Margrét Gnarr um ólögleg lyf: „Eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. júlí 2020 14:28 Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness keppnirnar, en líka um samband Margrétar við Jón Gnarr pabba sinn, sem hún segir mjög gott, þó að það komi fyrir að athyglisbresturinn þvælist fyrir: „Pabbi minn er með mjög mikinn athyglisbrest og þegar ég var yngri gat þetta verið mjög erfitt, af því mér fannst eins og hann væri aldrei að hlusta á mig og oft þegar maður er að tala við hann og segja eitthvað of flókið, þá sér maður bara þegar hann er farinn,“ segir Margrét, sem segir að þau feðgin séu mjög líkir persónuleikar og að henni hafi þótt mjög vænt um hve margir voru ánægðir með hann þegar hann var borgarstjóri: „Fólk var mjög ánægt með hann…en fyrst þegar hann sagði mér frá þessu hugsaði ég: „ohh…þetta verður eitthvað fail” og það verður geðveikt leiðinlegt, en svo var þetta bara geggjað,” segir hún og bætir við að tími hans í stól borgarstjóra hafi sýnt að oft sé best að stjórnmálamenn þykist ekki vita allt sjálfir og láti sérfræðingana um stóran hluta ákvarðana. Hjartað var oft að stoppa Margrét náði sem fyrr segir lengra en nokkur Íslendingur í Fitness-heiminum, en hætti fyrir nokkrum árum, þegar hún var orðin mjög áhyggjufull um eigin heilsu: „Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall, hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl.” Hún segir að það hafi verið mjög góð lífsreynsla að keppa í fitness, en því miður sé margt sérstakt við þann heim, sérstaklega þegar komið er á hæsta level í alþjóðlegum keppnum. „Þá er þetta eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað. Mér fannst ekki verið að ota þessu að mér, af því ég varð alltaf rosalega skorin, en ég vissi alveg að margar stelpur í mínum flokki voru að nota mikið, til dæmis „Klemma“, Anavar og Winstrol. Þetta var svona það þrennt sem stelpurnar voru mest að nota.” Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness keppnirnar, en líka um samband Margrétar við Jón Gnarr pabba sinn, sem hún segir mjög gott, þó að það komi fyrir að athyglisbresturinn þvælist fyrir: „Pabbi minn er með mjög mikinn athyglisbrest og þegar ég var yngri gat þetta verið mjög erfitt, af því mér fannst eins og hann væri aldrei að hlusta á mig og oft þegar maður er að tala við hann og segja eitthvað of flókið, þá sér maður bara þegar hann er farinn,“ segir Margrét, sem segir að þau feðgin séu mjög líkir persónuleikar og að henni hafi þótt mjög vænt um hve margir voru ánægðir með hann þegar hann var borgarstjóri: „Fólk var mjög ánægt með hann…en fyrst þegar hann sagði mér frá þessu hugsaði ég: „ohh…þetta verður eitthvað fail” og það verður geðveikt leiðinlegt, en svo var þetta bara geggjað,” segir hún og bætir við að tími hans í stól borgarstjóra hafi sýnt að oft sé best að stjórnmálamenn þykist ekki vita allt sjálfir og láti sérfræðingana um stóran hluta ákvarðana. Hjartað var oft að stoppa Margrét náði sem fyrr segir lengra en nokkur Íslendingur í Fitness-heiminum, en hætti fyrir nokkrum árum, þegar hún var orðin mjög áhyggjufull um eigin heilsu: „Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall, hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl.” Hún segir að það hafi verið mjög góð lífsreynsla að keppa í fitness, en því miður sé margt sérstakt við þann heim, sérstaklega þegar komið er á hæsta level í alþjóðlegum keppnum. „Þá er þetta eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað. Mér fannst ekki verið að ota þessu að mér, af því ég varð alltaf rosalega skorin, en ég vissi alveg að margar stelpur í mínum flokki voru að nota mikið, til dæmis „Klemma“, Anavar og Winstrol. Þetta var svona það þrennt sem stelpurnar voru mest að nota.” Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira