Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 08:00 Breiðablik hefur verið á ágætis skriði það sem af er sumri. Vísir/Bára Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á Fylki í Árbænum í gærkvöld. Var þetta sjöundi leikur liðsins í Pepsi Max deildinni en flest lið deildarinnar hafa nú leikið sjö eða átta leiki. Það sem meira er að þetta var sjöundi sigurleikur Blika sem og sjöunda skiptið í röð sem þær halda hreinu. Þá unnu Blikar 1-0 sigur á Fylki í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Því hefur liðið leikið átta leiki án þess að fá á sig mark en hér verður árangurinn í deildinni skoðaður. Ólafur Pétursson [markmannsþjálfari Blika] og Þorsteinn Halldórsson virðast leggja mikið upp úr stífum varnarleik ef marka má varnarárangur Breiðabliks undanfarin ár.Vísir/Bára Síðan Þorsteinn Halldórsson tók við stjórnartaumunum á Kópavogsvelli hefur Blika liðið verið ógnarsterkt varnarlega ásamt því að skora haug af mörkum. Hvað Þorsteinn lét leikmenn sína gera á meðan hefðbundnar fótboltaæfingar voru ekki leyfilegar í Covid-pásunni svokölluðu er rannsóknarefni en þær virðast hreint óstöðvandi. Ef fer sem horfir þá bætir Breiðablik eigin árangur í Pepsi Max deild kvenna en eftir sjö leiki er liðið ekki aðeins með fullt hús stiga heldur hafa þær skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Líkt og árið 2015 – sem var fyrsta ár Þorsteins með liðið – er Sonný Lára Þráinsdóttir í marki Blika en á sama tímapunkti það sumarið hafði hún þegar þurft að sækja boltann tvívegis í netið. Þá gerðu Blikar 1-1 jafntefli við KR í 3. umferð svo árangur liðsins það sem af er sumri er töluvert betri en fyrir fimm árum Sonný Lára eftir sigurinn á Fylki.Vísir/Sveinn Liðið varð þó Íslandsmeistari það sumarið, endaði með 50 stig og fékk aðeins á sig fjögur mörk. Eflaust myndu þær taka sama árangri fagnandi í ár en það er þó erfitt að sjá hvaða lið á að skora gegn þeim. Blikar hafa nefnilega unnið 4-0 sigra á bæði Val og Fylki en það eru liðin sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Fari svo að Breiðablik vinni leikinn sem þeir eiga inni á Val þá verða þær með fimm stiga forystu þegar mótið er hálfnað. Fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna álíka árangur og Breiðablik skartar eftir sjö umferðir. Þá var Stjarnan á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en liðið hafði fengið á sig eitt mark og „aðeins“ skorað 25 [Blikar hafa skorað 28 til þessa í sumar]. Stjarnan fékk á sig sex mörk sumarið 2013 en það er það næsta sem lið kemst varnarárangri Blika frá 2015 þegar liðið fékk aðeins á sig fjögur mörk í 18 leikjum. Nú virðist sem Blikar ætli að gera gott betur og einfaldlega sleppa því að fá á sig mark. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á Fylki í Árbænum í gærkvöld. Var þetta sjöundi leikur liðsins í Pepsi Max deildinni en flest lið deildarinnar hafa nú leikið sjö eða átta leiki. Það sem meira er að þetta var sjöundi sigurleikur Blika sem og sjöunda skiptið í röð sem þær halda hreinu. Þá unnu Blikar 1-0 sigur á Fylki í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Því hefur liðið leikið átta leiki án þess að fá á sig mark en hér verður árangurinn í deildinni skoðaður. Ólafur Pétursson [markmannsþjálfari Blika] og Þorsteinn Halldórsson virðast leggja mikið upp úr stífum varnarleik ef marka má varnarárangur Breiðabliks undanfarin ár.Vísir/Bára Síðan Þorsteinn Halldórsson tók við stjórnartaumunum á Kópavogsvelli hefur Blika liðið verið ógnarsterkt varnarlega ásamt því að skora haug af mörkum. Hvað Þorsteinn lét leikmenn sína gera á meðan hefðbundnar fótboltaæfingar voru ekki leyfilegar í Covid-pásunni svokölluðu er rannsóknarefni en þær virðast hreint óstöðvandi. Ef fer sem horfir þá bætir Breiðablik eigin árangur í Pepsi Max deild kvenna en eftir sjö leiki er liðið ekki aðeins með fullt hús stiga heldur hafa þær skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Líkt og árið 2015 – sem var fyrsta ár Þorsteins með liðið – er Sonný Lára Þráinsdóttir í marki Blika en á sama tímapunkti það sumarið hafði hún þegar þurft að sækja boltann tvívegis í netið. Þá gerðu Blikar 1-1 jafntefli við KR í 3. umferð svo árangur liðsins það sem af er sumri er töluvert betri en fyrir fimm árum Sonný Lára eftir sigurinn á Fylki.Vísir/Sveinn Liðið varð þó Íslandsmeistari það sumarið, endaði með 50 stig og fékk aðeins á sig fjögur mörk. Eflaust myndu þær taka sama árangri fagnandi í ár en það er þó erfitt að sjá hvaða lið á að skora gegn þeim. Blikar hafa nefnilega unnið 4-0 sigra á bæði Val og Fylki en það eru liðin sem sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Fari svo að Breiðablik vinni leikinn sem þeir eiga inni á Val þá verða þær með fimm stiga forystu þegar mótið er hálfnað. Fara þarf aftur til ársins 2013 til að finna álíka árangur og Breiðablik skartar eftir sjö umferðir. Þá var Stjarnan á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en liðið hafði fengið á sig eitt mark og „aðeins“ skorað 25 [Blikar hafa skorað 28 til þessa í sumar]. Stjarnan fékk á sig sex mörk sumarið 2013 en það er það næsta sem lið kemst varnarárangri Blika frá 2015 þegar liðið fékk aðeins á sig fjögur mörk í 18 leikjum. Nú virðist sem Blikar ætli að gera gott betur og einfaldlega sleppa því að fá á sig mark.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52