Ekki hugmynd Ágústu að senda bréfið á ráðherra Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2020 18:18 Í væntanlegri bók Björns Inga er haft eftir ónefndum ráðherra að það beri vott um dómgreindarbrest að Ágústa hafi sent bréfið. Ágústa segir ósanngjarnt að halda því fram enda hafi hún sent bréfið ásamt þrettán öðrum rekstraraðilum. Facebook - Vísir/Vilhelm Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir ósanngjarnt að draga hennar persónu sérstaklega fram í tengslum við bréf sem forsvarsmenn líkamsræktarstöðva sendu á sóttvarnalækni og ráðherra. Það hafi jafnframt ekki verið hennar hugmynd að senda afrit til ráðherra ríkisstjórnarinnar heldur hafi eigandi annarrar líkamsræktarstöðvar verið hvattur til þess af öðrum ráðherra í ríkisstjórn. Í kafla úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar er farið yfir aðdraganda þeirrar ákvörðunar að opna landamærin fyrir ferðamönnum og hjúskapur Ágústu og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra settur í samhengi við þá atburðarás. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn að sú ákvörðun að senda bréfið á ríkisstjórnina beri vott um dómgreindarbrest. Ágústa segir ósanngjarnt að tala um dómgreindarbrest í því samhengi. Hún sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvar og umrætt bréf hafi aðeins verið sent til þess að fá svör um framhaldið. Sé rétt haft eftir ráðherra í kaflanum sem birtist í Morgunblaðinu þyki henni það miður. „Ef þetta er satt þá þykir mér þetta mjög dapurlegt og leiðinlegt.“ Bréfið var sent fyrir hönd samtaka líkamsræktarstöðva þegar ljóst var að sundlaugar fengju að opna á ný. Þar hafi forsvarsmenn líkamsræktarstöðva einfaldlega beðið um fund með sóttvarnalækni til þess að fá skýringar á þeirri ákvörðun að líkamsræktarstöðvum var ekki heimilt að opna á sama tíma. Sundlaugar opnuðu 18. maí en líkamsræktarstöðvar viku seinna. Þá hafi bréfið ekki verið neitt leyndarmál og meðal annars fjallað um það í fjölmiðlum. „Ég var búin að tala við Þröst Sigurðsson, eiganda Sporthússins, og við vorum búin að reyna að ná í Þórólf sem gekk ekki – enda hann mjög upptekin – og Þröstur var í sambandi við Björn í World Class og svo voru fleiri komnir í þetta; þetta voru alls þrettán líkamsræktarstöðvar sem skrifuðu undir bréfið,“ segir Ágústa. Hún hafi tekið það að sér að senda bréfið áfram fyrir hönd þessara aðila. Búin að vera lengur í rekstri en hjónabandi með þingmanni Ágústa segir annan ráðherra í ríkisstjórn hafa mælt með því að bréfið yrði sent til ríkisstjórnarinnar. Þau meðmæli hafi ekki komið til hennar heldur annars líkamsræktarstöðvareiganda. Enginn hafi sett spurningamerki við það enda talið það eðlilegt í ljósi aðstæðna að auka upplýsingaflæði. „Þetta snerist ekki neitt um mína dómgreind. Ég er búin að vera í business í 36 ár og mér fannst það á engan hátt koma því við hvort maðurinn væri í ríkisstjórn eða ekki.“ Hún segir bréfið einungis hafa verið sent til þess að fá skýringar á þeirri stöðu sem var uppi. Rekstraraðilar líkamsræktarstöðva hafi á þessum tímapunkti viljað svör, enda ekki vitað á þeim tímapunkti hvenær þau fengju að opna. Hún hafi einungis komið fram sem framkvæmdastjóri Hreyfingar og forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi viljað vita hver næstu skref yrðu. „Ég er búin að vera miklu lengur rekstraraðili líkamsræktarstöðvar en gift Guðlaugi Þór alþingismanni,“ segir Ágústa að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir ósanngjarnt að draga hennar persónu sérstaklega fram í tengslum við bréf sem forsvarsmenn líkamsræktarstöðva sendu á sóttvarnalækni og ráðherra. Það hafi jafnframt ekki verið hennar hugmynd að senda afrit til ráðherra ríkisstjórnarinnar heldur hafi eigandi annarrar líkamsræktarstöðvar verið hvattur til þess af öðrum ráðherra í ríkisstjórn. Í kafla úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar er farið yfir aðdraganda þeirrar ákvörðunar að opna landamærin fyrir ferðamönnum og hjúskapur Ágústu og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra settur í samhengi við þá atburðarás. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn að sú ákvörðun að senda bréfið á ríkisstjórnina beri vott um dómgreindarbrest. Ágústa segir ósanngjarnt að tala um dómgreindarbrest í því samhengi. Hún sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvar og umrætt bréf hafi aðeins verið sent til þess að fá svör um framhaldið. Sé rétt haft eftir ráðherra í kaflanum sem birtist í Morgunblaðinu þyki henni það miður. „Ef þetta er satt þá þykir mér þetta mjög dapurlegt og leiðinlegt.“ Bréfið var sent fyrir hönd samtaka líkamsræktarstöðva þegar ljóst var að sundlaugar fengju að opna á ný. Þar hafi forsvarsmenn líkamsræktarstöðva einfaldlega beðið um fund með sóttvarnalækni til þess að fá skýringar á þeirri ákvörðun að líkamsræktarstöðvum var ekki heimilt að opna á sama tíma. Sundlaugar opnuðu 18. maí en líkamsræktarstöðvar viku seinna. Þá hafi bréfið ekki verið neitt leyndarmál og meðal annars fjallað um það í fjölmiðlum. „Ég var búin að tala við Þröst Sigurðsson, eiganda Sporthússins, og við vorum búin að reyna að ná í Þórólf sem gekk ekki – enda hann mjög upptekin – og Þröstur var í sambandi við Björn í World Class og svo voru fleiri komnir í þetta; þetta voru alls þrettán líkamsræktarstöðvar sem skrifuðu undir bréfið,“ segir Ágústa. Hún hafi tekið það að sér að senda bréfið áfram fyrir hönd þessara aðila. Búin að vera lengur í rekstri en hjónabandi með þingmanni Ágústa segir annan ráðherra í ríkisstjórn hafa mælt með því að bréfið yrði sent til ríkisstjórnarinnar. Þau meðmæli hafi ekki komið til hennar heldur annars líkamsræktarstöðvareiganda. Enginn hafi sett spurningamerki við það enda talið það eðlilegt í ljósi aðstæðna að auka upplýsingaflæði. „Þetta snerist ekki neitt um mína dómgreind. Ég er búin að vera í business í 36 ár og mér fannst það á engan hátt koma því við hvort maðurinn væri í ríkisstjórn eða ekki.“ Hún segir bréfið einungis hafa verið sent til þess að fá skýringar á þeirri stöðu sem var uppi. Rekstraraðilar líkamsræktarstöðva hafi á þessum tímapunkti viljað svör, enda ekki vitað á þeim tímapunkti hvenær þau fengju að opna. Hún hafi einungis komið fram sem framkvæmdastjóri Hreyfingar og forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi viljað vita hver næstu skref yrðu. „Ég er búin að vera miklu lengur rekstraraðili líkamsræktarstöðvar en gift Guðlaugi Þór alþingismanni,“ segir Ágústa að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira