Brynjar Björn vill fá 2-3 leikmenn í ágústglugganum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 12:30 Brynjar Björn Gunnarsson þarf að finna leið til að fylla skarðið sem Birkir Valur Jónsson skilur eftir sig hjá HK. vísir/bára Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, vonast til að geta styrkt liðið með tveimur til þremur leikmönnum í félagaskiptaglugganum sem verður opnaður 5. ágúst. HK lánaði Birki Val Jónsson til Spartak Trnava til Slóvakíu fyrr í þessari viku. Lánssamningurinn er til sex mánaða og að honum loknum á Spartak Trnava forkaupsrétt á Birki sem hefur leikið nær alla leiki í stöðu hægri bakvarðar hjá HK undanfarin ár. „Við ætlum að reyna að bæta við okkur tveimur til þremur mönnum. Það er mjög líklegt að einn þeirra verði í þessa stöðu [hægri bakvörð],“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. Valgeir Valgeirsson lék sem hægri bakvörður í 6-2 sigri HK á Aftureldingu í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Brynjar Björn segir að HK-ingar geti alltaf gripið til þess ráðs. „Við getum sett Valla aftar. Hann hefur spilað þar fyrir okkur áður og líka með yngri landsliðunum.“ Brynjar segir að enn sem komið er sé ekki mikið að frétta af félagaskiptum hjá HK. „Það er voða lítið sem hægt er að tala um. Það er eitthvað í gangi hér heima og aðeins erlendis. Þetta á eftir að koma í ljós. Þetta tekur sinn tíma og það er ekkert í hendi,“ sagði Brynjar. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, fór af velli í uppbótartíma gegn Aftureldingu í gær. Hann er nýkominn aftur eftir meiðslin sem hann varð fyrir gegn FH í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar 14. júní. Brynjar segir að ekkert ami að Arnari núna, skiptingin í gær hafi einungis verið gerð til öryggis. „Þetta var ekki neitt. Hann var orðinn aðeins stífur. Þetta var bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ sagði Brynjar. HK er í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með átta stig eftir níu leiki. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir HK skoraði sex gegn Aftureldingu HK er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur á Aftureldingu í kvöld. 30. júlí 2020 21:14 Spartak Trnava staðfestir komu Birkis Spartak Trnava hefur staðfest félagaskipti hægri bakvarðarins Birkis Vals Jónssonar sem gengur til liðs við félagið frá uppeldisfélagi sínu HK. 30. júlí 2020 10:30 Birkir Valur farinn til Slóvakíu | Ekki meira með HK í sumar Birkir Valur Jónsson, hægri bakvörður HK, er farinn til Slóvakíu til að ganga frá samningi við Spartak Trnava. 29. júlí 2020 13:30 Valdimar og Valgeir slegið í gegn: „Gangi þeim vel að halda þeim“ „Þetta eru tveir af skemmtilegu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, í umræðum um Valdimar Þór Ingimundarson og Valgeir Valgeirsson. 29. júlí 2020 13:00 Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Brynjar Björn: Dómararnir eiga ekki að vera til umræðu Þjálfari HK var ekki sáttur með varnarleik sinna manna í 3-2 tapinu fyrir Fylki í kvöld. 27. júlí 2020 21:09 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - HK 3-2 | Fylkismenn aftur á sigurbraut Fylkir var 1-2 undir í hálfleik gegn HK en sneri dæminu sér í vil í upphafi seinni hálfleiks og náði í þrjú stig. Lokatölur 3-2, Árbæingum í vil. 27. júlí 2020 20:52 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, vonast til að geta styrkt liðið með tveimur til þremur leikmönnum í félagaskiptaglugganum sem verður opnaður 5. ágúst. HK lánaði Birki Val Jónsson til Spartak Trnava til Slóvakíu fyrr í þessari viku. Lánssamningurinn er til sex mánaða og að honum loknum á Spartak Trnava forkaupsrétt á Birki sem hefur leikið nær alla leiki í stöðu hægri bakvarðar hjá HK undanfarin ár. „Við ætlum að reyna að bæta við okkur tveimur til þremur mönnum. Það er mjög líklegt að einn þeirra verði í þessa stöðu [hægri bakvörð],“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. Valgeir Valgeirsson lék sem hægri bakvörður í 6-2 sigri HK á Aftureldingu í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Brynjar Björn segir að HK-ingar geti alltaf gripið til þess ráðs. „Við getum sett Valla aftar. Hann hefur spilað þar fyrir okkur áður og líka með yngri landsliðunum.“ Brynjar segir að enn sem komið er sé ekki mikið að frétta af félagaskiptum hjá HK. „Það er voða lítið sem hægt er að tala um. Það er eitthvað í gangi hér heima og aðeins erlendis. Þetta á eftir að koma í ljós. Þetta tekur sinn tíma og það er ekkert í hendi,“ sagði Brynjar. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, fór af velli í uppbótartíma gegn Aftureldingu í gær. Hann er nýkominn aftur eftir meiðslin sem hann varð fyrir gegn FH í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar 14. júní. Brynjar segir að ekkert ami að Arnari núna, skiptingin í gær hafi einungis verið gerð til öryggis. „Þetta var ekki neitt. Hann var orðinn aðeins stífur. Þetta var bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ sagði Brynjar. HK er í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með átta stig eftir níu leiki.
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir HK skoraði sex gegn Aftureldingu HK er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur á Aftureldingu í kvöld. 30. júlí 2020 21:14 Spartak Trnava staðfestir komu Birkis Spartak Trnava hefur staðfest félagaskipti hægri bakvarðarins Birkis Vals Jónssonar sem gengur til liðs við félagið frá uppeldisfélagi sínu HK. 30. júlí 2020 10:30 Birkir Valur farinn til Slóvakíu | Ekki meira með HK í sumar Birkir Valur Jónsson, hægri bakvörður HK, er farinn til Slóvakíu til að ganga frá samningi við Spartak Trnava. 29. júlí 2020 13:30 Valdimar og Valgeir slegið í gegn: „Gangi þeim vel að halda þeim“ „Þetta eru tveir af skemmtilegu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, í umræðum um Valdimar Þór Ingimundarson og Valgeir Valgeirsson. 29. júlí 2020 13:00 Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Brynjar Björn: Dómararnir eiga ekki að vera til umræðu Þjálfari HK var ekki sáttur með varnarleik sinna manna í 3-2 tapinu fyrir Fylki í kvöld. 27. júlí 2020 21:09 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - HK 3-2 | Fylkismenn aftur á sigurbraut Fylkir var 1-2 undir í hálfleik gegn HK en sneri dæminu sér í vil í upphafi seinni hálfleiks og náði í þrjú stig. Lokatölur 3-2, Árbæingum í vil. 27. júlí 2020 20:52 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
HK skoraði sex gegn Aftureldingu HK er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur á Aftureldingu í kvöld. 30. júlí 2020 21:14
Spartak Trnava staðfestir komu Birkis Spartak Trnava hefur staðfest félagaskipti hægri bakvarðarins Birkis Vals Jónssonar sem gengur til liðs við félagið frá uppeldisfélagi sínu HK. 30. júlí 2020 10:30
Birkir Valur farinn til Slóvakíu | Ekki meira með HK í sumar Birkir Valur Jónsson, hægri bakvörður HK, er farinn til Slóvakíu til að ganga frá samningi við Spartak Trnava. 29. júlí 2020 13:30
Valdimar og Valgeir slegið í gegn: „Gangi þeim vel að halda þeim“ „Þetta eru tveir af skemmtilegu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, í umræðum um Valdimar Þór Ingimundarson og Valgeir Valgeirsson. 29. júlí 2020 13:00
Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00
Brynjar Björn: Dómararnir eiga ekki að vera til umræðu Þjálfari HK var ekki sáttur með varnarleik sinna manna í 3-2 tapinu fyrir Fylki í kvöld. 27. júlí 2020 21:09
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - HK 3-2 | Fylkismenn aftur á sigurbraut Fylkir var 1-2 undir í hálfleik gegn HK en sneri dæminu sér í vil í upphafi seinni hálfleiks og náði í þrjú stig. Lokatölur 3-2, Árbæingum í vil. 27. júlí 2020 20:52