Skjálfti upp á 3,4 við Grindavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 06:29 Mynd tekin af Grindavík í vor, þegar enn var snjór í túnum. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Jarðskjálfti að stærð 3,4 mældist skömmu fyrir klukkan 4 í nótt, rúmum þremur kílómetrum austur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Jarðvísindamaður á Veðurstofunni segir nokkra eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið og að þeirra stærstur hafi verið 2,2 að stærð. Þrátt fyrir að hrinan hafi átt upptök sín skammt frá Grindavík segir jarðvísindamaðurinn að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um að skjálftinn á fjórða tímanum hafi fundist í byggð. Alls hafa 13 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Skjálftarnir teljast til hrinunnar sem hófst á svæðinu aðfaranótt 19. júlí. Stærsti skjálfti í hrinunni mældist síðar sama dag. Sá var að stærð 5,0 og fylgdu honum nokkrir snarpir eftirskjálftar og fundust þeir víða. Aðeins hefur þó dregið úr virkninni síðustu daga. Sem fyrr segir var skjálftinn í nótt skammt frá Fagradalsfjalli. Gervihnattamyndir af svæðinu bera með sér skýr merki um yfirborðsbreytingar „sem samsvarar hér um bil 3 cm færslu um sprungu sem liggur í NA-SV rétt við Fagradalsfjall,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Hrinan, sem nú er í gangi, er túlkuð sem hluti af lengri atburðarrás sem hófst á Reykjanesskaganum í enda árs 2019 og hefur náð allt frá Eldey fyrir vestan, og að Krýsuvík fyrir austan. Veðurstofan segir að þessi virkni, sem samanstendur bæði af jarðskjálfavirkni og mögulegum kvikuinnskotum, geti verið löng og kaflaskipt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 3,4 mældist skömmu fyrir klukkan 4 í nótt, rúmum þremur kílómetrum austur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Jarðvísindamaður á Veðurstofunni segir nokkra eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið og að þeirra stærstur hafi verið 2,2 að stærð. Þrátt fyrir að hrinan hafi átt upptök sín skammt frá Grindavík segir jarðvísindamaðurinn að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um að skjálftinn á fjórða tímanum hafi fundist í byggð. Alls hafa 13 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Skjálftarnir teljast til hrinunnar sem hófst á svæðinu aðfaranótt 19. júlí. Stærsti skjálfti í hrinunni mældist síðar sama dag. Sá var að stærð 5,0 og fylgdu honum nokkrir snarpir eftirskjálftar og fundust þeir víða. Aðeins hefur þó dregið úr virkninni síðustu daga. Sem fyrr segir var skjálftinn í nótt skammt frá Fagradalsfjalli. Gervihnattamyndir af svæðinu bera með sér skýr merki um yfirborðsbreytingar „sem samsvarar hér um bil 3 cm færslu um sprungu sem liggur í NA-SV rétt við Fagradalsfjall,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Hrinan, sem nú er í gangi, er túlkuð sem hluti af lengri atburðarrás sem hófst á Reykjanesskaganum í enda árs 2019 og hefur náð allt frá Eldey fyrir vestan, og að Krýsuvík fyrir austan. Veðurstofan segir að þessi virkni, sem samanstendur bæði af jarðskjálfavirkni og mögulegum kvikuinnskotum, geti verið löng og kaflaskipt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira