Landsbankinn aldrei lánað jafn mikið til heimila Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2020 19:05 Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins var birt í dag. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hefur aldrei lánað jafn mikið til heimila eins og á fyrri helmingi ársins 2020 eftir því sem fram kemur í uppgjöri bankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem birt var í dag. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 341 milljón króna á meðan að afkoma bankans var neikvæð um 3,3 milljarða eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Sé sama tímabil ársins 2019 borið saman við stöðuna í dag sést að töluverð sveifla hefur verið á afkomu bankans. Afkoma var eins og áður segir neikvæð um 3,3 milljarða samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tíma í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 18,9 milljarðar króna samanborið við 20,5 milljarða í fyrra, 7% lækkun. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 1,1 milljarð króna á milli tímabila og nam 13,2 milljörðum á fyrri helmingi ársins. Eigið fé bankans var 244,4 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfallið 24,9%. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 5,1% frá áramótum, eða um rúma 58 milljarða króna, en þar af voru um 30 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila eins og á fyrri árshelmingi 2020. Alls tóku 3.963 einstaklingar og fjölskyldur íbúðalán hjá bankanum á fyrri árshelmingi að fjárhæð 36 milljarðar króna. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 51 milljarð króna frá áramótum, sem er 7,2% aukning. „Landsbankinn hefur lagt áherslu á að bjóða samkeppnishæfa vexti og einfalt útlánaferli vegna íbúðalána. Þessi stefna hefur skilað sér í mikilli eftirspurn eftir nýjum íbúðalánum sem og endurfjármögnun eldri lána og hafa margir nýir viðskiptavinir bæst í hóp ánægðra viðskiptavina bankans. Markaðshlutdeild bankans í íbúðalánum hefur aukist umtalsvert og í júlí hefur velta íbúðalána slegið enn eitt metið og verið sú mesta frá upphafi. Kannanir sýna mikla ánægju með þjónustu bankans og ljóst er að vel útfærð stafræn framsetning á vörum og þjónustu hefur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina,“ Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Landsbankinn hefur aldrei lánað jafn mikið til heimila eins og á fyrri helmingi ársins 2020 eftir því sem fram kemur í uppgjöri bankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem birt var í dag. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 341 milljón króna á meðan að afkoma bankans var neikvæð um 3,3 milljarða eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Sé sama tímabil ársins 2019 borið saman við stöðuna í dag sést að töluverð sveifla hefur verið á afkomu bankans. Afkoma var eins og áður segir neikvæð um 3,3 milljarða samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tíma í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans voru 18,9 milljarðar króna samanborið við 20,5 milljarða í fyrra, 7% lækkun. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 1,1 milljarð króna á milli tímabila og nam 13,2 milljörðum á fyrri helmingi ársins. Eigið fé bankans var 244,4 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfallið 24,9%. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 5,1% frá áramótum, eða um rúma 58 milljarða króna, en þar af voru um 30 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila eins og á fyrri árshelmingi 2020. Alls tóku 3.963 einstaklingar og fjölskyldur íbúðalán hjá bankanum á fyrri árshelmingi að fjárhæð 36 milljarðar króna. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 51 milljarð króna frá áramótum, sem er 7,2% aukning. „Landsbankinn hefur lagt áherslu á að bjóða samkeppnishæfa vexti og einfalt útlánaferli vegna íbúðalána. Þessi stefna hefur skilað sér í mikilli eftirspurn eftir nýjum íbúðalánum sem og endurfjármögnun eldri lána og hafa margir nýir viðskiptavinir bæst í hóp ánægðra viðskiptavina bankans. Markaðshlutdeild bankans í íbúðalánum hefur aukist umtalsvert og í júlí hefur velta íbúðalána slegið enn eitt metið og verið sú mesta frá upphafi. Kannanir sýna mikla ánægju með þjónustu bankans og ljóst er að vel útfærð stafræn framsetning á vörum og þjónustu hefur mælst vel fyrir meðal viðskiptavina,“ Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.
Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira