Hækka aldurstakmark á tjaldstæðum í 20 ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2020 10:37 Hátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri ár hvert. Vísir/vilhelm Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verður haldin með óhefðbundnu sniði á Akureyri nú um verslunarmannahelgina vegna faraldurs kórónuveiru. Þá verður aldurstakmark á tjaldsvæðum bæjarins hækkað í 20 ár. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Akureyrarbæ, Vinum Akureyrar og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu segir að í boði verði „litlir, fjölskylduvænir viðburðir víðsvegar um bæinn“ og tryggt að aldrei verði fleiri en 500 samankomnir á hverjum stað, líkt og reglur segja til um. „Stórir útitónleikar í miðbænum verða ekki á dagskrá né heldur Sparitónleikar á flötinni við Samkomuhúsið á sunnudagskvöld. Þá verður skemmtistöðum lokað kl. 23 öll kvöld eins og reglur segja til um,“ segir í tilkynningu. Á tjaldsvæðum bæjarins verður aldurstakmark jafnframt hækkað í 20 ár „í því skyni að auðvelda fjöldatakmarkanir og forgangsraða í þágu fjölskyldufólks.“ Þá er hafti eftir Kristjáni Kristjánssyni yfirlögregluþjóni á Akureyri að lögreglan á Norðurlandi eystra verði með aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina. „Bæði til að fylgjast með umferð á þjóðvegum umdæmisins og eins til að fylgjast með að fjöldatakmörkunum og öðrum samkomutakmörkunum sé framfylgt. Þá vill lögreglan beina því til allra að fara varlega og huga vel að eigin sóttvarnaráðstöfunum. Enn eru smit í samfélaginu og því nauðsynlegt að fara eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa gefið út,“ segir Kristján. Fjölmennum skemmtunum og útihátíðum hefur víða verið aflýst um verslunarmannahelgina vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hefur nokkur fjöldi innanlandssmita greinst síðustu daga, þar af sex í gærkvöldi sem tengjast öll einstaklingi sem kom hingað til lands um miðjan júlí. Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verður haldin með óhefðbundnu sniði á Akureyri nú um verslunarmannahelgina vegna faraldurs kórónuveiru. Þá verður aldurstakmark á tjaldsvæðum bæjarins hækkað í 20 ár. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Akureyrarbæ, Vinum Akureyrar og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu segir að í boði verði „litlir, fjölskylduvænir viðburðir víðsvegar um bæinn“ og tryggt að aldrei verði fleiri en 500 samankomnir á hverjum stað, líkt og reglur segja til um. „Stórir útitónleikar í miðbænum verða ekki á dagskrá né heldur Sparitónleikar á flötinni við Samkomuhúsið á sunnudagskvöld. Þá verður skemmtistöðum lokað kl. 23 öll kvöld eins og reglur segja til um,“ segir í tilkynningu. Á tjaldsvæðum bæjarins verður aldurstakmark jafnframt hækkað í 20 ár „í því skyni að auðvelda fjöldatakmarkanir og forgangsraða í þágu fjölskyldufólks.“ Þá er hafti eftir Kristjáni Kristjánssyni yfirlögregluþjóni á Akureyri að lögreglan á Norðurlandi eystra verði með aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina. „Bæði til að fylgjast með umferð á þjóðvegum umdæmisins og eins til að fylgjast með að fjöldatakmörkunum og öðrum samkomutakmörkunum sé framfylgt. Þá vill lögreglan beina því til allra að fara varlega og huga vel að eigin sóttvarnaráðstöfunum. Enn eru smit í samfélaginu og því nauðsynlegt að fara eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa gefið út,“ segir Kristján. Fjölmennum skemmtunum og útihátíðum hefur víða verið aflýst um verslunarmannahelgina vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hefur nokkur fjöldi innanlandssmita greinst síðustu daga, þar af sex í gærkvöldi sem tengjast öll einstaklingi sem kom hingað til lands um miðjan júlí.
Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira