Margrét Gnarr um ólögleg lyf: „Eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. júlí 2020 14:28 Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness keppnirnar, en líka um samband Margrétar við Jón Gnarr pabba sinn, sem hún segir mjög gott, þó að það komi fyrir að athyglisbresturinn þvælist fyrir: „Pabbi minn er með mjög mikinn athyglisbrest og þegar ég var yngri gat þetta verið mjög erfitt, af því mér fannst eins og hann væri aldrei að hlusta á mig og oft þegar maður er að tala við hann og segja eitthvað of flókið, þá sér maður bara þegar hann er farinn,“ segir Margrét, sem segir að þau feðgin séu mjög líkir persónuleikar og að henni hafi þótt mjög vænt um hve margir voru ánægðir með hann þegar hann var borgarstjóri: „Fólk var mjög ánægt með hann…en fyrst þegar hann sagði mér frá þessu hugsaði ég: „ohh…þetta verður eitthvað fail” og það verður geðveikt leiðinlegt, en svo var þetta bara geggjað,” segir hún og bætir við að tími hans í stól borgarstjóra hafi sýnt að oft sé best að stjórnmálamenn þykist ekki vita allt sjálfir og láti sérfræðingana um stóran hluta ákvarðana. Hjartað var oft að stoppa Margrét náði sem fyrr segir lengra en nokkur Íslendingur í Fitness-heiminum, en hætti fyrir nokkrum árum, þegar hún var orðin mjög áhyggjufull um eigin heilsu: „Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall, hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl.” Hún segir að það hafi verið mjög góð lífsreynsla að keppa í fitness, en því miður sé margt sérstakt við þann heim, sérstaklega þegar komið er á hæsta level í alþjóðlegum keppnum. „Þá er þetta eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað. Mér fannst ekki verið að ota þessu að mér, af því ég varð alltaf rosalega skorin, en ég vissi alveg að margar stelpur í mínum flokki voru að nota mikið, til dæmis „Klemma“, Anavar og Winstrol. Þetta var svona það þrennt sem stelpurnar voru mest að nota.” Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness keppnirnar, en líka um samband Margrétar við Jón Gnarr pabba sinn, sem hún segir mjög gott, þó að það komi fyrir að athyglisbresturinn þvælist fyrir: „Pabbi minn er með mjög mikinn athyglisbrest og þegar ég var yngri gat þetta verið mjög erfitt, af því mér fannst eins og hann væri aldrei að hlusta á mig og oft þegar maður er að tala við hann og segja eitthvað of flókið, þá sér maður bara þegar hann er farinn,“ segir Margrét, sem segir að þau feðgin séu mjög líkir persónuleikar og að henni hafi þótt mjög vænt um hve margir voru ánægðir með hann þegar hann var borgarstjóri: „Fólk var mjög ánægt með hann…en fyrst þegar hann sagði mér frá þessu hugsaði ég: „ohh…þetta verður eitthvað fail” og það verður geðveikt leiðinlegt, en svo var þetta bara geggjað,” segir hún og bætir við að tími hans í stól borgarstjóra hafi sýnt að oft sé best að stjórnmálamenn þykist ekki vita allt sjálfir og láti sérfræðingana um stóran hluta ákvarðana. Hjartað var oft að stoppa Margrét náði sem fyrr segir lengra en nokkur Íslendingur í Fitness-heiminum, en hætti fyrir nokkrum árum, þegar hún var orðin mjög áhyggjufull um eigin heilsu: „Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall, hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl.” Hún segir að það hafi verið mjög góð lífsreynsla að keppa í fitness, en því miður sé margt sérstakt við þann heim, sérstaklega þegar komið er á hæsta level í alþjóðlegum keppnum. „Þá er þetta eiginlega bara normið, að fólk sé að nota eitthvað. Mér fannst ekki verið að ota þessu að mér, af því ég varð alltaf rosalega skorin, en ég vissi alveg að margar stelpur í mínum flokki voru að nota mikið, til dæmis „Klemma“, Anavar og Winstrol. Þetta var svona það þrennt sem stelpurnar voru mest að nota.” Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira