Táragasi verið beitt minnst fjórum sinnum frá lýðveldisstofnun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2020 21:00 Lögreglunni á Íslandi er heimilt að beita táragasi þrátt fyrir að gasið sé skilgreint sem efnavopn sem ekki má beita í stríði. Beiting lögreglunnar víða erlendis á táragasi hefur sætt gagnrýni að undanförnu. Ríkislögreglustjóri hefur ekki upplýsingar um hversu miklar birgðir úðavopna eru til í landinu. Að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni hefur lögreglan á Íslandi beitt táragasi svo vitað sé. Algengara er að piparúða sé beitt. Notkun táragass var nokkuð til umræðu í erlendum fjölmiðlum fyrr í sumar vegna notkunar lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum, einkum í Bandaríkjunum í þeirri mótmælaöldu sem þar hefur geysað. Var það sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi innanlands. Samkvæmt svari Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu gilda strangar reglur um beitingu gasvopna hér á landi. Þannig er til að mynda óheimilt að vopnast gasvopnum nema samkvæmt ákvörðun og með heimild yfirmanns. Þjálfun lögreglumanna er jafnframt skilyrði og má gasvopnum einungis beita í sérstökum hættutilvikum, eða ef lögregluaðgerð verður ekki framkvæmd á annan hátt, án þess að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra hefur táragasi verið beitt að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni svo vitað sé. Það hafi þó ekki verið tekið saman nákvæmlega þannig að tilfellin gætu verið fleiri. Tilfellin fjögur sem vitað er um voru í maí 1945 þegar lögreglan beitti táragasi vegna grjótkasts milli breskra hermanna og Íslendinga, í mars 1949 gegn mótmælendum sem voru andsnúnir inngöngu Íslands í NATO, í júlí 1959 beitti fáliðuð lögregla táragasi í aðgerðum við Hótel Höfn á Siglufirði og þá var táragasi beitt gegn mótmælendum í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Piparúða oftar beitt Fréttastofa spurðist einnig fyrir um hversu miklar birgðir af táragasi séu til í landinu og hvort lögregla hafi slíkt vopn til umráða í öllum umdæmum. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra liggja í fljótu bragði ekki fyrir upplýsingar um hversu mikið er til af úðavopnum hér á landi en samkvæmt reglunum geti öll lögregluliðin haft slíkan búnað. Öllu algengara er að lögregla beiti piparúða. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra var piparúða beitt 35 sinnum við handtökur í fyrra sem eru flest skráð tilfelli allt aftur til ársins 2005. Þá var piparúða ógnað 40 sinnum til viðbótar. Fjöldi tilvika þar sem piparúða var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Reglur gilda einnig um beitingu kylfu. Þannig beitti lögregla kylfu níu sinnum í fyrra miðað við svar ríkislögreglustjóra og ógnaði kylfu níu sinnum. Oftast var kylfum beitt árin 2008 og 2009 líkt og sjá má í grafinu hér að neðan. Fjöldi tilvika þar sem kylfu var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Lögreglan Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Lögreglunni á Íslandi er heimilt að beita táragasi þrátt fyrir að gasið sé skilgreint sem efnavopn sem ekki má beita í stríði. Beiting lögreglunnar víða erlendis á táragasi hefur sætt gagnrýni að undanförnu. Ríkislögreglustjóri hefur ekki upplýsingar um hversu miklar birgðir úðavopna eru til í landinu. Að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni hefur lögreglan á Íslandi beitt táragasi svo vitað sé. Algengara er að piparúða sé beitt. Notkun táragass var nokkuð til umræðu í erlendum fjölmiðlum fyrr í sumar vegna notkunar lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum, einkum í Bandaríkjunum í þeirri mótmælaöldu sem þar hefur geysað. Var það sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi innanlands. Samkvæmt svari Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu gilda strangar reglur um beitingu gasvopna hér á landi. Þannig er til að mynda óheimilt að vopnast gasvopnum nema samkvæmt ákvörðun og með heimild yfirmanns. Þjálfun lögreglumanna er jafnframt skilyrði og má gasvopnum einungis beita í sérstökum hættutilvikum, eða ef lögregluaðgerð verður ekki framkvæmd á annan hátt, án þess að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra hefur táragasi verið beitt að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni svo vitað sé. Það hafi þó ekki verið tekið saman nákvæmlega þannig að tilfellin gætu verið fleiri. Tilfellin fjögur sem vitað er um voru í maí 1945 þegar lögreglan beitti táragasi vegna grjótkasts milli breskra hermanna og Íslendinga, í mars 1949 gegn mótmælendum sem voru andsnúnir inngöngu Íslands í NATO, í júlí 1959 beitti fáliðuð lögregla táragasi í aðgerðum við Hótel Höfn á Siglufirði og þá var táragasi beitt gegn mótmælendum í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Piparúða oftar beitt Fréttastofa spurðist einnig fyrir um hversu miklar birgðir af táragasi séu til í landinu og hvort lögregla hafi slíkt vopn til umráða í öllum umdæmum. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra liggja í fljótu bragði ekki fyrir upplýsingar um hversu mikið er til af úðavopnum hér á landi en samkvæmt reglunum geti öll lögregluliðin haft slíkan búnað. Öllu algengara er að lögregla beiti piparúða. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra var piparúða beitt 35 sinnum við handtökur í fyrra sem eru flest skráð tilfelli allt aftur til ársins 2005. Þá var piparúða ógnað 40 sinnum til viðbótar. Fjöldi tilvika þar sem piparúða var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Reglur gilda einnig um beitingu kylfu. Þannig beitti lögregla kylfu níu sinnum í fyrra miðað við svar ríkislögreglustjóra og ógnaði kylfu níu sinnum. Oftast var kylfum beitt árin 2008 og 2009 líkt og sjá má í grafinu hér að neðan. Fjöldi tilvika þar sem kylfu var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri
Lögreglan Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira