Lífið

Axel gefur út nýtt myndband við lagið Take Me Home, Country Roads

Stefán Árni Pálsson skrifar
Axel gefur út myndband við þekkt lag sem kom fyrst út árið 1971.
Axel gefur út myndband við þekkt lag sem kom fyrst út árið 1971.

Tónlistamaðurinn Axel Ómarsson frumsýnir nýtt myndband við lagið Take Me Home, Country Roads hér á Vísi í dag.

Um er að ræða lag frá árið 1971 sem margir ættu að kannast við, sérstaklega stuðningsmenn Manchester United.

Lagið er eftir John Denver, Bill Danhoff og Taffy Nivert.

Útgáfa Axels er unnin í samstarfi við Milo Deering.

„Milo Deering er einn af virtari country hljóðfæraleikurum í Bandaríkjunum. Hann hefur spilað inn á mörg hundruð plötur á sínum ferli með listamönnum eins og LeeAnn Rimes, Eli Young Band, Madonna, Don Henley og mörgum fleirum,“ segir Axel.

„Milo hefur verið í tónleikasveit Eagles og Don Henley um árabil, og hefur komið fram á CMA Awards, the Grammys, Tonight Show, David Letterman og fl. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna sem hljóðfæraleikari í country heiminum vestra.“

Myndbandið var tekið upp Grímsnesi og í Dallas í Texas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×