Bandarískur forstjóri flutti fjölskylduna til Íslands þar sem börnin geta verið frjáls Birgir Olgeirsson skrifar 28. júlí 2020 19:05 Kevin Laws, forstjóri AngelList. Forstjóri bandarísks stórfyrirtækisins ákvað að flytja með fjölskylduna til Íslands til að geta lifað eðlilegu lífi. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með að geta notið lífsins áhyggjulaust í miðjum heimsfaraldri. Kevin Laws er forstjóri bandaríska fyrirtækisins AngelList sem aðstoðar sprotafyrirtæki við að vaxa og dafna. Voru eignir fyrirtækisins metnar á 244 milljarða íslenskra króna í fyrra. Kevin og fjölskylda hans búa í San Fransisco í Bandaríkjunum. Þegar ljóst var að líf barnanna yrði takmörkum háð, sökum sóttvarnaráðstafana í borginni, leitaði Kevin að stað þar sem þau gætu verið frjálsari. Þegar hann fékk boð um að aðstoða sprotafyrirtæki á Íslandi stóð ekki á svörum. „Ég hafði fylgst með því hvaða lönd höfðu brugðist vel við kórónuveirufaraldrinum. Ísland var eitt þeirra landa. Mér var boðið að vinna með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi. Þegar ég fékk boðið var ekki spurning fyrir mig að koma hingað með fjölskylduna. Hér er hægt að lifa eðlilegu lífi á öruggan máta,“ segir Kevin Laws. Má vera í 90 daga Hann sjálfur getur unnið vinnuna sína hvar sem er, svo lengi sem hann hefur nettengingu. Þannig hefur það verið hjá fólki sem starfar í tæknigeiranum í Bandaríkjunum. Sumir hafa valið að flytja til aldraðra foreldra sinna og vinna þaðan á meðan þeir hugsa um þá. Aðrir hafa leitað uppi öruggari lönd á borð við Nýja Sjáland og Ísland. Kevin tekur þó fram að þó hann sætti sig við að vera nánast hvar sem er svo lengi sem hann hefur aðgang að nettenginu, þá eigi það sama ekki við um börnin hans, þau þurfi aðeins meira frelsi en hann. „Líkt og sonur minn sem fór á fótboltaæfingar í gegnum fjarfundi á Zoom-forritinu. Á Íslandi fá þau að æfa sig á fótboltavellinum og skemmta sér konunglega.“ Verandi frá Bandaríkjunum þurfti Kevin að fá boð frá íslensku fyrirtæki um að vinna á Íslandi til að fá að ferðast hingað. Yfirvöld hafi farið yfir umsóknina og samþykki fékkst. Hann má vera hér í 90 daga með fjölskyldu sinni, eða fram í október, en segir að dvölin muni ráðast af því hvort að skólastarf barnanna muni fara fram í gegnum fjarkennslu eða ekki. Ef þau eigi að mæta í skólann þá fari þau aftur til Bandaríkjanna. Frelsið einstakt Hann segir þau hafa farið Gullna hringinn en aðallega hafi þau notið þess að vera frjáls utan dyra í Reykjavík. Eitthvað sem er ekki hægt að gera í Kaliforníu. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með það ástandið sem þeir búa við. „Það að hafa ríkisstjórn sem hefur komið á góðri leið til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum, með prófum og smitrakningu, sem verður þess valdandi að þið getið verði örugg en á sama tíma opin. Það eru ekki margir staðir á jörðinni þannig núna.“ Þó ástandið sé dökkt í Bandaríkjunum í dag er hann bjartsýnn á að það muni lagast í vetur. „Jákvæðni er svolítið bundin við þann geira sem ég starfa í. En ég er bjartsýnn því ég veit hvað er að gerast þegar kemur að þróun meðferða við veikindunum og bóluefnis. Ég trúi því að í lok vetrar munum við sjá eitthvað af því fyrir almenning. Þangað til snýst þetta um að geta lifað af bæði heilsufarslega og efnahagslega þar til bóluefni kemst á markað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Forstjóri bandarísks stórfyrirtækisins ákvað að flytja með fjölskylduna til Íslands til að geta lifað eðlilegu lífi. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með að geta notið lífsins áhyggjulaust í miðjum heimsfaraldri. Kevin Laws er forstjóri bandaríska fyrirtækisins AngelList sem aðstoðar sprotafyrirtæki við að vaxa og dafna. Voru eignir fyrirtækisins metnar á 244 milljarða íslenskra króna í fyrra. Kevin og fjölskylda hans búa í San Fransisco í Bandaríkjunum. Þegar ljóst var að líf barnanna yrði takmörkum háð, sökum sóttvarnaráðstafana í borginni, leitaði Kevin að stað þar sem þau gætu verið frjálsari. Þegar hann fékk boð um að aðstoða sprotafyrirtæki á Íslandi stóð ekki á svörum. „Ég hafði fylgst með því hvaða lönd höfðu brugðist vel við kórónuveirufaraldrinum. Ísland var eitt þeirra landa. Mér var boðið að vinna með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi. Þegar ég fékk boðið var ekki spurning fyrir mig að koma hingað með fjölskylduna. Hér er hægt að lifa eðlilegu lífi á öruggan máta,“ segir Kevin Laws. Má vera í 90 daga Hann sjálfur getur unnið vinnuna sína hvar sem er, svo lengi sem hann hefur nettengingu. Þannig hefur það verið hjá fólki sem starfar í tæknigeiranum í Bandaríkjunum. Sumir hafa valið að flytja til aldraðra foreldra sinna og vinna þaðan á meðan þeir hugsa um þá. Aðrir hafa leitað uppi öruggari lönd á borð við Nýja Sjáland og Ísland. Kevin tekur þó fram að þó hann sætti sig við að vera nánast hvar sem er svo lengi sem hann hefur aðgang að nettenginu, þá eigi það sama ekki við um börnin hans, þau þurfi aðeins meira frelsi en hann. „Líkt og sonur minn sem fór á fótboltaæfingar í gegnum fjarfundi á Zoom-forritinu. Á Íslandi fá þau að æfa sig á fótboltavellinum og skemmta sér konunglega.“ Verandi frá Bandaríkjunum þurfti Kevin að fá boð frá íslensku fyrirtæki um að vinna á Íslandi til að fá að ferðast hingað. Yfirvöld hafi farið yfir umsóknina og samþykki fékkst. Hann má vera hér í 90 daga með fjölskyldu sinni, eða fram í október, en segir að dvölin muni ráðast af því hvort að skólastarf barnanna muni fara fram í gegnum fjarkennslu eða ekki. Ef þau eigi að mæta í skólann þá fari þau aftur til Bandaríkjanna. Frelsið einstakt Hann segir þau hafa farið Gullna hringinn en aðallega hafi þau notið þess að vera frjáls utan dyra í Reykjavík. Eitthvað sem er ekki hægt að gera í Kaliforníu. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með það ástandið sem þeir búa við. „Það að hafa ríkisstjórn sem hefur komið á góðri leið til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum, með prófum og smitrakningu, sem verður þess valdandi að þið getið verði örugg en á sama tíma opin. Það eru ekki margir staðir á jörðinni þannig núna.“ Þó ástandið sé dökkt í Bandaríkjunum í dag er hann bjartsýnn á að það muni lagast í vetur. „Jákvæðni er svolítið bundin við þann geira sem ég starfa í. En ég er bjartsýnn því ég veit hvað er að gerast þegar kemur að þróun meðferða við veikindunum og bóluefnis. Ég trúi því að í lok vetrar munum við sjá eitthvað af því fyrir almenning. Þangað til snýst þetta um að geta lifað af bæði heilsufarslega og efnahagslega þar til bóluefni kemst á markað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira