Ólögleg starfsemi þrífist í skjóli sparisjóðsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 10:11 Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin gagnrýna Sparisjóð Strandamanna fyrir viðskipti hans við smálánafyrirtæki. Sparisjóðurinn veiti innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu ehf. aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna og innheimti ólögleg smálán í gegnum reikning sparisjóðsins. Fólki berist því innheimtukröfur frá smálánafyrirtækjum vegna „ólöglegra lána í gegnum sparisjóðinn“ og fyrir vikið þrífist fyrirtækin í skjóli Strandamanna. Neytendasamtökin segjast ítrekað hafa krafist svara frá sparisjóðnum um hvert framhald viðskiptasambands hans við Almenna innheimtu verður. Hvort standi til að segja því upp eða hvort „Sparisjóður Strandamanna muni áfram leggja sitt að mörkum til að tryggja að skipulögð brotastarfsemi smálánafyrirtækja fái viðgengist hér á landi,“ eins og það er orðað í orðsendingu Neytendasamtakanna. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í fyrrnefndi orðsendingu er minnt á að Almenn innheimta, eigandi þess og lögmaður hafi hlotið aðfinnslur og og áminningar lögmannafélagsins vegna innheimtustarfsemi sinnar, eins og lesa má um hér. „Eftir ábendingar Neytendasamtakanna hafa stærri fjármálafyrirtæki úthýst innheimtufyrirtækinu og vita samtökin ekki til þess að nokkurt íslenskt fyrirtæki eigi í dag viðskipti við Almenna innheimtu eða hin alræmdu smálánafyrirtæki,“ segja Neytendasamtökin. Ný stjórn Sparisjóðs Strandamanna tók til starfa í júníbyrjun og hefur ekki tekið erindi Neytendasamtakanna fyrir. Víðir Álfgeir Sigurðarson, nýr stjórnarformaður sjóðsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að þar, eins og annars staðar, væru mörg í sumarfríi þessa dagana en að hann geri ráð fyrir að málið verði tekið upp á næsta stjórnarfundi í lok ágúst. Smálán Íslenskir bankar Neytendur Tengdar fréttir Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Neytendasamtökin gagnrýna Sparisjóð Strandamanna fyrir viðskipti hans við smálánafyrirtæki. Sparisjóðurinn veiti innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu ehf. aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna og innheimti ólögleg smálán í gegnum reikning sparisjóðsins. Fólki berist því innheimtukröfur frá smálánafyrirtækjum vegna „ólöglegra lána í gegnum sparisjóðinn“ og fyrir vikið þrífist fyrirtækin í skjóli Strandamanna. Neytendasamtökin segjast ítrekað hafa krafist svara frá sparisjóðnum um hvert framhald viðskiptasambands hans við Almenna innheimtu verður. Hvort standi til að segja því upp eða hvort „Sparisjóður Strandamanna muni áfram leggja sitt að mörkum til að tryggja að skipulögð brotastarfsemi smálánafyrirtækja fái viðgengist hér á landi,“ eins og það er orðað í orðsendingu Neytendasamtakanna. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í fyrrnefndi orðsendingu er minnt á að Almenn innheimta, eigandi þess og lögmaður hafi hlotið aðfinnslur og og áminningar lögmannafélagsins vegna innheimtustarfsemi sinnar, eins og lesa má um hér. „Eftir ábendingar Neytendasamtakanna hafa stærri fjármálafyrirtæki úthýst innheimtufyrirtækinu og vita samtökin ekki til þess að nokkurt íslenskt fyrirtæki eigi í dag viðskipti við Almenna innheimtu eða hin alræmdu smálánafyrirtæki,“ segja Neytendasamtökin. Ný stjórn Sparisjóðs Strandamanna tók til starfa í júníbyrjun og hefur ekki tekið erindi Neytendasamtakanna fyrir. Víðir Álfgeir Sigurðarson, nýr stjórnarformaður sjóðsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að þar, eins og annars staðar, væru mörg í sumarfríi þessa dagana en að hann geri ráð fyrir að málið verði tekið upp á næsta stjórnarfundi í lok ágúst.
Smálán Íslenskir bankar Neytendur Tengdar fréttir Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54