Sá gríski tryggði Bucks sigur | Rosalegur leikur hjá Dallas og Houston Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 09:30 Þessir tryggðu Houston sigur í ótrúlegum leik. Mike Ehrmann/Getty Images Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og hefur komið ítrekað fram fara allir leikirnir fram í Disney World í Orlandó í hinni svokölluðu NBA-kúlu. Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics og þá vann Houston Rockets sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Magnað lið Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics með sjö stiga mun, 119-112. Að venju fór gríska undrið – Giannis Antetokounmpo – fyrir sínum mönnum í Bucks. Hann var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en enginn annar leikmaður vallarins var með yfir 25 stig. Þá tók Giannis 15 fráköst. Leikurinn var jafn nær allan leikinn og segja má að leikurinn hafi unnist í síðasta fjórðung leiksins en fyrir 4. leikhluta var staðan jöfn, 87-87. Bucks gerðu 32 stig í loka fjórðung leiksins og lögðu grunninn að frábærum sigri. Varnarleikur var ekki í hávegum hafður í leik Dallas Mavericks og Houston Rockets þar sem Houston vann fjögurra stiga sigur í framlengdum leik. Stigaskora leiksins var hreint út sagt ótrúlegt en staðan eftir fyrsta fjórðung var 42-42. Alls skoruðu Dallas 87 stig í fyrri hálfleik einum og sér. Houston gafst ekki upp og og náðu að knýja fram framlengingu, staðan 139-139 að loknum leikhlutunum fjórum. Houston vann framlenginguna og þar með fyrsta leik liðsins í NBA-kúlunni. Evrópumennirnir í liði Dallas fóru fyrir sínum mönnum í nótt. Luka Dončić var með þrefalda tvennu. Hann setti 28 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók 13 fráköst. Þá var Kristaps Porziņģis með 39 stig ásamt því að taka 16 stig. 49 PTS (14-20 FGM) 9 REB, 8 AST 3 STL, 3 BLK@JHarden13 does it all in the @HoustonRockets overtime victory! #OneMission #WholeNewGame pic.twitter.com/41rVp1KhNN— NBA (@NBA) August 1, 2020 Hjá Rockets voru svo James Harden og Russell Westbrook í sérflokki. Harden var með 49 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa átta stoðsendingar. Westbrook kom svo þar á eftir með 31 stig og tók 11 fráköst. Leikur Portland Trail Blazers og Memphis Grizzlies fór alla leið í framlengingu. Þar höfðu Trail Blazers betur, 140-135. Hjá Portland voru CJ McCollum, Damian Lillard og Carmelo Anthony frábærir. McCollum setti 33 stig, Lillard var með 29 og gamla brýnið Anthony var með 21 stig. Hjá Grizzlies var Jaren Jackson Jr. með 33 stig og ungstirnið Ja Morant með 22 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. @CJMcCollum drops 33 PTS on 14-21 shooting in the @trailblazers OT W! #RipCity #WholeNewGame pic.twitter.com/NN07uPJaPH— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Washington Wizards 112 – 125 Phoenix Suns Brooklyn Nets 118 – 128 – Orlando Magic San Antonio Spurs 129 – 120 Sacramento Kings Körfubolti NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og hefur komið ítrekað fram fara allir leikirnir fram í Disney World í Orlandó í hinni svokölluðu NBA-kúlu. Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics og þá vann Houston Rockets sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Magnað lið Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics með sjö stiga mun, 119-112. Að venju fór gríska undrið – Giannis Antetokounmpo – fyrir sínum mönnum í Bucks. Hann var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en enginn annar leikmaður vallarins var með yfir 25 stig. Þá tók Giannis 15 fráköst. Leikurinn var jafn nær allan leikinn og segja má að leikurinn hafi unnist í síðasta fjórðung leiksins en fyrir 4. leikhluta var staðan jöfn, 87-87. Bucks gerðu 32 stig í loka fjórðung leiksins og lögðu grunninn að frábærum sigri. Varnarleikur var ekki í hávegum hafður í leik Dallas Mavericks og Houston Rockets þar sem Houston vann fjögurra stiga sigur í framlengdum leik. Stigaskora leiksins var hreint út sagt ótrúlegt en staðan eftir fyrsta fjórðung var 42-42. Alls skoruðu Dallas 87 stig í fyrri hálfleik einum og sér. Houston gafst ekki upp og og náðu að knýja fram framlengingu, staðan 139-139 að loknum leikhlutunum fjórum. Houston vann framlenginguna og þar með fyrsta leik liðsins í NBA-kúlunni. Evrópumennirnir í liði Dallas fóru fyrir sínum mönnum í nótt. Luka Dončić var með þrefalda tvennu. Hann setti 28 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók 13 fráköst. Þá var Kristaps Porziņģis með 39 stig ásamt því að taka 16 stig. 49 PTS (14-20 FGM) 9 REB, 8 AST 3 STL, 3 BLK@JHarden13 does it all in the @HoustonRockets overtime victory! #OneMission #WholeNewGame pic.twitter.com/41rVp1KhNN— NBA (@NBA) August 1, 2020 Hjá Rockets voru svo James Harden og Russell Westbrook í sérflokki. Harden var með 49 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa átta stoðsendingar. Westbrook kom svo þar á eftir með 31 stig og tók 11 fráköst. Leikur Portland Trail Blazers og Memphis Grizzlies fór alla leið í framlengingu. Þar höfðu Trail Blazers betur, 140-135. Hjá Portland voru CJ McCollum, Damian Lillard og Carmelo Anthony frábærir. McCollum setti 33 stig, Lillard var með 29 og gamla brýnið Anthony var með 21 stig. Hjá Grizzlies var Jaren Jackson Jr. með 33 stig og ungstirnið Ja Morant með 22 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. @CJMcCollum drops 33 PTS on 14-21 shooting in the @trailblazers OT W! #RipCity #WholeNewGame pic.twitter.com/NN07uPJaPH— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Washington Wizards 112 – 125 Phoenix Suns Brooklyn Nets 118 – 128 – Orlando Magic San Antonio Spurs 129 – 120 Sacramento Kings
Körfubolti NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira