Íslenski boltinn

Telur í besta falli barnalegt að segja að Ásgeir hafi truflað Beiti

Sindri Sverrisson skrifar
Beitir Ólafsson og Ásgeir Sigurgeirsson voru í aðalhlutverkum í marki sem dæmt var af KA í gær.
Beitir Ólafsson og Ásgeir Sigurgeirsson voru í aðalhlutverkum í marki sem dæmt var af KA í gær. samsett mynd/daníel

Sitt sýnist hverjum um markið sem dæmt var af í leik KA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Akureyri í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom boltanum í mark KR eftir skelfileg mistök KR-inga en markið var dæmt af. Dómari leiksins, Ívar Orri Kristjánsson, virtist telja Ásgeir Sigurgeirsson hafa truflað Beiti Ólafsson í marki KR á meðan að Ásgeir var rangstæður. Atvikið má sjá hér að neðan.

Fleiri virðast á því að Ívar Orri hafi dæmt rétt en Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, segir á Twitter ljóst að Beitir hafi getað séð knöttinn allan tímann. Rangstaða komi ekki til greina þar sem að sjónlína Beitis hafi ekki verið trufluð, og það sé „í besta falli barnalegt“ að segja að Ásgeir trufli Beiti.

Jóhannes, sem er sjálfur KA-maður, segir „einhvern smá séns“ á að hægt sé að dæma leikbrot á Ásgeir en það sé þó langsótt, og að auk þess sé ljóst að Ívar Orri hafi dæmt rangstöðu. „Held ég verði að stimpla mig inn orðlausan. KA gleraugun mín ráða bara ekki við þetta mál, svo vitlaust er þetta,“ skrifaði Jóhannes.

Jóhannes Valgeirsson blandaði sér í umræðuna á Twitter.skjáskot/twitter

Beitir viðurkenndi sjálfur eftir leik að hann vissi ekki af hverju markið hefði verið dæmt af. „Þegar ég er að fara að reyna að verja frá Guðmundi Steini rekst ég í KA-mann held ég. Ég hleyp á hann eða hann hleypur á mig og það getur vel verið að hann hafi dæmt brot á það,“ sagði Beitir við Vísi.


Tengdar fréttir

Beitir: Ég veit ekki á hvað var dæmt

Beitir Ólafsson, markvörður KR-inga var allt í öllu á lokamínútunum þegar KA og KR skildu jöfn í markalausum leik á Akureyri í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×