Gunnhildur rætt við nokkur félög Anton Ingi Leifsson skrifar 2. ágúst 2020 19:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er þaulreynd landsliðskona. vísir/skjáskot Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir vill komast til Evrópu á láni til þess að spila fótbolta en hefur ekki ákveðið sig hvort að það verður að spila hér á Íslandi eða annars staðar í Evrópu. Gunnhildur Yrsa er samningsbundin Utah Royals í Bandaríkjunum en tímabilinu þar er lokið eftir að Utah datt út eftir vítaspyrnukeppni. Gunnhildur Yrsa hefur undanfarið verið orðuð við bæði uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, sem og Val en hún segir að hún ætli sér að komast til Evrópu til þess að vera í sem bestu formi fyrir landsleikina í haust. „Ég er komin heim tímabundið. Það eru landsleikir í september, október og nóvember og fyrir mér er það númer eitt. Ég mun gera hvað sem er, sem er best fyrir landsliðið í augnablikinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa. „Ég veit að ég þarf að spila í Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í haust. Það er mikilvægt að ég haldi mér í leikformi. Ég þarf að ná leikjum og það er ekkert víst að það verði leikir úti.“ „Bandaríkin eru búin að loka og það er engin að hleypa bandarískum flugum inn þá er mjög erfitt fyrir mig að vera úti og koma heim í landsleiki. Þá þyrfti ég að vera í sóttkví, spila leiki og fara aftur til baka í sóttkví.“ „Akkúrat núna er það mjög óhentugt fyrir mig. Ef ég fer eitthvað þá er það á láni og svo fer ég aftur til Bandaríkjanna.“ Gunnhildur ásamt skoskum liðsfélaga hafa fengið undanþágu hjá Utah til þess að finna sér nýtt lið og fara á láni vegna þess að bæði Ísland og Skotland eiga mikilvæga leiki í undankeppninni í haust. „Ég er með smá undanþágu því ég er í landsliðinu og við eigum undankeppnina í haust. Við erum tvær; ég og ein frá Skotlandi sem eru í þessum aðstæðum.“ „Þau eru að gera undanþágu út af því. Þau gera sér grein fyrir að það verður ekkert auðvelt að ferðast á milli landa og komast í þessa leiki.“ „Öll hin landsliðin eru bara með æfingaleiki ef þau verða með leiki svo það er aðeins öðruvísi fyrir mig. Það tók smá tíma en þau eru skilningsrík og skilja mig í þessu. Þau vita að landsliðið er númer eitt.“ Hún segist vera búin að ræða við nokkur félög en segir að ákvörðunin hvar hún muni spila í haust ekki enn liggja fyrir. „Ég er búin að tala við nokkur félög. Ég vissi að ég þyrfti smá tíma. Það hefur verið mikið álag að vera þarna úti en ég fór hringinn í kringum Ísland og hef tekið smá tíma í að hugsa þetta. Ég hef enn ekki ákveðið mig svo þetta kemur í ljós,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Gunnhildur Yrsa Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Segir varnarleik Stjörnunnar afleitan og að liðið þurfi ekki nýjan framherja Leikmannamál Stjörnunnar voru til umræðu í síðasta þætti Pepsi Max markanna. Þar kom fram að liðið þurfi alls ekki nýjan framherja en að varnarleikur liðsins sé afleitur og nýr miðvörður ætti að vera númer eitt, tvö og þrjú. 1. ágúst 2020 07:00 Segir að Gunnhildur Yrsa gæti verið á leið í Garðabæinn Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er mögulega á leið til Stjörnunnar og myndi þá klára tímabilið í Pepsi Max deild kvenna með Garðbæingum. 31. júlí 2020 15:30 Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00 Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir vill komast til Evrópu á láni til þess að spila fótbolta en hefur ekki ákveðið sig hvort að það verður að spila hér á Íslandi eða annars staðar í Evrópu. Gunnhildur Yrsa er samningsbundin Utah Royals í Bandaríkjunum en tímabilinu þar er lokið eftir að Utah datt út eftir vítaspyrnukeppni. Gunnhildur Yrsa hefur undanfarið verið orðuð við bæði uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, sem og Val en hún segir að hún ætli sér að komast til Evrópu til þess að vera í sem bestu formi fyrir landsleikina í haust. „Ég er komin heim tímabundið. Það eru landsleikir í september, október og nóvember og fyrir mér er það númer eitt. Ég mun gera hvað sem er, sem er best fyrir landsliðið í augnablikinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa. „Ég veit að ég þarf að spila í Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í haust. Það er mikilvægt að ég haldi mér í leikformi. Ég þarf að ná leikjum og það er ekkert víst að það verði leikir úti.“ „Bandaríkin eru búin að loka og það er engin að hleypa bandarískum flugum inn þá er mjög erfitt fyrir mig að vera úti og koma heim í landsleiki. Þá þyrfti ég að vera í sóttkví, spila leiki og fara aftur til baka í sóttkví.“ „Akkúrat núna er það mjög óhentugt fyrir mig. Ef ég fer eitthvað þá er það á láni og svo fer ég aftur til Bandaríkjanna.“ Gunnhildur ásamt skoskum liðsfélaga hafa fengið undanþágu hjá Utah til þess að finna sér nýtt lið og fara á láni vegna þess að bæði Ísland og Skotland eiga mikilvæga leiki í undankeppninni í haust. „Ég er með smá undanþágu því ég er í landsliðinu og við eigum undankeppnina í haust. Við erum tvær; ég og ein frá Skotlandi sem eru í þessum aðstæðum.“ „Þau eru að gera undanþágu út af því. Þau gera sér grein fyrir að það verður ekkert auðvelt að ferðast á milli landa og komast í þessa leiki.“ „Öll hin landsliðin eru bara með æfingaleiki ef þau verða með leiki svo það er aðeins öðruvísi fyrir mig. Það tók smá tíma en þau eru skilningsrík og skilja mig í þessu. Þau vita að landsliðið er númer eitt.“ Hún segist vera búin að ræða við nokkur félög en segir að ákvörðunin hvar hún muni spila í haust ekki enn liggja fyrir. „Ég er búin að tala við nokkur félög. Ég vissi að ég þyrfti smá tíma. Það hefur verið mikið álag að vera þarna úti en ég fór hringinn í kringum Ísland og hef tekið smá tíma í að hugsa þetta. Ég hef enn ekki ákveðið mig svo þetta kemur í ljós,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Gunnhildur Yrsa
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Segir varnarleik Stjörnunnar afleitan og að liðið þurfi ekki nýjan framherja Leikmannamál Stjörnunnar voru til umræðu í síðasta þætti Pepsi Max markanna. Þar kom fram að liðið þurfi alls ekki nýjan framherja en að varnarleikur liðsins sé afleitur og nýr miðvörður ætti að vera númer eitt, tvö og þrjú. 1. ágúst 2020 07:00 Segir að Gunnhildur Yrsa gæti verið á leið í Garðabæinn Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er mögulega á leið til Stjörnunnar og myndi þá klára tímabilið í Pepsi Max deild kvenna með Garðbæingum. 31. júlí 2020 15:30 Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00 Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Segir varnarleik Stjörnunnar afleitan og að liðið þurfi ekki nýjan framherja Leikmannamál Stjörnunnar voru til umræðu í síðasta þætti Pepsi Max markanna. Þar kom fram að liðið þurfi alls ekki nýjan framherja en að varnarleikur liðsins sé afleitur og nýr miðvörður ætti að vera númer eitt, tvö og þrjú. 1. ágúst 2020 07:00
Segir að Gunnhildur Yrsa gæti verið á leið í Garðabæinn Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er mögulega á leið til Stjörnunnar og myndi þá klára tímabilið í Pepsi Max deild kvenna með Garðbæingum. 31. júlí 2020 15:30
Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00
Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31