Valdimar og Valgeir slegið í gegn: „Gangi þeim vel að halda þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 13:00 Valgeir Valgeirsson og Valdimar Þór Ingimundarson hafa farið á kostum í sumar. vísir/hag/vilhelm Leikur Fylkis og HK var á vissan hátt einvígi tveggja af mest spennandi leikmönnum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, þeirra Valdimars Þórs Ingimundarsonar og Valgeirs Valgeirssonar. Valdimar hefur skorað sex mörk í níu leikjum fyrir Fylki í sumar og Valgeir fjögur í átta leikjum fyrir HK, en þeir gera hins vegar helling til viðbótar fyrir sín lið. Í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær var frammistaða þeirra Valdimars og Valgeirs borin saman en þeir sviku engan með frammistöðu sinni í Árbænum í fyrrakvöld, þegar Fylkir vann 3-2. „Það er magnað að Valdimar, í kringum tvítugt, og Valgeir sem er nýbúið að ferma, séu langmikilvægustu leikmenn þessara liða. Það sást ansi greinilega í þessum leik. Valgeir með tvö mörk og Valdimar með eitt mark og tvær stoðsendingar,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í Pepsi Max stúkunni. Veit örugglega ekki hvað mótherjarnir heita „Það sem mér finnst líka magnað að sjá með þessa stráka er stöðugleikinn í þeirra leik. Auðvitað kemur einn og einn leikur þar sem þeir eru ekki [upp á sitt besta] en það er ekki vanalegt hjá ungum leikmönnum að halda svona uppi stöðugleika leik eftir leik,“ sagði Reynir Leósson og bætti við: „Mér finnst þeir svo hugrakkir, óhræddir við alla, og ég veit að þannig er það alla vega með Valdimar að hann veit örugglega ekki hvað þeir heita sem eru að mæta honum. Hann hleypur á alla og er alveg sama, og þannig held ég að það sé með þá báða. Það sem þeir eiga líka sameiginlegt er að þeir spila á báðum helmingum. Það er að segja, þeir verjast og sækja. Þeir eru duglegir í varnarvinnu, rosalega vinnusamir og taktískt nokkuð sterkir varnarlega.“ Gætu klárlega gert ágætis hluti erlendis „Gangi þeim vel að halda þeim,“ sagði Guðmundur Benediktsson enda ljóst að Fylkir og HK gætu vel þurft að kveðja Valdimar og Valgeir, jafnvel strax núna í ágúst. „Það væri gaman fyrir okkur að þeir yrðu hérna út tímabilið en báðir þessir leikmenn eru á því kaliberi að þeir eiga klárlega að geta gert ágætis hluti erlendis. Valgeir er bara 17 ára, svo það liggur ekkert rosalega á fyrir hann, en það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði hér aftur á næsta ári,“ sagði Davíð. Klippa: Pepsi Max stúkan - Valdimar og Valgeir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir HK Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Leikur Fylkis og HK var á vissan hátt einvígi tveggja af mest spennandi leikmönnum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, þeirra Valdimars Þórs Ingimundarsonar og Valgeirs Valgeirssonar. Valdimar hefur skorað sex mörk í níu leikjum fyrir Fylki í sumar og Valgeir fjögur í átta leikjum fyrir HK, en þeir gera hins vegar helling til viðbótar fyrir sín lið. Í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær var frammistaða þeirra Valdimars og Valgeirs borin saman en þeir sviku engan með frammistöðu sinni í Árbænum í fyrrakvöld, þegar Fylkir vann 3-2. „Það er magnað að Valdimar, í kringum tvítugt, og Valgeir sem er nýbúið að ferma, séu langmikilvægustu leikmenn þessara liða. Það sást ansi greinilega í þessum leik. Valgeir með tvö mörk og Valdimar með eitt mark og tvær stoðsendingar,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í Pepsi Max stúkunni. Veit örugglega ekki hvað mótherjarnir heita „Það sem mér finnst líka magnað að sjá með þessa stráka er stöðugleikinn í þeirra leik. Auðvitað kemur einn og einn leikur þar sem þeir eru ekki [upp á sitt besta] en það er ekki vanalegt hjá ungum leikmönnum að halda svona uppi stöðugleika leik eftir leik,“ sagði Reynir Leósson og bætti við: „Mér finnst þeir svo hugrakkir, óhræddir við alla, og ég veit að þannig er það alla vega með Valdimar að hann veit örugglega ekki hvað þeir heita sem eru að mæta honum. Hann hleypur á alla og er alveg sama, og þannig held ég að það sé með þá báða. Það sem þeir eiga líka sameiginlegt er að þeir spila á báðum helmingum. Það er að segja, þeir verjast og sækja. Þeir eru duglegir í varnarvinnu, rosalega vinnusamir og taktískt nokkuð sterkir varnarlega.“ Gætu klárlega gert ágætis hluti erlendis „Gangi þeim vel að halda þeim,“ sagði Guðmundur Benediktsson enda ljóst að Fylkir og HK gætu vel þurft að kveðja Valdimar og Valgeir, jafnvel strax núna í ágúst. „Það væri gaman fyrir okkur að þeir yrðu hérna út tímabilið en báðir þessir leikmenn eru á því kaliberi að þeir eiga klárlega að geta gert ágætis hluti erlendis. Valgeir er bara 17 ára, svo það liggur ekkert rosalega á fyrir hann, en það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði hér aftur á næsta ári,“ sagði Davíð. Klippa: Pepsi Max stúkan - Valdimar og Valgeir
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir HK Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira