Ágúst: Eins og enginn vilji koma í Gróttu Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júlí 2020 22:01 Ágúst reynir og reynir að fá menn í Gróttu en það gengur ekkert. vísir/daníel Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu fannst hans lið eiga meira skilið úr leiknum gegn FH í dag en Hafnfirðingar fóru þar með 2-1 sigur af hólmi. Hér að neðan má sjá bút úr viðtalinu við Ágúst úr Pepsi Max Tilþrifunum. „Þetta er sennilega besta frammistaða okkar í deildinni í sumar. Þetta er besti völlurinn á landinu, gaman að koma hingað og sýna úr hverju við erum gerðir. Svekkelsið er að þegar þú sýnir góða frammistöðu að fá ekki neitt út úr henni. Ég var brjálaður inni í klefa, menn voru sáttir með frammistöðuna en ég er ósáttur að fá ekkert út úr þessu.“ Grótta setti FH-inga oft undir ansi mikla pressu og undir lokin var einstefna að marki heimamanna. „Við getum skoðað þennan leik og tekið ansi margt út úr honum fyrir framhaldið. En stigasöfnunin var núll stig í dag, því miður. Með svona frammistöðu eigum við að taka þrjá punkta og ekkert annað og það er það sem svíður og er svekkjandi.“ „Við erum í leit að stigum og það er það sem telur í þessu. Við þurfum að koma okkur upp töfluna en ég tek það ekki af strákunum að þetta var frábær frammistaða og frábær stuðningur. Það var eins og við værum á heimavelli,“ sagði Ágúst en gestirnir höfðu yfirburði hvað varðar stuðning í stúkunni í kvöld. Eftir að Grótta jafnaði metin í síðari hálfleik tók það heimamenn aðeins tvær mínútur að komast yfir á nýjan leik. „Smá einbeitingarleysi og mistök sem gerir það að verkum að þeir setja okkur fljótt aftur niður á jörðina. Markið sem við skorum var óheppilegt fyrir FH-inga en að mínu viti sanngjarnt. Eftir að þeir komast í 2-1 lágum við á þeim en náðum ekki að jafna.“ Aðspurður hvort Grótta stefndi á að styrka liðið í félagaskiptaglugganum kom Ágúst með ansi áhugavert svar um hversu erfitt það væri að fá leikmenn á Seltjarnarnesið. „Ég er ánægður með hópinn og við erum að gera þetta vel með góðan liðsanda og slíkt. En það er eins og enginn vilji koma í Gróttu. Það er okkar hausverkur og við erum með okkar stráka í þessu og byggjum á því.“ Hafið þið verið að reyna að fá menn? „Já, við höfum reynt ýmislegt síðan í janúar og fengið einn eða tvo leikmenn eftir það. Það er eins og Grótta sé eitthvað að fæla frá. Það er frábær aðstoða, gott þjálfarateymi og aðstaðan gríðarlega flott. Ég skil ekki alveg þessa hræðslu að koma í Gróttu,“ sagði Ágúst að lokum. Klippa: Eins og enginn vilji koma til Gróttu Fréttin hefur verið uppfærð. Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Leik lokið: FH - Grótta 2-1 | FH marði nýliðana FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Handbolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu fannst hans lið eiga meira skilið úr leiknum gegn FH í dag en Hafnfirðingar fóru þar með 2-1 sigur af hólmi. Hér að neðan má sjá bút úr viðtalinu við Ágúst úr Pepsi Max Tilþrifunum. „Þetta er sennilega besta frammistaða okkar í deildinni í sumar. Þetta er besti völlurinn á landinu, gaman að koma hingað og sýna úr hverju við erum gerðir. Svekkelsið er að þegar þú sýnir góða frammistöðu að fá ekki neitt út úr henni. Ég var brjálaður inni í klefa, menn voru sáttir með frammistöðuna en ég er ósáttur að fá ekkert út úr þessu.“ Grótta setti FH-inga oft undir ansi mikla pressu og undir lokin var einstefna að marki heimamanna. „Við getum skoðað þennan leik og tekið ansi margt út úr honum fyrir framhaldið. En stigasöfnunin var núll stig í dag, því miður. Með svona frammistöðu eigum við að taka þrjá punkta og ekkert annað og það er það sem svíður og er svekkjandi.“ „Við erum í leit að stigum og það er það sem telur í þessu. Við þurfum að koma okkur upp töfluna en ég tek það ekki af strákunum að þetta var frábær frammistaða og frábær stuðningur. Það var eins og við værum á heimavelli,“ sagði Ágúst en gestirnir höfðu yfirburði hvað varðar stuðning í stúkunni í kvöld. Eftir að Grótta jafnaði metin í síðari hálfleik tók það heimamenn aðeins tvær mínútur að komast yfir á nýjan leik. „Smá einbeitingarleysi og mistök sem gerir það að verkum að þeir setja okkur fljótt aftur niður á jörðina. Markið sem við skorum var óheppilegt fyrir FH-inga en að mínu viti sanngjarnt. Eftir að þeir komast í 2-1 lágum við á þeim en náðum ekki að jafna.“ Aðspurður hvort Grótta stefndi á að styrka liðið í félagaskiptaglugganum kom Ágúst með ansi áhugavert svar um hversu erfitt það væri að fá leikmenn á Seltjarnarnesið. „Ég er ánægður með hópinn og við erum að gera þetta vel með góðan liðsanda og slíkt. En það er eins og enginn vilji koma í Gróttu. Það er okkar hausverkur og við erum með okkar stráka í þessu og byggjum á því.“ Hafið þið verið að reyna að fá menn? „Já, við höfum reynt ýmislegt síðan í janúar og fengið einn eða tvo leikmenn eftir það. Það er eins og Grótta sé eitthvað að fæla frá. Það er frábær aðstoða, gott þjálfarateymi og aðstaðan gríðarlega flott. Ég skil ekki alveg þessa hræðslu að koma í Gróttu,“ sagði Ágúst að lokum. Klippa: Eins og enginn vilji koma til Gróttu Fréttin hefur verið uppfærð.
Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Leik lokið: FH - Grótta 2-1 | FH marði nýliðana FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina Sport Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Handbolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46
Leik lokið: FH - Grótta 2-1 | FH marði nýliðana FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10