Ríkisþingmaður fórst þegar tvær flugvélar skullu saman á flugi Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 12:08 Brak úr annarri flugvélinni í skógi nærri Soldotna í gær. AP/Jeff Helminiak/Peninsula Clarion Sjö manns fórust, þar á meðal ríkisþingmaður, þegar tvær flugvélar rákust saman á flugi skammt frá borginni Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum í gær. Enginn komst lífs af úr slysinu og loka þurfti hraðbraut tímabundið eftir að brak úr vélunum féll á hana. Slysið átti sér stað nærri flugvelli í Soldotna á Kenai-skaga, skammt suður af Anchorage, í gærmorgun. Gary Knopp, þingmaður Repúblikanaflokksins á ríkisþingi Alaska, flaug annarri vélinni og var einn um borð. Í henni vélinni voru fjórir ferðamenn frá Suður-Karólínu á þrítugsaldri, fertugur leiðsögumaður frá Kansas og 57 ára gamall flugmaður frá Soldotna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sex þeirra voru úrskurðaðir látnir á slysstað en einn lést á leið á sjúkrahús. Flugmálastofnun Bandaríkjanna og samgönguöryggisnefnd landsins rannsaka tildrög slyssins. Staðfest er að önnur vélanna var eins hreyfils de Havilland DHC-2 Beaver en hin af gerðinni Piper PA-12. Staðarmiðillinn Anchorage Daily News segir að fjöldi fólks hafi orðið vitni að slysinu á jörðu niðri. Skyggni er sagt hafa verið gott. Brak úr vélunum féll á hraðbraut og var henni lokað í öryggiskyni í kjölfarið. Knopp var 67 ára gamall og var kjörinn á ríkisþingið árið 2016. Hann hafði áður starfað sem verktaki, flugkennari og flugmaður um árabil. Gary Knopp var ríkisþingmaður fyrir Repúblikanaflokkinn í Alaska. Hann flaug annarri flugvélinni og var einn um borð.AP/Becky Bohrer Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Sjö manns fórust, þar á meðal ríkisþingmaður, þegar tvær flugvélar rákust saman á flugi skammt frá borginni Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum í gær. Enginn komst lífs af úr slysinu og loka þurfti hraðbraut tímabundið eftir að brak úr vélunum féll á hana. Slysið átti sér stað nærri flugvelli í Soldotna á Kenai-skaga, skammt suður af Anchorage, í gærmorgun. Gary Knopp, þingmaður Repúblikanaflokksins á ríkisþingi Alaska, flaug annarri vélinni og var einn um borð. Í henni vélinni voru fjórir ferðamenn frá Suður-Karólínu á þrítugsaldri, fertugur leiðsögumaður frá Kansas og 57 ára gamall flugmaður frá Soldotna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sex þeirra voru úrskurðaðir látnir á slysstað en einn lést á leið á sjúkrahús. Flugmálastofnun Bandaríkjanna og samgönguöryggisnefnd landsins rannsaka tildrög slyssins. Staðfest er að önnur vélanna var eins hreyfils de Havilland DHC-2 Beaver en hin af gerðinni Piper PA-12. Staðarmiðillinn Anchorage Daily News segir að fjöldi fólks hafi orðið vitni að slysinu á jörðu niðri. Skyggni er sagt hafa verið gott. Brak úr vélunum féll á hraðbraut og var henni lokað í öryggiskyni í kjölfarið. Knopp var 67 ára gamall og var kjörinn á ríkisþingið árið 2016. Hann hafði áður starfað sem verktaki, flugkennari og flugmaður um árabil. Gary Knopp var ríkisþingmaður fyrir Repúblikanaflokkinn í Alaska. Hann flaug annarri flugvélinni og var einn um borð.AP/Becky Bohrer
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira