Lífið

„Passar kannski vel miðað við ástandið þessa dagana“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrsta lagið sem Eyþór Ingi og Lay Low gefa út saman. 
Fyrsta lagið sem Eyþór Ingi og Lay Low gefa út saman. 

Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hafa sent frá sér glænýtt lag sem heitir Aftur heim til þín. Þetta er í fyrsta skipti sem þau sameina krafta sína og gefa út lag saman.

„Við ákváðum að sameina krafta okkar og við erum mjög sátt með lagið. Þetta er búið að vera skemmtilegur undirbúningur og það er gaman að vinna með henni í þessu verkefni. Vinkona mín Nína Richter samdi textann og einnig grunninn af laginu ásamt æskuvini mínum Baldri Hjörleifssyni en ég og Lay Low tókum það svo lengra. Við ákváðum að frumsýna lagið nú fyrir Verslunarmannahelgina og sérstaklega í ljósi frétta um að nú á að herða aftur aðgerðir vegna Covid-19. Titill lagsins passar kannski vel miðað við ástandið þessa dagana. Það eru því allir að fara heim aftur,“ segir Eyþór Ingi.

Hann bætir við að lagið sé tilvalið fyrir byrjendur á gítar og hvetur fólk til að spreyta sig á laginu og syngja auk þess með. Hljómar og texti eru inn á gitargrip.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×