Banna heimsóknir í Viktoríuríki vegna veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 07:19 Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilis í Melborune sjást hér fleygja notuðum lækningavörum. Getty/ Asanka Ratnayake Kórónuveirufaraldurinn virðist alls ekki í rénun í stærstu ríkjum heims. Í Brasilíu féll nýtt met í gær þegar staðfest smit voru 70 þúsund á einum sólarhring og rúmlega 1500 létu lífið. Í Ástralíu er ástandið einnig erfitt, ekki síst á hjúkrunarheimilum og á meðal heilbrigðisstarfsmanna. Sjöhundruð ný smit voru staðfest í Viktoríuríki í suðausturhluta landsins og þar létu þrettán lífið í gær. Þetta var 25 dagurinn í röð sem fleiri en 100 smitast í Ástralíu og aldrei hafa fleiri látið lífið í landinu á einum sólarhring vegna veirunnar. Fyrir vikið hefur ríkisstjóri Viktoríu bannað heimsóknir í nokkrum héröðum suðvestur af Melbourne og mun fólk þurfa að bera andlitsgrímu utandyra eftir helgi. Þar að auki hefur verið tekið fyrir brúðkaup og jarðafarir. Hins vegar má fólk áfram fara á veitingastaði og kaffihúsi, stunda hópíþróttir og fara í líkamsræktarstöðvar. Útgöngubann er nú þegar í gildi í Melbourne og má fólk aðeins yfirgefa heimili sitt til að kaupa í matinn, fara í vinnuna eða hlúa að nánum ættingjum. Í Bandaríkjunum fór fjöldi látinna af völdum Covid 19 yfir 150 þúsund manns í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Met voru slegin í Kaliforníu, Flórída og Texas í þessum efnum, aldrei hafa fleiri látið lífið á einum sólarhring í þessum þremur af stærstu ríkjum Bandaríkjanna. Í Flórída hefur jafnframt verið tekin ákvörðun um að nemendur á stór Miami-svæðinu sitji heima þegar skólahald hefst á ný í haust. Alls hafa 10 þúsund manns dáið vestanhafs á síðustu 11 dögum og hafa dauðsföllin ekki verið fleiri síðan í júní. Aftur á móti hefur meðtalsfjöldi smita á viku í Bandaríkjunum lækkað örlítið og er nú tæplega 66 þúsund smit á dag. Á heimsvísu hafa nú sautján milljónir manna smitast af veirunni. Fimm daga af síðustu sjö hefur smituðum á heimsvísu fjölgað um meira en 250 þúsund manns á sólarhring. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bandaríkin Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn virðist alls ekki í rénun í stærstu ríkjum heims. Í Brasilíu féll nýtt met í gær þegar staðfest smit voru 70 þúsund á einum sólarhring og rúmlega 1500 létu lífið. Í Ástralíu er ástandið einnig erfitt, ekki síst á hjúkrunarheimilum og á meðal heilbrigðisstarfsmanna. Sjöhundruð ný smit voru staðfest í Viktoríuríki í suðausturhluta landsins og þar létu þrettán lífið í gær. Þetta var 25 dagurinn í röð sem fleiri en 100 smitast í Ástralíu og aldrei hafa fleiri látið lífið í landinu á einum sólarhring vegna veirunnar. Fyrir vikið hefur ríkisstjóri Viktoríu bannað heimsóknir í nokkrum héröðum suðvestur af Melbourne og mun fólk þurfa að bera andlitsgrímu utandyra eftir helgi. Þar að auki hefur verið tekið fyrir brúðkaup og jarðafarir. Hins vegar má fólk áfram fara á veitingastaði og kaffihúsi, stunda hópíþróttir og fara í líkamsræktarstöðvar. Útgöngubann er nú þegar í gildi í Melbourne og má fólk aðeins yfirgefa heimili sitt til að kaupa í matinn, fara í vinnuna eða hlúa að nánum ættingjum. Í Bandaríkjunum fór fjöldi látinna af völdum Covid 19 yfir 150 þúsund manns í gær samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Met voru slegin í Kaliforníu, Flórída og Texas í þessum efnum, aldrei hafa fleiri látið lífið á einum sólarhring í þessum þremur af stærstu ríkjum Bandaríkjanna. Í Flórída hefur jafnframt verið tekin ákvörðun um að nemendur á stór Miami-svæðinu sitji heima þegar skólahald hefst á ný í haust. Alls hafa 10 þúsund manns dáið vestanhafs á síðustu 11 dögum og hafa dauðsföllin ekki verið fleiri síðan í júní. Aftur á móti hefur meðtalsfjöldi smita á viku í Bandaríkjunum lækkað örlítið og er nú tæplega 66 þúsund smit á dag. Á heimsvísu hafa nú sautján milljónir manna smitast af veirunni. Fimm daga af síðustu sjö hefur smituðum á heimsvísu fjölgað um meira en 250 þúsund manns á sólarhring.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bandaríkin Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira