vestmannaeyjum. Þjóðhátíð var formlega aflýst sökum samkomubanns vegna kórónuveirufaraldursins um miðjan júlí. Bergvin segir í samtali við Vísi að hann finni fyrir miklum tómleika í bænum um helgina nú þegar þjóðhátíðar njóti ekki við. „Margir hafa reynt að gera eitthvað úr helginni og tjalda í görðum. En það er einhver harmur í fólki og lítil stemning.“ Afbókanir eftir að stjórnvöld settu í handbremsu Bergvin segir að rekstraraðilar veitingahúsa og gistiheimila í bænum hafi auðvitað undirbúið sig undir það að verslunarmannahelgin yrði öllu lakari en í fyrra. „En við áttum samt von á að þessi helgi yrði okkar besta helgi. En þetta snýst við og hún er orðin okkar versta helgi í sumar. Það er bara málið. Af því að það kom enginn,“ segir Bergvin. „Þegar stjórnvöld settu í handbremsu á fimmtudaginn þá afbókuðu sig allir. Hálft hostelið er tómt um helgina í fyrsta sinn í sumar, það er ekkert flóknara en það. Maður veit að verslunarmannahelgin er 15 til 20 prósent af árstekjunum fyrir fyrirtækið mitt. Og á meðan margir kollegar okkar eru að horfa upp á að allt sumarið sé 50-60 prósent af tekjunum, þá er þetta bara helgin fyrir okkur í Eyjum.“ Ljóst er að tapaðar Þjóðhátíðartekjur eru mikið bakslag fyrir Eyjamenn. Þetta kom skýrt fram í greiningu Íslandsbanka sem birt var nú fyrir helgi. Þar kemur m.a. fram að heildarkortavelta í Vestmannaeyjum yfir þjóðhátíðarvikuna hafi numið að meðaltali um 70 milljónum árin 2014-2018, og var þannig þrefalt meiri en í öðrum mánuðum. Inni í þessum tölum eru ekki miðasölutekjur á Þjóðhátíð, sem áætlaðar eru um 300 milljónir á ári hverju. Alls áætlar Íslandsbanki að Eyjamenn verði af um 380 milljónum króna í tekjur þessa verslunarmannahelgina. Tvennt þurfi að gerast Líkt og margir sem standa í fyrirtækjarekstri nýttu Bergvin og Fanný sér frystingu á bankalánum til sex mánaða. Þessi björgunaraðgerð vegna faraldursins rennur út nú í ágúst, að sögn Bergvins. Hann segir að tvennt þurfi að gerast svo rekstraraðilar nái að halda sér á floti fram að næsta sumri. „Það er það að bankarnir hleypi okkur aftur í þessa sex mánuði. Auðvitað geta öll fyrirtæki sniðið stakk eftir vexti með fjölda starfsmanna og svoleiðis. En fyrirtækin þurfa að borga afborganirnar sínar og það hjálpaði til í sumar að geta verið að borga hina reikningana, þegar maður var ekki að borga bankalánin,“ segir Bergvin. Talið er að Eyjamenn hafi orðið af 380 milljónum í tekjur nú um helgina.Vísir/vilhelm „Þá gæti ríkið afnumið áfengisgjaldið eða einfaldlega frestað því til 2022 eða eitthvað svoleiðis, það myndi hjálpa okkur veitingamönnum mikið.“ Þrátt fyrir heimsfaraldur hefur sumarið fram að verslunarhelgi þó verið ágætt, að sögn Bergvins. „Maður var ekki með neinar væntingar fyrir þessu sumri og þegar maður spjallar við kollega sína hérna í Eyjum þá hefur sumarið verið þokkalega gott. Þannig að hingað til, miðað við að enginn átti von á neinu, þá eru Íslendingar frábærir kúnnar, þeir versla meira og gista oftar. Á móti kemur þó að við þurfum að bjóða upp á lægri verð og svo voru apríl, maí og júní ekki svipur hjá sjón.“ Það er því ljóst að nú blasir svartari staða við fyrirtækjarekstri í Vestmannaeyjum en oft áður. „Maður notar sumarið til að eiga forða fyrir veturinn en það er enginn forði til,“ segir Bergvin. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54 Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00 Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Tekjusamdráttur um verslunarmannahelgina hjá veitingamanni í Vestmannaeyjum er allt að 95 prósent miðað við árin á undan. Hann segir að helgin núna, sem venjulega er sú besta í rekstrinum á ári hverju, stefni í að verða sú versta. Erfið staða blasi við ferðaþjónustunni í Eyjum. Bergvin Oddsson rekur ásamt konu sinni Fannýju Rósu Bjarnadóttur veitingastaðinn 900 grillhús og gistiheimilið Ösku hostel í Vestmannaeyjum. Þjóðhátíð var formlega aflýst sökum samkomubanns vegna kórónuveirufaraldursins um miðjan júlí. Bergvin segir í samtali við Vísi að hann finni fyrir miklum tómleika í bænum um helgina nú þegar þjóðhátíðar njóti ekki við. „Margir hafa reynt að gera eitthvað úr helginni og tjalda í görðum. En það er einhver harmur í fólki og lítil stemning.“ Afbókanir eftir að stjórnvöld settu í handbremsu Bergvin segir að rekstraraðilar veitingahúsa og gistiheimila í bænum hafi auðvitað undirbúið sig undir það að verslunarmannahelgin yrði öllu lakari en í fyrra. „En við áttum samt von á að þessi helgi yrði okkar besta helgi. En þetta snýst við og hún er orðin okkar versta helgi í sumar. Það er bara málið. Af því að það kom enginn,“ segir Bergvin. „Þegar stjórnvöld settu í handbremsu á fimmtudaginn þá afbókuðu sig allir. Hálft hostelið er tómt um helgina í fyrsta sinn í sumar, það er ekkert flóknara en það. Maður veit að verslunarmannahelgin er 15 til 20 prósent af árstekjunum fyrir fyrirtækið mitt. Og á meðan margir kollegar okkar eru að horfa upp á að allt sumarið sé 50-60 prósent af tekjunum, þá er þetta bara helgin fyrir okkur í Eyjum.“ Ljóst er að tapaðar Þjóðhátíðartekjur eru mikið bakslag fyrir Eyjamenn. Þetta kom skýrt fram í greiningu Íslandsbanka sem birt var nú fyrir helgi. Þar kemur m.a. fram að heildarkortavelta í Vestmannaeyjum yfir þjóðhátíðarvikuna hafi numið að meðaltali um 70 milljónum árin 2014-2018, og var þannig þrefalt meiri en í öðrum mánuðum. Inni í þessum tölum eru ekki miðasölutekjur á Þjóðhátíð, sem áætlaðar eru um 300 milljónir á ári hverju. Alls áætlar Íslandsbanki að Eyjamenn verði af um 380 milljónum króna í tekjur þessa verslunarmannahelgina. Tvennt þurfi að gerast Líkt og margir sem standa í fyrirtækjarekstri nýttu Bergvin og Fanný sér frystingu á bankalánum til sex mánaða. Þessi björgunaraðgerð vegna faraldursins rennur út nú í ágúst, að sögn Bergvins. Hann segir að tvennt þurfi að gerast svo rekstraraðilar nái að halda sér á floti fram að næsta sumri. „Það er það að bankarnir hleypi okkur aftur í þessa sex mánuði. Auðvitað geta öll fyrirtæki sniðið stakk eftir vexti með fjölda starfsmanna og svoleiðis. En fyrirtækin þurfa að borga afborganirnar sínar og það hjálpaði til í sumar að geta verið að borga hina reikningana, þegar maður var ekki að borga bankalánin,“ segir Bergvin. Talið er að Eyjamenn hafi orðið af 380 milljónum í tekjur nú um helgina.Vísir/vilhelm „Þá gæti ríkið afnumið áfengisgjaldið eða einfaldlega frestað því til 2022 eða eitthvað svoleiðis, það myndi hjálpa okkur veitingamönnum mikið.“ Þrátt fyrir heimsfaraldur hefur sumarið fram að verslunarhelgi þó verið ágætt, að sögn Bergvins. „Maður var ekki með neinar væntingar fyrir þessu sumri og þegar maður spjallar við kollega sína hérna í Eyjum þá hefur sumarið verið þokkalega gott. Þannig að hingað til, miðað við að enginn átti von á neinu, þá eru Íslendingar frábærir kúnnar, þeir versla meira og gista oftar. Á móti kemur þó að við þurfum að bjóða upp á lægri verð og svo voru apríl, maí og júní ekki svipur hjá sjón.“ Það er því ljóst að nú blasir svartari staða við fyrirtækjarekstri í Vestmannaeyjum en oft áður. „Maður notar sumarið til að eiga forða fyrir veturinn en það er enginn forði til,“ segir Bergvin.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54 Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00 Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54
Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. 31. júlí 2020 23:00
Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20