Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2020 17:07 Jarosław Kaczyński, leiðtogi Laga og réttlætisflokksins, undirbýr nú innleiðingu nýrra laga sem takmarka ritstjórnarfrelsi fjölmiðla. EPA/Wojtek Jargilo Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. Fréttamenn án landamæra (e. Reporters Without Borders) hafa kallað eftir því að Þýskaland, sem nú fer með forsæti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins og er jafnframt eitt helsta samstarfsland Póllands, grípi til aðgerða. Andrzej Duda, forseti Póllands.EPA/TOMASZ WASZCZUK Andrzej Duda, forseti Póllands sem fór naumlega með sigur af hólmi í nýafstöðnum forsetakosningum, virðist hafa lofað Jarosław Kaczyński, leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti, að ný fjölmiðlastefna ríkisstjórnarinnar muni ná fram að ganga í fyrsta viðtalinu sem Kaczyński gaf eftir kosningar. Samkvæmt nýjum lögum um að fjölmiðlafyrirtæki skulu vera í eigu Pólverja geta erlendir fjárfestar aðeins átt 15 til 30 prósenta hlut í pólskum fjölmiðlum. Þá mun hluti laganna einnig takmarka það hve marga miðla hvert fjölmiðlafyrirtæki getur rekið. Kaczyński sagði fyrri hluta aðgerðanna tryggja að fleiri fjölmiðlar sýndu heiminn á „sannari hátt“ og að síðari hlutinn væri til þess fallinn að samkeppnislög samræmdust frekar evrópskri löggjöf. Að sögn Fréttamanna án landamæra er hið rétta markmið að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fjölmiðla sem eru, í það minnsta enn í dag, sjálfstæðir. Að sögn leiðtoga stjórnarflokksins ættu „pólskir fjölmiðlar að vera pólskir,“ vegna þess, samkvæmt þeirra kenningu, að „Þjóðverjarnir“ höfðu áhrif á forsetakosningarnar. Fjölmiðlar án landamæra segja þetta vera skot á þýsk-svissneska fjölmiðlarisann Ringier Axel-Springer. Ringier Axel-Springer á hlut í pólska dagblaðinu Fakt sem fjallaði um það, á meðan á forsetakosningunum stóð, þegar Duda veitti barnaníðingi uppreist æru. Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25. júlí 2020 17:38 Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki. 16. júlí 2020 23:13 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. Fréttamenn án landamæra (e. Reporters Without Borders) hafa kallað eftir því að Þýskaland, sem nú fer með forsæti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins og er jafnframt eitt helsta samstarfsland Póllands, grípi til aðgerða. Andrzej Duda, forseti Póllands.EPA/TOMASZ WASZCZUK Andrzej Duda, forseti Póllands sem fór naumlega með sigur af hólmi í nýafstöðnum forsetakosningum, virðist hafa lofað Jarosław Kaczyński, leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti, að ný fjölmiðlastefna ríkisstjórnarinnar muni ná fram að ganga í fyrsta viðtalinu sem Kaczyński gaf eftir kosningar. Samkvæmt nýjum lögum um að fjölmiðlafyrirtæki skulu vera í eigu Pólverja geta erlendir fjárfestar aðeins átt 15 til 30 prósenta hlut í pólskum fjölmiðlum. Þá mun hluti laganna einnig takmarka það hve marga miðla hvert fjölmiðlafyrirtæki getur rekið. Kaczyński sagði fyrri hluta aðgerðanna tryggja að fleiri fjölmiðlar sýndu heiminn á „sannari hátt“ og að síðari hlutinn væri til þess fallinn að samkeppnislög samræmdust frekar evrópskri löggjöf. Að sögn Fréttamanna án landamæra er hið rétta markmið að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fjölmiðla sem eru, í það minnsta enn í dag, sjálfstæðir. Að sögn leiðtoga stjórnarflokksins ættu „pólskir fjölmiðlar að vera pólskir,“ vegna þess, samkvæmt þeirra kenningu, að „Þjóðverjarnir“ höfðu áhrif á forsetakosningarnar. Fjölmiðlar án landamæra segja þetta vera skot á þýsk-svissneska fjölmiðlarisann Ringier Axel-Springer. Ringier Axel-Springer á hlut í pólska dagblaðinu Fakt sem fjallaði um það, á meðan á forsetakosningunum stóð, þegar Duda veitti barnaníðingi uppreist æru.
Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25. júlí 2020 17:38 Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki. 16. júlí 2020 23:13 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00
Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25. júlí 2020 17:38
Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki. 16. júlí 2020 23:13